Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.04.2022, Side 8

Víkurfréttir - 13.04.2022, Side 8
Myndlistarmars Myndlistaskóla Reykjaness var haldinn í samstarfi við Listaskóla Fjörheima. Námskeiðin voru haldin í mars eins og nafnið gefur til kynna við góðar undirtektir fyrir öll skóla- stigin í samstarfi við Fjörheima. Námskeiðin voru öll ókeypis og eins konar smjörþefur af smiðjum sem munu vera í boði í Mynd- listaskóla Reykjaness en stefnan er að vera komin með húsnæði fyrir skólann í haust. Fyrsta námskeiðið var fyrir nemendur 1.–4. bekk, Teikning, tjáning og tilraunir. Næsta námskeið 22. mars var fyrir 5.–7. bekk, Málaramars og marmari. Síðasta námskeiðið var svo haldið í lok mars fyrir 8.–10. bekk, Grafíkgrúsk og gjörningar. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Myndlistarmars. Smjörþefur af smiðjum sem verða í boði í Myndlistaskóla Reykjaness TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is Starfsmenn Bergraf, sem sjá um þjónustu við gatnalýsingu á Suðurnesjum, þakka starfsmönnum sveitarfélaga og íbúum á Suðurnesjum fyrir samstarfið í vetur. Við þökkum einnig fyrir þolinmæðina og skilninginn sem íbúar sýndu okkur þegar veður var sem verst og við áttum í vandræðum með að halda við gatnalýsingu í sveitarfélögunum og á Reykjanesbrautinni. Gleðilega páska! Gaf Tónlistarskóla Sand- gerðis forláta flygil Tónlistarskóla Sandgerðis barst höfðingleg gjöf, hvorki meira né minna en flygill af gerðinni Görs & Kalmann. Margrét Pálsdóttir, píanóleikari og fyrrverandi flugfreyja, dóttir Páls Kr. Pálssonar organista og stofn- anda Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, gaf tónlistarskólanum þennan for- láta flygil. Hún er fyrrum nágranni Sigurgeirs Sigmundssonar, gítar- kennara skólans, af æskuheimili hans á Seltjarnarnesinu. Margrét setti sig í samband við Sigurgeir og bauð okkur þessa höfðinglegu gjöf sem Tónlistarskóli Sandgerðis að sjálfsögðu þáði. „Við þökkum Margréti hjartanlega fyrir! Flygillinn á svo sannarlega eftir að koma að góðum notum og nýtast nemendum og kennurum í fram- tíðinni,“ segir í færslu á fésbókarsíðu Tónlistarskólans í Sandgerði. Margrét Pálsdóttir og Sigurgeir Sigmundsson við flygilinn. Flygillinn er af gerðinni Görs & Kalmann. 8 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.