Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.03.2022, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 09.03.2022, Qupperneq 16
Kalt stríð Þær ömurlegu aðstæður og veru- leiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu upp við fyrir rúmlega viku síðan hefur ekki farið fram hjá neinu okkar. Veruleiki sem fæst okkar þekkja sem betur fer. Brostið er á skelfilegt stríð í Evrópu þar sem öflugt hernaðarveldi ræðst á friðsama nágranna sína. Í aðstæðum sem þessum skiptir miklu máli að fólk á flótta fái öryggi og skjól, þessi hópur samanstendur mestmegnis af konum og börnum. Fleiri Evrópu- menn hafa ekki verið á flótta frá því árið 1945 og ástandið því mjög alvar- legt. Við Íslendingar ætlum að axla okkar ábyrgð og nú þegar sér maður mikinn samhug og velvilja fólks út um allt samfélagið. Stjórnvöld hafa verið að auka fjárhagslegan stuðning til mannúðarmála í Úkraínu en það er einnig skylda okkar að taka vel á móti þessu fólki sem er að flýja stríðið og sækir um dvöl í okkar landi. Frá því kalda stríðinu lauk með falli Sovétríkjanna þá höfum við á Íslandi búið við mikið öryggi og í raun lítið spáð í því, öryggi okkar hefur á þessum tíma þótt sjálfsagt. Í síðustu viku breyttist það snögglega. Lítið fer nú fyrir þeim aðilum sem kyrjuðu „Ísland úr NATO, herinn burt“ heldur hafa atburðir síðustu daga sýnt okkur mikilvægi þess að vera í NATO. Úkraína er t.d. ekki í NATO enda fær landið ekki þann stuðning sem það þyrfti. Við Suðurnesjamenn þekkjum það vel að hafa fjölmennt varnarlið hérna á okkar slóðum og gekk sú samvera alla tíð nokkuð vel. Vera varnarliðsins hafði yfir höfuð mjög góð áhrif á okkar samfélag og það var mikill missir þegar herinn hvarf á brott árið 2006. Ekki bara efna- hagslega heldur var vera varnar- liðsins bara stór partur af fjölbreyttri tilveru okkar enda Reykjanesbær mikið fjölmenningarsamfélag. Núna í ljósi aðstæðna í heiminum er nokkuð ljóst að umsvif NATO á Keflavíkur- flugvelli eiga eftir að aukast mikið á næstu vikum/mánuðum. Fjöldi fólks á vegum bandalagsins eiga eftir að koma hérna í skamman eða lengri tíma og nýta sér þá um leið ýmsa þjónustu hér í nærumhverfinu. Við eigum einnig að taka vel á móti öllu þessu fólki sem kemur víða að því ef til átaka kæmi eru það þessi lönd sem senda syni sína og dætur í stríð til þess að verja okkar frelsi og til- veru. NATO er varnarbandalag og við ættum að vera þakklát fyrir veru okkar í því ágæta bandalagi. Mundi Kemur kaninn aftur með Wendy's eða verða bollurnar úr Grindavík að duga? LO KAO RÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Víking sjávarfang og bollurnar Kvikan menningarhús í Grindavík og tónlist í Suðurnesjamagasíni Grindvískur bragur Már og Ísold í úrslit Söngva- keppninnar STARF GÆÐA- OG VERKEFNASTJÓRA Suðurnesjabær óskar eftir að ráða öflugan liðsmann til að sinna starfi gæða- og verkefnastjóra. Um er að ræða nýtt og lifandi starf sem snertir flesta þætti í starfsemi Suðurnesjabæjar. Gæða- og verkefnastjóri heyrir undir stjórnsýslusvið. Megináhersla starfsins er verkefnastjórnun og þátttaka í þverfaglegum verkefnum, rekstur gæðakerfis og eftirfylgni með ábendingum og umbótaferlum. Starfssvið: ■ Verkefnastjórnun. ■ Rekstur gæðakerfis. ■ Rekstur ábendingakerfis og eftirfylgni ábendinga. ■ Ferlagreining- og endurskoðun ferla þvert á svið og deildir. ■ Innri úttektir, þ.á.m. vegna jafnlaunakerfis. Menntun, reynsla og hæfni: ■ Gerð er krafa um háskólapróf. ■ Viðbótarmenntun, s.s. á sviði verkefna- stjórnunar eða gæðastjórnunar, er kostur. ■ Þekking og reynsla á gæða- og verkefna- stjórnun er skilyrði. ■ Þekking og reynsla á stafrænum kerfum. ■ Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. ■ Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði. ■ Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar. ■ Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og lausnamiðuð hugsun. Umsóknir, merktar „Gæða- og verkefnastjóri“, skal senda á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, bergny@sudurnesjabaer.is eða í síma 425 3000. STARF AÐSTOÐARMANNS BYGGINGAFULLTRÚA Suðurnesjabær auglýsir laust til umsóknar nýtt starf aðstoðar- manns byggingarfulltrúa á skipulags- og umhverfissviði. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið: ■ Yfirferð hönnunargagna. ■ Úttektir og eftirlit með mannvirkjum og framkvæmdum. ■ Þátttaka í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu byggingarmála. ■ Umsjón með viðhaldi fasteigna sveitarfélagsins. ■ Samskipti við málsaðila, íbúa og stofnanir. ■ Önnur tilfallandi verkefni á skipulags- og umhverfissviði. Menntun, reynsla og hæfni: ■ Iðn-eða tæknimenntun sem nýtist í starfi. Nám í tækni- eða byggingarfræði er kostur. ■ Þekking og reynsla af byggingarmálum er skilyrði. ■ Góð tölvufærni er áskilin. ■ Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. ■ Kunnátta í skjalavistunar- og landupplýsinga- kerfum er kostur ■ Góð skipulags- og samskiptafærni. ■ Góð færni í íslensku, bæði í ræðu og riti. ■ Dugnaður, vinnusemi og sveigjanleiki. Umsóknir, merktar „Aðstoðarmaður byggingafulltrúa“, skal senda á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, jonben@sudurnesjabaer.is eða í síma 425 3000. SUÐURNESJABÆR AUGLÝSIR LAUS TIL UMSÓKNAR TVÖ NÝ OG ÁHUGAVERÐ STÖRF INNAN SVEITARFÉLAGSINS Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 28. mars 2022. Launakjör eru skv. starfsmati og kjara- samningi Sambands íslenskra sveitar- félaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum um bæði störfin skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Áhugasamir ein- staklingar eru hvattir til að sækja um.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.