Borgfirðingabók - 01.12.2014, Side 253
253
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2014
„Alþing fær ekki betur séð, enn að umkvörtun hlutaðeigenda
sé á góðum rökum byggð, og að þeir hafi mikið til síns máls,
þegar litið er til alkunnrar vegaleingdar og annarar óhægðar,
sem samfara er landslagi sýslunnar, eins líka til þess að upp
bygg ing hinna nýju og stærri þinghúsa – hver að öðru leyti
ennþá ekki skal vera framkvæmd – í raun réttri verður fullt
svo örðug og kostnaðarsöm fyrir almenning sem viðhald hinna
smærri og eldri þinghúsa , er ennþá brúkast til hreppaþing
halds á haustnóttum. Og með því þannig er ástatt, og hin
nýja ráðstöfun með þingstaðina upprunalega sýnist hafa miðað
einungis til hagnaðar fyrir hlutaðeiganda sýslumann, en hefir
leidt af sér þyngsli og óhagnað fyrir almenning, svo álítur þingið
það einnig skyldu sína að leggja með bænarskránni og leyfir sér
þannig allraþegnsamlegast að mæla fram með að hinir fornu
þing staðir í Mýra- og Hnappadalssýslu, sem lagðir eru
niður samkvæmt úrskurði konungs frá 1833 verði teknir
upp að nýju.“
Undir þetta rita í Reykjavík 17.júlí 1845 Thorsteinsson forseti Jónas
sen ritari.
17. mars 1847 er gefið út Plakat angående Förögelse af Things
ted erne i Myra og Hnappadals Syssel. Samtímis birtist Opið bréf á
íslensku um sama efni. (Lovsamling for Island XIII. bls 656 – 659)
Það hljóðar þannig:
„Vér Christjan hinn áttundi &c Gjörum kunnugt að Oss, í
tilefni þeirrar frá Voru 1845 samankomna holla alþingi á
Voru landi Íslandi Oss allraþegnsamlegast sendu bænarskrár
um fjölgun þingstaða í Mýra og Hnappadals sýslum, allra
mildilegast hefir þóknast að bjóða og skipa þannig:
Sú með konungsbréfi af 26. Aprilis 1833 gjörða breyting,
viðvíkjandi þingstöðum í Mýra og Hnappadalssýslum í
Vesturamtinu á Voru landi Íslandi, skal eptirleiðis vera aftekin,
og hver hreppur skal héreptir, eins og fyrrum, vera sérleg
.ingsókn, hverrar þingstaður þá verður sá sami sem var, áður
en greind breyting, gjörðist, nefnilega.“
Þar eftir kemur upptalning tíu hreppa og þingstaða.