Víkurfréttir - 09.03.2022, Qupperneq 6
FJÖR Á MIÐUNUM ÚTI FYRIR GARÐSKAGAVITA
Spennandi mánuður framundan, marsmánuðurinn hefur iðulega verið
einn af stærstu aflamánuðum á hverju ári og líka það sem gerist í mars er
að ansi margir handfærabátar fara af stað, því undanfarin ár hefur hand-
færaveiði verið mjög góð og þá aðallega við Garðskagavita og áleiðis að
Stafnesi.
Reyndar er búið að vera ansi mikið
fjör á miðunum frá Reykjanesvita og
út fyrir Garðskagavita og áleiðis inn
á Faxaflóa. Mjög margir bátar hafa
verið þar á veiðum, t.d. dragnótabát-
arnir Siggi Bjarna GK, Benni Sæm
GK, Sigurfari GK, Maggý VE og
Aðalbjörg RE sem allir hafa landað í
Sandgerði. Hásteinn ÁR hefur verið
þar líka en landað í Þorlákshöfn.
Mjög margir línubátar eru búnir
að vera á veiðum, t.d. Daðey GK,
Addi Afi GK, Margrét GK, Gísli
Súrsson GK, Auður Vésteins GK,
Kristján HF, Sandfell SU, Hafrafell
SU, Geirfugl GK og Óli á Stað GK og
allir hafa landað í Sandgerði. Stóru
línubátarnir hafa einnig verið þarna,
t.d Hrafn GK, Valdimar GK og Fjölnir
GK en þeir hafa landað í Grindavík.
Djúpt úti hefur svo Þórsnes SH
verið á netaveiðum en hann veiðir
í sig eins og sagt er og kemur með
aflann til Stykkishólms eftir þrjá til
fimm daga á veiðum og hefur mest
komið með um 100 tonn í land í
einni löndun.
Síðan hafa ansi margir togarar
verið þarna fyrir utan, t.d. Pálína
Þórunn GK, Sturla GK, Sóley Sigur-
jóns GK, Sigurborg SH, Hringur SH,
Runólfur SH, Tindur ÍS, Jón á Hofi
ÁR og Áskell EA.
Þrátt fyrir allan þennan fjölda þá
hefur veiðin verið góð og línu- og
netabátarnir geta reyndar verið í
friði frá togbátunum í línu sem er
tekin út frá Sandgerði, norðvestur út
frá Sandgerði og þaðan bein lína yfir
Faxaflóann yfir að Snæfellsnesinu.
Þegar þessi pistill er skrifaður eru
ekki margar aflatölur komnar inn
fyrir bátana en þó eitthvað og skal
eitthvað verða nefnt. T.d. var Mar-
grét GK með 11,5 tonn í einni löndun,
Hafrafell SU með 21 tonn í tveimur,
Óli á Stað GK 24 tonn í þremur og
þar af 13,4 tonn í einni, Sandfell SU
35 tonn í þremur, Kristján HF 21
tonn í tveimur, Daðey GK 6,8 tonn í
einni, Geirfugl GK 16 tonn í tveimur
og allir hafa landað í Sandgerði.
Í Grindavík er Dúddi Gísla GK 7,8
tonn í einni löndun í Grindavík. Þar
er líka Vésteinn GK en aflatölur voru
ekki komnar þegar þessi pistill var
skrifaður.
Netabáturinn Grímsnes GK er
kominn í Njarðvík eftir að hafa verið
á ufsaveiðum og er kominn á þorsk-
veiðar í Faxaflóa, kominn með 28
tonn í fjórum róðrum, Maron GK 9,7
tonn í þremur og Halldór Afi GK 4,4
tonn í þremur, allir landa í Keflavík
og Njarðvík.
Enginn netabátur er að landa í
Grindavík sem er ansi sérstakt en
þar er reyndar Hraunsvík GK sem
hefur reyndar ekkert landað síðan
snemma í janúar á þessu ári. Erling
KE hefur verið að landa í Sandgerði.
Reyndar þá fækkar sífellt í flota
Suðurnesja og síðan snemma í janúar
hefur togarinn Berglín GK legið í
Njarðvíkurhöfn. Búið er að taka
öll veiðarfæri og toghlera úr togar-
anum og hefur Nesfiskur tekið á þá
ákvörðun um að hætta útgerð hans.
Mun hann vera settur á söluskrá.
Berglín GK á sér mjög langa sögu á
Suðurnesjum. Hans fyrsta nafn var
Jöfur KE og var hann þá sérsmíðaður
til rækjuveiða og var t.d. fyrsta ný-
smíði rækjutogara á Íslandi sem var
með pillunarvél um borð og frysti
heila og pillaða rækju. Reyndar var
þessi búnaður síðan tekinn úr togar-
anum og hann notaður sem rækju-
frystitogari og veiddi líka rækju í ís.
Nesfiskur kaupir togarann árið
1998 og hefur því Berglín GK verið
í þeirra eigu í 24 ár og er togarinn í
dag sá sem er með lengstu útgerðar-
söguna hjá Nesfiski – en því er sem
sagt lokið.
Jón Steinar Sæmundsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson,
s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Við Seltjörn stendur gamalt, steinsteypt hús sem
byggt var 1941 af útgerðamönnum. Húsið var
notað sem íshús, ísinn sem tekinn var úr Seltjörn
var notaður til kælingar á fiski í farskipum, skipum sem
sigldu með fisk erlendis á stríðsárunum.
Seltjörn er nokkuð stór tjörn í sigdæld sunnan við
Kvíguvogastapa ekki langt frá Stapanum, vegamótum
Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.
Segja má að Seltjörn sé falin náttúruperla þó svo
að hún liggi þarna fyrir allra augum sem leið eiga um
Grindavíkurveg. Búið er að leggja göngustíg umhverfis
tjörnina svo gönguþyrstir geti svalað þorsta sínum.
Rétt norðan við tjörnina er Sólbrekkuskógur sem er
lítill, skjólsæll í fallegum brekkum með góðum göngu-
stígum. Þar má einnig finna rjóður með bekkjum,
borðum og einnig grill.
við Seltjörn
AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI
Árshátíð Félags
eldri borgara á
Suðurnesjum
verður haldin á Réttinum laugardaginn 19. mars.
Borðhald hefst kl. 19.00.
Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar
leikur fyrir dansi.
Skemmtiatriði og happdrætti.
Miðasala verður á Nesvöllum
föstudaginn 11. mars kl. 13.00–15.00
Miðaverð er 6.500 kr.
Skemmtinefndin
Berglín GK 300.
aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM
6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM
Íshúsið