Víkurfréttir - 13.04.2022, Page 14
Atkvæðagreiðsla utan kjör-
fundar vegna sveitarstjórnar-
kosninga 14. maí 2022
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga hefst föstudaginn 15. apríl
og verður fyrst um sinn einungis á skrifstofu sýslumanns að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ.
Unnt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á afgreiðslutíma sýsluskrifstofu, sem er:
virka daga frá klukkan 8:30 til 15.
15. og 16. apríl verður þó unnt að greiða atkvæði klukkan 12–14 báða dagana.
Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki
(ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna íbúakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði sem
fram fer samhliða kosningum til sveitastjórna fer einnig fram á fyrrgreindum stað og tíma-
setningum.
Opnunartími verður lengdur og kjörstöðum fjölgað þegar nær dregur kjördegi
og verður það auglýst nánar síðar.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
8. apríl 2022
Ásdís Ármannsdóttir
„Hér erum við í dag að upplifa
stórkostlegar umbætur og miklu
stærri en maður áttar sig á og það
er mikilvægt að koma því á fram-
færi. Ég segi gjarnan við fólkið mitt
í ráðuneytinu að við erum liðið á
bakvið liðið og Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja er hjartað í þessu bæjar-
félagi til að þjónusta fólk sem þarf
á heilbrigðisþjónustu að halda. Hér
hefur átt sér stað mikil fjölgun á til-
tölulega skömmum tíma og í raun
ótrúlegt hvað stofnunin hefur sýnt
mikil þolgæði í gegnum þetta og
við þurfum að standa með henni og
styðja hana. Þessi dagur er búinn að
vera mjög ánægjulegur að upplifa og
sjá þessar umbætur sem eru í far-
vatninu,“ sagði Willum Þór Þórsson,
heilbrigðisráðherra, í samtali við
Víkurfréttir þegar ný röntgendeild
var opnuð á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja í síðustu viku.
Hvað sérð þú sem heilbrigðisráð-
herra að Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja eigi að leggja áherslu á?
„Hún á að geta þjónustað mest
allar aðgerðir og alla minniháttar
bráðaþjónustu. Hún á að geta tekið
álagið af Landspítalanum þar sem
flóknustu aðgerðirnar eiga sér stað.
Þess vegna er svo mikilvægt að við
styrkjum stofnunina. Þetta röntgen-
tæki sem við sjáum hér í dag í nýrri
aðstöðu er eitt skref á þeirri vegferð.“
Er möguleiki á að það verði aftur
skurðstofuþjónusta á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja í náinni
framtíð?
„Það er alls ekki útilokað. Það sem
hefur staðið í veginum er mönn-
unin. Það er kominn áratugur síðan
var skurðstofunum lokað og þá var
mönnunarvandi og hann er enn til
staðar. Við erum alltaf að kljást við
þessa takmörkuðu auðlind sem er
mannauðurinn. Þetta snýst allt um
þjónustu af mjög vel menntuðu
og hæfu starfsfólki og þess vegna
verðum við að einbeita okkur að
því að hlúa að stofnuninni og því
sem hún ætti að vera að gera og skil-
greina hlutverkin mjög vel. Þetta er
orðið 30.000 manna svæði hér og
flugvöllur og við þurfum að tryggja
góða þjónustu. Það blasir við hvað
það er mikill akkur í því að styrkja
stofnunina eins og hún er staðsett
hérna á þessu svæði. Sama gildir um
allt suðurlandið fyrir Heilbrigðis-
stofnun Suðurlands og kragasvæðið
sem við höfum stækkað og útvíkkað
til að kjarna betur hlutverk Land-
spítalans. Það dregur fram hvað það
eru mikilvægar umbætur að eiga sér
stað hér og við þurfum að segja frá
og samfélagið þarf að upplifa þær.“
Willum Þór segir að Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja hafi mætt and-
streymi við það að þurfa að mæta
mikilli íbúafjölgun á skömmum tíma.
