Víkurfréttir - 02.02.2022, Síða 12
Farsæl
skólaganga
Anna Sigríður Jóhannesdóttir,
BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Börnin eru mikilvægust, þau eru
framtíðin og skólakerfið á að veita
öllum börnum jöfn tækifæri á að
þroska sína ólíku hæfileika og skapa
sjálfstraust til að skapa verðmæti í
framtíðinni og verðmæti fyrir sam
félagið. Börnin eru grunnurinn og
framtíðin og skólinn leggur grunn
að því sem framundan er. Pössum
okkur að dragast ekki aftur úr, við
erum að gera vel og við viljum vera í
fremstu röð í menntamálum.
Reykjanesbær getur verið leið
andi í menntamálum á Íslandi með
frábæra kennara og gott fagfólk í
leik og grunnskólum ásamt framúr
skarandi nemendum. Um síðustu
aldamót gekk skólum í okkar sam
félagi ekki nægilega vel en með
góðu, samstilltu átaki tókst að snúa
til sóknar og okkur tókst að stíga
upp yfir landsmeðaltal í íslensku
og stærðfræði. En það tók mörg ár
að vinna okkur upp og við sjáum
árangurinn í mjög frambærilegu
ungu fólki. Við megum ekki glutra
slíkum árangri niður. Gæði sam
félaga eru í síauknum mæli metin í
gæðum skólakerfis þess. Lykillinn
að velgengni í lífinu er farsæl skóla
ganga og menntun en öll börn þurfa
góðan stuðning og hvatningu í námi.
Börnin verja oft löngum degi í leik
og grunnskóla og mikilvægt er að
gott samstarf sé milli heimilis og
skóla svo við tryggjum barninu líði
vel og gangi vel í námi. Mikil fjölgun
ungra barna kallar á fleiri leikskóla
pláss og mikilvægt er að sú þjónusta
sé til staðar fyrir barnafjölskyldur í
Reykjanesbæ.
Ég ítreka að í auknum mæli er
það fyrsta sem fólk gerir þegar það
tekur ákvörðun um að flytja í annað
sveitarfélag að skoða hvort séu góðir
leik og grunnskólar í samfélaginu.
Leikskólinn er fyrsta skólastigið og
þegar framtíðarstefna bæjarins var
gerð árið 2011 var lögð rík áhersla á
betra samstarf milli leik og grunn
skóla. Í leikskólum var lögð meiri
áhersla á grunnfærni lesturs og
stærðfræði en áður hafði verið
gert. Framtíðarsýnin hafði jákvæð
áhrif á samstarf þessara skólastiga
og í dag hefur einnig samstarf milli
grunn og framhaldsskóla aukist.
Árið 2013 var svo nemendum í
grunnskólum boðið að taka áfanga
í íslensku, dönsku, ensku og stærð
fræði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
og fleiri áfangar eru í boði í dag.
Fyrirkomulagið hefur marga kosti
í för með sér fyrir grunnskólanem
endur en þeir leggja sig frekar fram í
námi á mið og unglingastigi til þess
að komast í þessa áfanga. Jafnframt
kynnast nemendur vinnuálagi sem
tíðkast í framhaldsskólum og eru þar
af leiðandi betur undir það mennt
astig búnir. Duglegir nemendur
gætu jafnvel flýtt töluvert fyrir sér í
námi á framhaldsskólastigi. Í stefnu
Reykjanesbæjar til ársins 2030 var
lögð áhersla á að börnin væru sett
í fyrsta sæti og börnin væru mikil
vægust og styðja ætti börn svo þau
blómstri í fjölskyldunni, í skólum,
íþróttum og tómstundum til að auka
kraft samfélagsins.
Yfirgangur fárra ógn við
orkuöryggi á Suðurnesjum
Ásmundur Friðriksson,
alþingismaður og fv. bæjarstjóri.
Ég hef í annað sinn lagt fram frum
varp til laga um framkvæmdaleyfi
fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.
