Víkurfréttir - 09.03.2022, Blaðsíða 11
„Kvikan er að breytast í meira menningarhús fyrir íbúa. Í gegnum
tíðina hefur verið hérna Saltfisksetur Íslands og við höfum verið
meira ferðamannastopp. Núna höfum við rýmt stóra sýningarsalinn
þar sem saltfisksýningin var og höfum breytt honum í fjölnota
viðburðasal og erum að byggja upp dagskrá fyrir íbúa þar,“ segir
Sunna J. Sigurðardóttir, verkefnastjóri framtíðarþróunar Kvikunnar,
í samtali við Víkurfréttir.
„Við erum að vonast til að hér komi
ýmsir skemmtikraftar og listamenn
og skelli sér á sviðið. Við erum með
stórt svið, tuttugu fermetra svið
og tvö hundruð sæti, jafnvel tvö
hundruð og fimmtíu, þannig að það
eru ýmsir möguleikar.“
Breytingar á Kvikunni hófust fyrir
um tveimur árum síðan en síðan þá
hefur verið heimsfaraldur kórónu-
veiru og breytingarnar gengið á mis-
jöfnum hraða.
„Ég myndi segja að Kvikan sé farin
að stimpla sig inn í hugum bæjarbúa
sem þeirra hús í dag, menningarhús
okkar bæjarbúa,“ segir Sunna.
Ýmsir vikulegir viðburðir
Þegar útsendarar Víkurfrétta heim-
sóttu Kvikuna fyrir síðustu helgi
voru þar nemendur úr Grunnskóla
Grindavíkur á leiklistarnámskeiði.
Sunna segir blaðamönnum frá því
að nokkrum sinnum hafi verið settar
upp smiðjur í Kvikunni þegar starfs-
dagar séu í grunnskólanum. Að
þessu sinni væri leiklistarsmiðja, þar
sem tveir leiðbeinendur voru með
um 40 krökkum á grunnskólaaldri
sem skelltu sér á svið að prófa.
Er markmið að auka virkni bæj-
arbúa í húsinu?
„Já, algjörlega. Við erum komin
með ýmsa vikulega viðburði. Við
erum með kaffi fyrir eldri borgara
á miðvikudögum klukkan tíu. Hér
eru foreldramorgnar á föstudögum
klukkan ellefu og smiðjur fyrir
krakka á fimmtudögum klukkan
tvö. Svo vefur þetta utan á sig og við
reynum að hafa einn opinn menn-
ingarviðburð í viku á miðvikudögum
og vonandi bætist svo bara ennþá
meira í.“
Þó Grindvíkingar séu þekktir fyrir
sjósókn, þá hefur alltaf verið hérna
ríkt menningar- og íþróttalíf.
„Já og við finnum að fólk hefur
mikinn áhuga og ekki síst núna
í Covid. Fólk vill gera eitthvað
skemmtilegt saman hér í Grindavík
en ekkert endilega fara eitthvað
annað til að sækja menningu. Fólk
vill hittast í bænum. Við erum
komin með þennan fína sal og nú
vantar okkur bara leiksýningar
og skemmtiatriði eða í raun hvað
sem er. Við erum opin fyrir öllu ef
fólk hefur hugmyndir fyrir því sem
má skella upp hérna, þá bara endi-
lega heyra í okkur.“
Meiri tækifæri að loknum
heimsfaraldri
Og það eru tækifæri framundan, ef
heimsfaraldri er að ljúka.
„Heldur betur og vonandi getum
við haldið áfram með barnadag-
skrá og dagskrá fyrir eldri borgara
og almenna dagskrá fyrir íbúana í
bænum.“
Saltfisksetur Íslands hefur verið
flutt upp á aðra hæð í Kvikunni
og þar fer nokkuð vel um safnið
og Sunna segist mjög ánægð með
hvernig sýningin kemur út. Sýning-
arhönnuðurinn hafi verið fenginn að
borðinu þegar sýningin var flutt um
hæð. Rýmið er minna en sýningin
nýtur sín mjög vel.
Annar stór viðburður mun einnig
fá sitt rými í Kvikunni. Eldgosið í
Fagradalsfjalli, sem hófst 19. mars í
fyrra, mun fá sína gestastofu í húsinu
í samstarfi við Reykjanes jarðvang
og það verður að sögn Sunnu á allra
næstu mánuðum.
