Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2022, Síða 6

Víkurfréttir - 02.02.2022, Síða 6
augNablik Með JÓNi SteiNari Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421­0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893­3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898­2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421­0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is aflafrÉttir á SuðurNeSJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Þá er þessi blessaði, erfiði janúar­ mánuður á enda kominn og eins og hefur verið skrifað hérna í þessum pistlum mínum í janúar þá var hann mjög erfiður. Algjört aflahrun var á bátunum en kannski góðu fréttirnar þær að þeir dagar sem bátarnir komust á sjóinn var mjög góð veiði og jafnvel mokveiði. Við skulum líta aðeins á neta­ bátana. Grímsnes GK er að eltast við ufsann og það hefur gengið mjög vel. Sigvaldi skipstjóri og áhöfn hans á bátnum hafa látið sig hafa það að fara út í þessa blessuðu ótíð í veiðar og þær hafa bara gengið vel. Hefur báturinn landað 100 tonnum í sex róðrum og mest 31 tonn, af þessum afla er ufsi 79 tonn. Maron GK er í þorskinum og kominn með 27 tonn í aðeins fimm róðrum. Í janúar árið 2021 komst Maron GK í 23 róðra og landaði þá 118 tonnum. Erling KE er kominn með 25 tonn í tveimur róðrum en hafa ber í huga að það vantar afla inn á bátinn fyrir janúar, en árið 2021 var báturinn með 244 tonn. En við vitum hvað gerðist fyrir bátinn í janúar. Hraunsvík GK var með 19,6 tonn í tveimur túrum og þessi afli fékkst í byrjun janúar en síðan réri báturinn ekki meira. Halldór afi GK var með 16,7 tonn í átta róðrum. Hjá dragnótabátunum var svo til það sama, mikið aflahrun og aflahæstur í janúar var Sigurfari GK með 45 tonn í sex róðrum. Í janúar 2021 var Sigurfari GK með 103 tonn í 14 róðrum og var þá afla­ hæsti dragnótabáturinn á landinu. Benni Sæm GK með 43 tonn í sjö, Siggi Bjarna GK með 30 tonn í sjö og Aðalbjörg RE sjö tonn í tveimur róðrum, en hann landaði í Sand­ gerði. Hjá línubátunum voru stóru línu­ bátarnir á sjó að mestu eða reyndu það en vegna veðurs þurftu þeir oft að stytta túrana sína og fara í land. Páll Jónsson GK er með 331 tonn eftir fjóra túra og hann hefur landað þessum afla í fjórum höfnum. Þor­ lákshöfn, Grindavík, Hafnarfirði og Grundarfirði. Sighvatur GK var með 319 tonn í fimm túrum, Valdimar GK 274 tonn í þremur, Hrafn GK 218 tonn í þremur og öllum þeim afla var landað í Hafnarfirði. Sig­ hvatur GK landaði líka mestum hluta af aflanum sínum í Hafnar­ firði, og skýrist það að mestu af þessum miklum brælum því sjó­ gangurinn var það mikill að inn­ siglingnn til Grindavíkur varð ófær og því öruggara að sigla til Hafnar­ fjarðar. Af minni bátunum eru ennþá nokkrir úti á landi, t.d Einhamars­ bátarnir og var Auður Vésteins SU með 117 tonn í þrettán róðrum. Vé­ steinn GK var með 94 tonn í ellefu róðrum, Hulda GK 89 tonn í níu róðrum, Gísli Súrsson GK 71 tonn í átta en báturinn fór að austan til Siglufjarðar og var planið að sigla þaðan inn í Breiðafjörðinn, en vegna veðurs hefur báturinn ekkert komist að norðan og suður. Af þeim bátum sem róa héðan þá var veiðin ansi góð þá daga sem þeir komust á sjóinn og svo til mokveiði utan við Sandgerði. Sævík GK er með 72 tonn í níu túrum, Margrét GK 68 tonn í átta, Daðey GK 61 tonn í níu og Geirfugl GK 52 tonn í 10 túrum. Hópsnes GK er á balalínu frá Skagaströnd og með 50 tonn í níu, Dúddi Gísal GK 42 tonn í sjö og Addi Afi GK 19 tonn í þremur róðrum. Ragnar Alfreðs GK var með ellefu tonn í tveimur en hann er á balalínu frá Hvammstanga. Togbátarnir hafa lítið getað að­ hafst hérna fyrir sunnan og hafa því að mestu verið fyrir vestan. Sóley Sigurjóns GK er búinn að eiga feiki­ lega góðan janúar mánuð. Komin í 612 tonn í fimm túrum og mest 161 tonn í einni löndun. Hinn togari Nesfisks, Berglín GK, liggur í Njarð­ víkurhöfn og hefur ekkert farið á sjóinn í janúar nema stuttan túr snemma á árinu sem var einungis tvö tonn. Sóley Sigurjóns GK í stuði í janúar Sóley Sigurjóns GK er búinn að eiga feikilega góðan janúar mánuð og veiddi 612 tonn í fimm túrum. Fyrir nokkrum árum síðan tók ég mynd af briminu hér úti fyrir Grindavík. Það var búið að vera suðvestan skítviðri og ölduduflið hér úti fyrir sagði ölduhæðina vera átta metra. Fyrir mér og flestum þeim sem hér búa er þessi sýn og myndir sem þessi sem ég tók bara ósköp venjulegar. En, aftur að myndinni sem ég tók, töluvert seinna póstaði ég henni að gamni inn á fjölmenna erlenda ljósmyn­ dasíðu á Face book. Ekki stóð á viðbrögðum fólks sem átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni á henni og þó ekki síst því sem fyrir bar á henni. Þetta var svo hrikaleg, rosaleg, falleg og frábær mynd sagði fólk, brimið maður minn. Hvað þá að það væri bátur á siglingu í svona aðstæðum. Þessi mynd sem mér fannst nú bara eigin­ lega ekkert sérstök þannig, grá og muskuleg og bara svona venjuleg, bara allt við hana og það sem á henni var, var venjulegt. Svo rann það upp fyrir mér eftir þessi svakalegu viðbrögð fólks við myndinni að mitt venjulega og hversdagslega er bara svo fjarri því að vera eitthvað venjulegt fyrir öðrum. Þegar að maður upplifir svona breytist nálgun og hugsun manns á hlutina. Mitt venjulega er ekkert venjulegt ... Jón Steinar Sæmundsson Þetta „venjulega“ ... 6 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.