Markmið framkvæmdarinnar er að
bæta afhendingaröryggi raforku á
Suðurnesjum, auka flutningsgetu
milli höfuðborgarsvæðisins og Suður
nesja og styðja við afhendingaröryggi
á höfuðborgarsvæðinu með öflugra
flutningskerfi raforku á Suðvestur
horni landsins.
Tekist hefur verið á um hvaða leið
skuli farin við lagningu línunnar. Eini
raunhæfi möguleikinn er lagning lín
unnar yfir jörðu og hafa 143 landeig
endur í Vogum veitt leyfi fyrir fram
kvæmdinni en fimm landeigendur í
Vogum ekki, og sveitarstjórn Voga
ekki heldur.
Sautján ár af þvælingi í kerfinu
Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram
að það sé í höndum hlutaðeigandi
sveitarfélaga að taka afstöðu til þess
hvaða kostur verði endanlega fyrir
valinu og að ákvarðanirnar þurfi að
vera teknar sameiginlega hjá sveitar
stjórnunum. Meirihluti er fyrir leið
C, loftlínu um Hrauntungur og frá
sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar
og Voga samhliða Suðurnesjalínu
1, en þrjú af fjórum sveitarfélögum
sem koma að framkvæmd lagningar
Suðurnesjalínu 2 hafa veitt leyfi fyrir
framkvæmdinni.
Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu
Suðurnesjalínu 2 má segja að sé af
mörkuð einskiptisaðgerð. Markmiðið
með frumvarpinu er að auka skil
virkni í málsmeðferð til að tryggja
framgang þjóðhagslegra mikilvægra
framkvæmda í flutningskerfi raforku
sem hafa farið í gegnum lögbundið
undirbúnings og samráðsferli og eru
í samræmi við stefnu stjórnvalda um
uppbyggingu flutningskerfis raforku og
stefnu um lagningu raflína. Lýðræðis
hallinn er augljós þegar bæjarstjórn
Voga og nokkrir landeigendur, samtals
ellefu manns, hafa rétt 30 þúsund íbúa
á Suðurnesjum til afhendingaröryggis
raforku og fyrirséðan orkuskort í hendi
sér. Þetta mál hefur þvælst í sautján ár
um í kerfinu.
Í samræmi við aðalskipulag Voga
Fram til ársins 2005 var raforka að
eins flutt frá höfuðborgarsvæðinu til
Suðurnesja en á síðasta áratug hefur
það breyst. Vinnsla á Suðurnesjum
hefur aukist og verulegir flutningar
eru frá Suðurnesjum til höfuðborgar
svæðisins. Mikið álag er á núverandi
flutningskerfi og hætta er á alvar
legum truflunum á afhendingu ef
bilanir verða. Flutningsleiðirnar eru
þegar orðnar þunglestaðar.
Suðurnesjalína 2 fellur að stefnu
svæðisskipulags Suðurnesja 2008–
2024 sem gildir í sveitarfélögunum
Vogum, Grindavíkurbæ og Reykja
nesbæ. Meginstefna svæðisskipu
lagsins er að nýta núverandi flutnings
leiðir raforku og eru þær skilgreindar
sem meginlagnabelti á Suðurnesjum,
þ.e. Suðurnesjalínur, Reykjaneslínur
og Svartsengislínur, og gert ráð fyrir
að fleiri línur geti byggst upp innan
þeirra. Fyrirhuguð framkvæmd um
Suðurnesjalínu 2, valkostur C, er í
samræmi við aðalskipulag Sveitar
félagsins Voga 2008–2028.
Grípum í taumana
Suðurnesjalína 2 er mikilvæg fram
kvæmd út frá þjóðarhagsmunum og
því þarf ekki að fjölyrða um brýna
nauðsyn þess að ráðast í hana.
Óviðunandi töf hefur nú þegar orðið
á málinu sem hefur velkst í kerfinu
árum saman. Það er ekki ásættanlegt
að íbúar svæðisins þurfi að líða fyrir
þær miklu ógöngur sem leyfisveiting
til þessarar framkvæmdar hefur lent
í. Það er því nauðsynlegt að grípa í
taumana til að koma í veg fyrir frekari
tafir og flýta því að framkvæmdir geti
hafist. Við ættum öll að hafa hugrekki
til þess.