Hann segir að næsta stóra skref sem
þurfi að taka hjá Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja sé heilsugæslan. Aug-
lýst var eftir húsnæði fyrir bráða-
birgða heilsugæslustöð í nóvember
á síðasta ári.
„Því miður gerast hlutir stundum
of hægt þegar við erum að tala um
að byggja undir opninbera þjónustu.
Við vitum það að eftir fjögur ár á að
opna nýja og nútímavædda heilsu-
gæslu í Innri-Njarðvík en það er
bara of langur tími og fjöldinn er of
mikill og heilusgæslan er of lítil. Við
þurfum hér með öllum þeim sem
standa að pólitíkinni á svæðinu og
ekki síst stofnuninni, hún þarf alltaf
að vera í fyrirrúmi í þjónustu við
fólkið, hvernig við getum hraðar
hjálpað heilsugæslunni hér og komið
á bráðabigrðastöð. Hin mun alltaf
opna. Sama gildir um heilsugæslusel
í Garði og Sandgerði, það er full
ástæða til að taka það. Ef okkur tekst
að taka sameiginlega ákvörðun um
þetta hvar hún á að vera og hvernig
við byggjum hana hraðar, kannski
bara á tveimur árum, þá getum við
tekið álagið af hér. Við þurfum um
leið að tryggja mönnunina.“
Þegar ráðherra er spurður hvort
Suðurnesjamenn þurfi virkilega
að bíða í tvö ár eftir bráðabirgða
heilsugæslustöð, segir hann að það
sé betra að hafa tímann fyrir sér og
skapa ekki of miklar væntingar þó
hugurinn sé mikill. Vonandi sé hægt
að opna fyrr því þetta sé málefni
sem brennur á heimafólki.
Ný röntgendeild var opnuð í D-álm-
unni á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja í síðustu viku að viðstöddum
heilbrigðisráðherra, landlækni og
bæjarstjórum allra sveitarfélaganna
á Suðurnesjum. Samhliða var nýr
röntgenmyndgreiningarbúnaður
frá Philips tekinn í notkun á nýja
staðnum. Búnaðurinn og aðstaðan
er algjör bylting fyrir geislafræð-
inga að vinna við nýja tækið þar
sem gamla tækið var búið þungum
myndplötum sem þurfti að burðast
með fram og til baka.
Tækið heitir Philips Digital diag-
nost C90 high performance. Það er
stafrænt og hefur það jákvæð áhrif
bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga
sem verið er að mynda. Tækið er
búið m.a. þeim kostum að vera með
fjarstýrðan búnað, myndavél, frábær
myndgæði og geislaskammtastýr-
ingu sem er einstaklingsmiðuð. Þetta
auðveldar geislafræðingum vinnuna,
afköstin verða betri og ánægðari
upplifun sjúklinga. Kostnaður tæk-
isins var tæplega 48 milljónir.
Árið 2021 voru gerðar tæplega
fimm þúsund röntgenrannsóknir á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Opnun röntgendeildarinnar
á nýjum og rúmbetri stað innan
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
er fyrsti áfangi í stóru verkefni á
breytingum húsnæðis HSS. Næsti
áfangi framkvæmda er að innrétta
nýja slysa- og bráðamóttöku við
hlið röntgendeildarinnar, jafnframt
því sem móttaka sjúkrabíla. Frekari
framkvæmdir eru fyrirhugaðar eða
þegar í gangi og verður greint nánar
frá þeim í Víkurfréttum í næstu viku.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Jórunn Garðarsdóttir, deildarstjóri röntgendeildar HSS,
Alma D. Möller, landlæknir, og Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri HSS. VF-myndir: pket
Fjölmenni var við opnun nýju röntgendeildarinnar en miklar umbætur
eiga sér nú stað á húsnæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Ný röntgendeild opnuð á HSS
Bæjarstjórarnir Kjartan Már Kjartansson, Ásgeir Eiríksson, Magnús
Stefánsson og Fannar Jónasson ásamt Markúsi, forstjóra HSS.
- segir Willum Þór Þórsson,
heilbrigðisráðherra
Þurfum að standa
með HSS og styðja
14 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM