Borgfirðingabók - 01.12.2014, Page 252
252
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
niður, samkvæmt allramildasta úrskurði konungs frá 26. apríl 1833
verði teknir upp að nýju. Alþingi fékk málefni þetta í hendur þriggja
manna nefnd til meðferðar, og þar næst var það rætt eins og lög gera ráð
fyrir, á þing inu og leyfir nú alþing sér allraþegnsamlegast að láta í ljós
álit sitt sem fylgir:
Allt að árinu 1833 voru í Mýra og Hnappadalssýslu 10 þingstaðir,
en þá stakk hlutaðeigandi sýslumaður upp á því að þingstöðunum
yrði fækkað, og 4 aðeins löggyltir fyrir alla sýsluna; færði hann það til
síns máls, að hlutaðeigandi hreppstjórar ekki sæju vandkvæði á þessari
breytingu og einkum það atriði, að viðhald þinghúsa yrði almenningi
sýslunnar miklu léttara eptir en áður. Frumvarpið virtist þannig á góðum
rökum byggt, og var það því borið undir Hans Hátign konunginn, sem
með áðurnefndum allramildasta úrskurði leyfði, að þingstöðunum væri
fækkað, eins og um hafði verið beðið; en það leið ekki lángt um, fyrr
enn almenningur í þeim hreppum sem misstu þingstaði sína, lét í ljósi
óánægju sína yfir missinum, og þótti sér, og það að líkindum ekki án
orsaka, orðið óhægra enn áður að sækja skatta- og manntalsþingin yfir
langan og örðugan veg, og afleiðing þessarar óánægju er bænarskrá sú,
sem hér ræðir um og fram er borin af fulltrúa þeirra hér á þinginu.
Norðtunga.