„Í Kvikunni verður áfram hægt að
sækja upplýsingar fyrir ferðamenn
og koma á safn þó svo fókusinn í
húsinu hafi verið færður heim til
að sinna íbúum bæjarins betur.“ Þá
er verið að vinna að því að setja
upp Guðbergsstofu aftur í húsinu í
breyttri mynd og hún verður meira
áberandi þegar gengið er inn í húsið.
Kvikan er opin alla daga nema
sunnudaga frá klukkan ellefu ár-
degis til fimm síðdegis og aðgangur
að Saltfisksetrinu er ókeypis og því
tilvalið að gera sér ferð með fjöl-
skylduna til Grindavíkur. Saltfisk-
setrið er sýning sem sýnir mikil-
vægan hlekk í sögu þjóðarinnar og
þá ekki síst Grindavíkur, sem hefur í
gegnum árin verið stór framleiðandi
á saltfiski á Íslandi, þó svo breytingar
séu að verða í vinnslu á fiski nú hin
síðari ár.
Menningarhús fyrir Grindvíkinga í Kvikunni
Páll Ketilsson
pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Sunna J. Sigurðardóttir.
Sýning Saltfiskseturs Íslands er á 2. hæð Kvikunnar.
Heiðabúar í samstarfi við Kölku og
Græna skáta hafa komið upp flösku
og dósagámum við allar grenndar-
stöðvar Kölku á Suðurnesjum. Sam-
starf þetta nær til þess að Grænir
skátar koma með sína flösku og
dósagáma þar sem fólk getur
skilað af sér skilagjaldskyldum um-
búðum og um leið styrkt skátastarf
Heiðabúa.
Heiðabúar fá stóran hluta af skila-
gjaldinu en Grænir skátar sjá um að
fylgjast með gámunum og flokka
og telja umbúðirnar. Grænir skátar
reka rúmlega 35 manna vinnustað
þar sem allir starfsmenn þess eru
með skerta starfsgetu. Grænir skátar
leggja mikinn metnað í að stuðla
að atvinnumöguleikum fólks með
skerta starfsgetu, eins rennur allur
hagnaður félagsins beint í æskulýðs-
starf skáta.
Flösku- og dósagámarnir eru
vandaðir þýskir gámar þar sem í
hverjum gám eru skynjarar til að
auðvelda eftirlit með þeim. „Þannig
getum við fylgst vel með öllum gám-
unum, hvað kemur í þá og hvenær
þarf að losa. Það er mikilvægt að fólk
geti notað þá þegar það vill losa sig
við flöskur og dósir og þessi tækni
hjálpar okkur mikið við það eftirlit,“
segir Torfi Jóhannsson, verkefna-
stjóri Grænna skátar.
Grænir skátar hafa verið með
svona grenndargámaþjónustu í
Reykjavík í yfir tuttugu ár og síðustu
fjögur ára fyrir austan fjall líka, frá
Selfossi og austur að Reykholti.
Heiðabúar er eitt elsta skátafélag
landsins en það var stofnað árið
1937 og hefur verið starfrækt allar
götur síðan. Í dag heldur skátafélagið
úti æskulýðstarfi fyrir ungmenni á
Suðurnesjum á aldrinum sjö til 25
ára. Einnig hefur verið starfrækt
kofabyggð undanfarin ár.
Frá leiklistarsmiðju í Kvikunni síðasta föstudag.
Flösku og dósagámar við allar grenndarstöðvar Kölku
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennisHÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Orlofshús VSFK
Sumar 2022
Opnað hefur fyrir UMSÓKN-SUMAR 2022
inn á orlofssíðu VSFK vsfk.is (grænn takki
merktur Orlofsvefur) eða orlof.is/vsfk
Eftirtalin orlofshús félagsins verða
leigð út sumarið 2022:
3 hús í Svignaskarði
(veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði)
1 hús í Húsafelli 64 (hundahald leyft)
2 hús í Ölfusborgum
4 hús við Syðri Brú (Grímsnesi)
(hundahald leyft í húsi nr.10)
1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h,
á Akureyri
Útleigutímabil er frá föstudeginum 20.maí
til og með föstudagsins 19. ágúst 2022.
Félagsmenn fara inn á www.orlof.is/vsfk
og skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum
skilríkjum, fylla skal út Sumar Umsókn 2022
þar með allt að 4 valmöguleikum.
Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is
– Orlofsvefur (grænn takki)
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00
þriðjudagsins 29. mars 2022.
Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.
Orlofsstjórn VSFK
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 11