Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.02.2022, Síða 10

Víkurfréttir - 02.02.2022, Síða 10
Guðmundur Rúnar Júlíusson er átján ára og kemur frá Keflavík. Guðmundur er formaður nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Milli þess að læra og skipuleggja viðburði fyrir nemenda- félagið nýtur hann þess að hlusta á góða tónlist og eyða tíma með vinum sínum. Rúnni er fyrsti viðmælandinn í FS-ing vikunnar sem er endurvakinn. Á hvaða braut ertu? Ég valdi Fjölgreinabrautina. Hver er helsti kosturinn við FS? Mikið af skemmtilegu fólki í skólanum og svo eru alltaf kunnug andlit á öllum stöðum skólans. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Þar verð ég að setja hann Þorstein Helga. Rosalega hæfileikaríkur tónlistarmaður sem á bjarta framtíð. Skemmtilegasta saga úr FS? Af mörgum mjög skemmtilegum er það líklegast nýnemaballið sem haldið var í byrjun síðustu annar. Rosaleg stemmning og erfitt að toppa Pál Óskar en vonandi tekst okkur það nú á næstu böllum. Hver er fyndnastur í skólanum? Það er hann Róbert Andri, alltaf gaman og stutt í hláturinn í kringum hann. Hver eru áhugamálin þín? Hef mikinn áhuga á tónlist, kvikmyndum og að hitta fólk sem er skemmtilegt. Hvað hræðistu mest? Guðnýju Kristjánsdóttur. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Virkilega erfið spurning en það endar á Wish You Were Here með Pink Floyd. Hver er þinn helsti kostur? Frumkvæði. Hver er þinn helsti galli? Fljótfærni sem leiðir ekki endilega alltaf til bestu ákvarðanna. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Facebook, Spotify og YouTube. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Góður tónlistarsmekkur. Hver er stefnan fyrir fram- tíðina? Ná mínum markmiðum, ekki flóknara en það. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Flókinn. Margrét Norðfjörð Karlsdóttir er sextán ára Njarðvíkurmær. Margrét æfir körfubolta og hefur gaman að félagsstörfum. Hún er formaður unglingaráðs Fjörheima en situr einn- ig í ungmennaráði Reykjanesbæjar og í nemendaráði Akurskóla. Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk í Akur- skóla Hvað gerir þú utan skóla? Fyrir utan skólann er ég oftast á æfingum þar sem ég æfi alla daga, einu sinni til þrisvar á dag. Ég er einnig formaður unglingaráðs Fjörheima og er í ungmennaráði Reykjanesbæjar. Ég er vikulega á fundum með unglingaráðinu og svo með ungmennaráðinu nokkrum sinnum í mánuði. Með skólanum fylgja líka störf nem- endaráðsins þar sem ég er í því. Annars eyði ég deginum í að læra eða hlusta á tónlist. Hvert er skemmtilegasta fagið? Klárlega stærðfræði. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Jóhann Ingi bekkjarbróðir minn á TikTok Skemmtilegasta sagan úr skólanum: Þegar það kviknaði í rafmagnstöflunni í íþróttahúsinu þegar bekkurinn minn var í íþróttum og allir hlupu klappandi út því það hafði aldrei kviknað í áður. Hver er fyndnastur í skólanum? Klárlega ég – en ef ég ætti að velja einhvern annan þá væri það Benjamín bekkjarbróðir minn eða Haraldur náttúrufræðikennarinn minn. Hver eru áhugamálin þín? Körfubolti og félagsstörf. Hvað hræðistu mest? Ketti. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Enn eitt menntaskólalagið með 12:00. Hver er þinn helsti kostur? Vingjörn, traust og agalega fyndin. Hver er þinn helsti galli? Kann ekki að spara peningana mína. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat og TikTok. