Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2022, Síða 9

Víkurfréttir - 02.02.2022, Síða 9
KEFLVÍKINGURINN JÓN SVEINSSON STÝRIR iCelaNd tHe PHOtOgraPHer’S ParadiSe MEÐ 66.000 MEÐLIMUM Íslandsmyndir Jóns og félaga í nýrri ljósmyndabók fyrir það það tæki­ færi sem er að eiga mynd í bók. Ljósmyndahóp­ urinn á Facebook, Iceland The Photo­ grapher’s Paradise, er ein af stærstu íslensku síðunum á Facebook þar sem þátttakendur eru mjög virkir í því að setja inn myndir og tjá sig í athugasemdum um innsendar myndir. Síðan er sett upp sem hópur og þarf að sækja um aðild. Jón rit­ stýrir síðunni og reynir eftir bestu getu að halda aftur af mönnum og halda friðinn milli manna. Þá er tekið á því þegar sett eru inn inn­ legg sem eru augljós sem markaðs­ setning. Þá leggur Jón mikið upp úr kurteisi síðumeðlima í garð hvers annars. Sama hversu góðir ljós­ myndarar menn eru, eða ef þeir eru ruddar við aðra, þá er þeim úthýst af síðunni. Áhugi á myndforminu Jón segist alltaf haft áhuga á mynd­ inni sem formi. Hann átti filmuvél í gamla daga. Hann eignaðist Canon F­1 á sínum tíma og myndaði mikið. Þeirri vél var stolið af honum og það þýddi að hann hafði ekki ráð á að kaupa sér nýja vél. Jón segist hafa smitast af ljósmyndaáhuga á sínum tíma af Friðþjófi Helgasyni, ljósmyndara og kvikmyndatöku­ manni, sem er góður vinur hans. Sjálfur segist Jón hafa verið að fást við málverk og teikningar en alltaf haft áhuga á myndinni í öllum list­ formum. Jón bjó í Svíþjóð og gekk í gegnum skilnað árið 2005. Þá kom hann heim til Íslands og gerðist leigubíl­ stjóri. „Leigubílstjórar vinna lengi og mikið, sex daga vikunnar, og ég fór að finna fyrir því að ég var að brenna út í vinnunni og fannst hún leiðinleg. Ég kvartaði um þetta við vinkonu mína, Gróu Hreinsdóttur, sem þá var tónlistarkennari norður í Aðaldal. Hún sagði mér bara að koma norður til sín og vera eins lengi og ég vildi á meðan ég væri að hvíla mig á leigubílaakstrinum. Ég fór norður í átta eða níu daga og slakaði vel á. Gróa réri að því öllum árum að kveikja aftur í listamann­ inum í mér. „Nonni, áttu dollara?“ Ég var m.a. dansari í fjórtán ár og dansaði í Þjóðleikhúsinu, Iðnó og Norræna húsinu. Ég söng líka og var m.a. í Jesus Christ Superstar. Ég var farinn að reykja þannig að ekki gat ég sungið og ég var orðinn of feitur til að geta dansað. Gróa sagði mér að fara að teikna eða mála. Flestir vita hvernig það er að endurvekja ein­ hvern þátt í lífi sínu með hliðsjón af því að fá borgað fyrir það. Að endanum spyr Gróa mig út í ljósmyndunina en ég tek dræmt í allar þessar hugmyndir. Sex vikum eftir að ég er farinn heim aftur og byrjaður að vinna hringir Gróa í mig og spyr mig að því hvort ég eigi dollara. „Nonni, áttu dollara?“ spurði hún. Sem leigubílstjóri átti ég eitt­ hvað af dollurum. Hún sagðist vera á leiðinni til Orlando í Bandaríkj­ unum og ætlaði að kaupa fyrir mig myndavél. Hún keypti vélina, Nikon D­80 með 17–55 mm og 55–200 mm linsum. Ég tek upp á því að vera alltaf með myndavélina í bílnum. Ég er oftast að vinna á nóttunni og þetta sumar var alveg dýrðlegt upp á veðurblíðu að gera með sól­ setri og sólarupprás. Það var svona veðrátta í fimm vikur. Ég hafði keypt mér 70–300 mm linsu fyrir FX vél sem gerði linsuna að 400 mm linsu og tók margar myndir af sólsetrinu og sólarupprásinni. Féll fyrir ljósmyndabakteríunni Þetta fangar mig gjörsamlega og stuttu síðar segir bílstjóri við mig að ég þurfi að sýna þessar myndir. Það sé ekki nóg að sýna bara vinnufé­ lögum myndirnar. Hann hjálpaði mér að setja upp síðu á Facebook og ég setti inn myndir á hverjum degi. Ég fékk hól fyrir mínar myndir og þá fór ég fljótlega út í það að gera síðu þar sem fleiri en ég gætu sett inn myndir. Hún hefur svo vaxið jafnt og þétt síðan þá og meðlimum fjölgað.“ Eignast marga góða vini í gegnum ljósmyndahópinn Jón segist hafa eignast marga vini í gegnum síðuna og þegar hann átti afmæli á aðfangadag fékk hann 2.300 kveðjur frá meðlimum síð­ unnar. Jón á von á því að síðan á Face­ book haldi áfram að vaxa og nú sé von á því að ferðamönnum fari að fjölga á ný og um leið ljósmyndurum sem koma til að taka Íslandsmyndir. „Þá verður síðan vonandi stærri og myndum fjölgar sem er grunnur að næstu bók,“ segir Jón Sveinsson áhugaljósmyndari að endingu. Jón Sveinsson með fyrsta eintakið af ljósmyndabókinni Iceland The Photographer’s Paradise sem er byggð á samnefndri síðu á Facebook. VF-mynd: Hilmar Bragi Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.