Upp í loft með
línurnar!
Í nýjasta blaði Víkurfrétta (26.
janúar 2022) upplýsir upplýs
ingafulltrúi Landsnets okkur
um að það sé ekki hættandi á að
leggja rafmagnsstrengi í jörð hér
á Suðurnesjum vegna jarðhrær
inga. „Ljóst er af öllum gögnum
að rekstraröryggi jarðstrengs er
verra en loftlínu m.t.t. jarðskjálfta
og sprunguhreyfinga,“ segir full
trúinn.
Í ljósi þessa er ljóst að það voru
gerð mikil mistök hér um slóðir
fyrir hálfri öld síðan þegar raf
línur voru lagðar í jörð. Fyrstu
árin sem raforku var dreift inn á
heimilin voru allar línur í lofti, á
staurum, út um allt!. Til mikillar
prýði. Mér er sagt að þá hafi raf
magnið iðulega farið af, jafnvel
dögum saman. Þó ekki vegna
jarðskjálfta.
Síðan á sjöunda áratugnum
voru þessar loftlínur teknar niður
og lagðir jarðstrengir milli húsa og
bæjarfélaga. Til dæmis fá Vogar
allt rafmagn eftir jarðstreng utan
frá Fitjum. Þvers og kruss um
allar Suðurnesjabyggðir er raf
magn leitt í jarðstrengjum.
Nú skalf jörð hér dögum og
vikum saman nýlega. Hljóta
þessir jarðstrengir þá ekki að vera
komnir í spað? Var rafmagnið
ekki alltaf að fara af í skjálfta
hrynunni? Að vísu ekki hjá mér,
en hjá þér?
Ef við tökum boðskap Lands
nets alvarlega ættum við að
steinhætta að leggja jarðstrengi
í ný hverfi og setja raflínurnar
á staura – og í framhaldi í eldri
hverfum líka! Kannski væri rétt
að setja vatns og skólpleiðsl
urnar líka á staura, svo bévítans
jarðskjálftarnir grandi þeim ekki?
Já, mér er fúlasta alvara!
Þorvaldur Örn Árnason.
Kominn til ára sinna og ólst
upp við raflínur á staurum.
Um 1950 var bæði rafmagn og sími
á staurum, eins og sést á myndinni.
Treystum rekstur og árangur
íþrótta í Reykjanesbæ
Eiður Ævarsson,
frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
www.eiduraevarss.is
Reykjanesbær er þekktur íþróttabær.
Hér er vagga körfuboltans á Íslandi
með óteljandi Íslandsmeistaratitla
og knattspyrnuliðin okkar ekki síður
verið í fremstu röð og skilað mörgum
titlum hús. Árangur og aðstaða í
íþróttum er eitt af því sem fólk horfir
til þegar það velur sér nýtt bæjarfélag
til að búa í. Þess vegna er það mikil
vægt að bæjarfulltrúar hlúi að íþrótta
starfsemi, uppbyggingu íþróttamann
virkja og standi vörð um stuðning
við rekstur íþróttahreyfingarinnar
í bænum. Ég hef kynnt mér stöðu
hreyfingarinnar og mun, ef ég verð til
þess kosinn, leggja áherslu á stuðning
og uppbyggingu íþróttafélaganna í
Reykjanesbæ.
Styrkari stoðir undir rekstur
Ég tel það mikilvægt að við skoðum
hvað önnur sveitarfélög eru að gera í
þessum málaflokki og taka það besta
af því til okkar. Sjálfboðaliðar og starf
foreldra að málefnum íþróttahreyf
ingarinnar er afar mikilvægur þáttur
í starfseminni en í dag orðið erfiðara
að fá sjálfboðaliða til starfa fyrir
íþróttafélögin. Að fá sjálfboðaliða
til að sinna stærri verkefnum eins
og að stýra einhverri deild er enn
verra. Þeir sem gefa sig í þetta endast
ekki lengi, þeir enda á að brenna út
og hætta algerlega afskiptum af
íþróttum og þar með er þekking
þeirra farin úr hreyfingunni. Hér
verður Reykjanesbær að stíga inn í
hlutina ef ekki á illa að fara. Bærinn
þarf að gera úttekt á íþróttamálum í
Reykjanesbæ og gera samanburð við
önnur sveitarfélög þar sem hlutirnir
eru að ganga mjög vel, hvað er öðru
vísi hjá þeim og hvernig viljum við
hafa hlutina, og koma svo með alvöru
stuðning frá bænum þegar búið er að
hanna módel sem þarf að fara eftir.