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar það er gott í samskiptum og þegar það er með góðan húmor Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar að fara á félagsvísindabraut í framhaldsskóla til þess að komast í sálfræði eða eitthvað álíka í háskóla. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Hæfileikarík. Gígja býður sig fram í 4. sæti Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­ flokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Með því að bjóða mig fram til þátttöku vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa samfélag þar sem er gott að búa, lifandi bæ þar sem fjölskyldufólk er sett í for­ gang og menningar­ og íþróttalífið blómstrar. Ég er 32 ára gömul, uppeldis­ og menntunarfræðingur að mennt og starfa sem flugfreyja hjá Ice landair, ásamt því að deila mataruppskriftum á vef Gott í matinn. Ég er gift Ásgeiri Elvari Garðarssyni og við eigum tvö börn á leikskólaaldri. Ég hef fylgst vel með bæjarmálunum í Reykja­ nesbæ frá því ég flutti hingað fyrir meira en áratug og var á lista Sjálfstæðisflokksins í sveitar­ stjórnarkosningunum árið 2014. Ég hef tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins, sat í stjórn Heimis, félags ungra sjálfstæðis­ manna í Reykjanesbæ um tíma og var í 10. sæti á framboðslista Sjálf­ stæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Reykjanesbær er ört vaxandi bæjarfélag með stórkostleg tæki­ færi til þess að verða framúrskar­ andi á öllum sviðum. Til þess þarf margt að fara saman ­ ímynd sam­ félagsins og rekstrarumhverfið í bænum þarf að vera aðlaðandi. Sem móðir tveggja barna á leik­ skólaaldri þekki ég vel raunveru­ leika ungs fjölskyldufólks og mun leggja mikla áherslu á málefni fjölskyldunnar, leikskólamál og betri heilsugæslu. Eflingu heilsu­ gæslunnar þarf að setja í for­ gang í samstarfi ríkis og sveitar­ félagsins, þar sem þjónustan við íbúana verði útgangspunkturinn og miðuð að okkar þörfum. Ég vil að í Reykjanesbæ verði hægt að tryggja börnum öruggt pláss í dagvistun að loknu fæðingarorlofi og að settir verði á fót ungbarna­ leikskólar í bæjarfélaginu. Hér er gott að vera og hér vil ég búa. Ég nýt þess að takast á við áskoranir og ég er sannfærð um að ég hafi margt til málanna að leggja til að gera Reykjanesbæ að enn betri bæ til að búa í. Til þess þarf ég ykkar aðstoð og samstarf kæru íbúar – ég óska eftir ykkar stuðningi í 4. sæti. Gígja S. Guðjónsdóttir. Starfið felur í sér eftirfarandi: Z Daglegur rekstur veitingasölu og afgreiðslu Z Innkaup vegna veitingasölu og golfbúðar Z Ráðning starfsmanna, þjálfun og mönnun vakta Z Skipulagning og innleiðing nýrra viðburða fyrir félagsmenn GS Z Náin samvinna við framkvæmdastjóra og stjórn GS Menntunar og hæfniskröfur: Z Reynsla af innkaupum kostur Z Reynsla af mannaforráðum kostur Z Reynsla af veitingasölu kostur Z Reynsla af skipulagningu viðburða kostur Z Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnu- brögð mikilvæg Z Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund Verkefnastjóri hjá Golfklúbbi Suðurnesja Vinnutími er sveigjanlegur og fer eftir starfsemi hjá GS hverju sinni, getur verið bæði um kvöld og um helgar. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar. Umsókn og ferilskrá sendist á gs@gs.is. www.gs.is Golfklúbbur Suðurnesja (GS) óskar eftir verkefnastjóra til að hafa yfirumsjón með veitingasölu og viðburðum á vegum klúbbsins FS-ingur vikunnar: Guðm undur Rúnar Júlíusson Fljótfær og flókinn Ung(m enni) vikunnar: M argrét Norðfjörð Karlsdóttir Hæfileikarík Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com 10 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.