Víkurfréttir - 02.02.2022, Page 16
Mundi
Nú er atvinnulífið að
komast á flug ... völlinn!
Lagnaþjónusta
Suðurnesja
Í SUÐURNESJAMAGASÍNI VIKUNNAR
FIMMTUDAG KL. 19:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
Þökkum stuðninginn við framleiðslu á Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta
VILT ÞÚ BÆTAST Í HÓP STUÐNINGSAÐILA?
NÝ SLÖKKVISTÖÐ
Í REYKJANESBÆ
Framboð og tilnefningar
Framsókn í Reykjanesbæ leitar að öfugu og áhugasömu fólki
á framboðslista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar.
Áhugasöm eru hvött til að gefa kost á sér og tilnefna aðra.
F,I/".( $1,#I I( "&,IA! # ,, . IMA ? #&",QI,
Fullum trJnaði heitið.
Framboð og tilnefningar skal senda á
rnb@framsokn.is
F,I/Agd _ c& jId&A"l
ER EKKI BARA
BEST AÐ FARA
Í ?FRAMBOÐ
Menningar- og atvinnuráð Reykja-
nesbæjar vekur á síðasta fundi
sínum athygli á að í lok hvers kjör-
tímabils er listamaður Reykjanes-
bæjar útnefndur af bæjarráði sam-
kvæmt reglugerð.
Auglýst verður eftir tillögum og
hvetur ráðið bæjarbúa til að senda
inn rökstuddar tillögur á netfangið
sulan@reykjanesbaer.is. Allar list
greinar og öll listform koma til
greina.
Hver verður Lista-
maður Reykjanes-
bæjar 2022–2026?
Eiríkur Árni Sigtryggs-
son, tónskáld og list-
málari, er Listamarður
Reykjanesbæjar frá 2018.
Hálfleiksræða
Í flestum íþróttaleikjum er tekið hlé
um miðjan leik. Hálfleikur. Þá fá leik
menn tíma til að kasta mæðinni og
tími gefst til að skipuleggja seinni
hálfleikinn. Sumir koma ótrúlega
sterkir inn í seinni hálfleikinn, þrátt
fyrir þreytu og jafnvel slakt gengi í
fyrri hálfleik.
Það eru forréttindi að hafa alist
upp í Keflavík. Margt sem ekki átti
að vera hægt hefur samt gerst í fyrri
hálfleik. Herinn fór. Gos á Reykja
nesi. Farsími. Internet. Samfélags
miðlar. Og það sem toppar allt.
Rifist um kynfræðslu í beinni í sjón
varpinu. Heimsfaraldur. Hættiði nú.
Ég fór til útlanda í fyrsta skipti tíu
ára gamall. Í dag telst það mannrétt
indabrot ef börn hafa ekki fengið að
njóta sólarinnar í suðrænum löndum
fyrir tíu ára aldur.
Snemma í fyrri hálfleik göfgaði
vinnan manninn. Með sama áfram
haldi verður vinnan algerlega úr
tízku undir lok seinni hálfleiks.
Amma mín heitin kallaði það að
vera móðins. Hver ætti að vita hvað
það er? Í dag er neikvætt að vera
jákvæður.
Hálfleikur lífsins er þegar maður
stendur á fimmtugu. Í öllum nú
tíma þægindum og læknavísindum
á maður að gera ráð fyrir því að
verða 100 ára. En það er engin
trygging fyrir því að fá að spila allan
seinni hálfleikinn – og kannski engin
ástæða til að fá að spila hann allan.
Bara vera eins lengi inn’á og heilsan
leyfir. Stundum er manni skipt út af
til að breyta leikskipulagi en einnig
var rauða spjaldið þess valdandi að
seinni hálfleikurinn varð styttri en
efni stóðu til.
Við lifum á hverjum einasta degi.
Njótið ferðarinnar. Áfangastaðurinn
skiptir ekki máli.
LO
KAO
RÐ
MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
Fjör í fimleikum
Mikill fjöldi ungmenna stundar fimleika hjá Fimleikadeild Keflavíkur í glæsilegri
aðstöðu í Íþróttaakademíunni. Á laugardagsmorgnum mæta þau yngstu í
krakkafimleika og þá mæta foreldrar eða amma og afi með. Krakkanir gera æfingar
og fara þrautahring í salnum með tilheyrandi fjöri. Ritstjóri Víkurfrétta mætti með
eina afastelpuna í krakkafimleika og hér er Hekla Björk Jónsdóttir að spreyta sig.