Tekjulindir horfnar
Í dag eru félögin að kalla eftir fleiri
starfsmönnum greidda af bænum en
það er bein afleiðing af því að um
fangið hefur aukist og erfiðara er
að fá sjálfboðaliða til starfa. Félögin
hafa orðið fyrir gríðarlegu tekjufalli.
Áhorfendur á leiki síðastliðin tvö ár
hafa nær alveg horfið og þorrablót
og aðrar skemmtanir sem hafa verið
stór þáttur í að afla fjár til að halda úti
metnaðarfullu starfi hafa fallið niður.
Aukum þátttöku
Til þess að auka hér þátttöku í
íþróttum þá ættu börn og unglingar
að fá að prófa allar íþróttir ef vilji
er til þess hjá þeim. Reykjanesbær
getur samið við íþróttafélögin um
að fyrstu tvö árin sem barn stundar
íþróttir verði að kostnaðarlausu og
bærinn hreinlega kaupir þjónustuna
af íþróttafélögunum.
23% Íbúa
Um 4.400, eða 23%, íbúa Reykjanes
bæjar eru af erlendu bergi brotin en
aðeins lítill hluti barna þeirra skila sér
í íþróttir. Börnum innflytjenda sem
stunda íþróttir gengur betur að að
lagast og festa rætur í nýju samfélagi.
Það liggur því alveg ljóst fyrir að gera
þarf gangskör í að fá börn innflytjenda
til þess að vera með í íþróttum. Það er
liður í að láta þau finna það að þau eru
velkomin í Reykjanesbæ.
Auðvelt fyrir fjölskyldur
Það þarf að gera fjölskyldum auð
veldara fyrir til þess að krakkar geti
stundað íþróttir.
Það gerum við meðal annars með
því að samræma betur skóla og
íþróttastarf og frístundabílar sem eru
fyrir 1.– 4. bekk verði fyrir alla grunn
skólanemendur.
Tökum höndum saman og gerum
Reykjanesbæ aftur að íþróttabæ.
Sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjanesbæ
Kæru bæjarbúar.
Ég hef ákveðið að
gefa kost á mér í 5. sæti
í prófkjöri Sjálfstæðis
flokksins í Reykjanesbæ
þann 26. febrúar næst
komandi.
Ég er 34 ára gamall
og bý í InnriNjarðvík
ásamt kærustu minni, Guðrúnu
Ýri Halldórsdóttur, og börnunum
okkar þremur. Ég hef búið hér
síðastliðin fjögur ár og hér viljum
við fjölskyldan vera enda kynnst
mikið af góðu fólki og hér líður
okkur vel.
Ég er rafvirki að mennt og á og
rek Prism Ljósastudio hér í bæ.
Atvinnumál eru mér hugleikin
ásamt leikskóla og húsnæðis
málum.
Við þurfum að grípa tækifærin
og sýna stórum sem smáum fyrir
tækjum að hér er hægt að skapa
verðmæti, ásamt því að
hlúa vel að þeim sem
fyrir eru.
Það skiptir miklu
máli að hér sé bæði
hægt að búa og starfa
án þess að þurfa að
leita langt yfir skammt.
Ég tel mig vera mann
sem lætur verkin tala og er reiðu
búinn að leggja mitt að mörkum í
að skapa hér gott og samkeppnis
hæft samfélag.
Grípum tækifærin og látum
verkin tala. Ég óska eftir stuðn
ingi íbúa Reykjanesbæjar í 5.
sætið í næstkomandi prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins þann 26.
febrúar.
Bestu kveðjur,
Steinþór Jón Gunnarsson
Aspelund.
12 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM