Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
„Það hefur blasað lengi við að fjár-
veitingar til ríkisstofnana á Suður-
nesjum hafa ekki tekið mið af þeirri
gríðarlegu aukningu á fjölda íbúa
á svæðinu sem hefur átt sér stað
undanfarin ár. Þegar einnig er litið
til þess að launakostnaður hefur
einnig hækkað verulega undan-
farin misseri má leiða líkur að því
vandinn sé vaxandi.“ Þetta kemur
fram í pistli sem Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja birti á samfélags-
miðlum.
Þá segir: „Þetta hefur m.a. leitt
til þess að íbúar Suðurnesja hafa í
miklum mæli ekki fengið úrlausn
sinna erinda í héraði. Afleiðingin
er sú að íbúarnir hafa neyðst til að
leita í dýrari úrræði á höfuðborgar-
svæðinu, t.d. á Landspítala.
Það var með hliðsjón af þessum
forsendum sem HSS leitaði til ráð-
gjafafyrirtækisins Deloitte að leggja
mat á getu stofnunarinnar til að
veita hverjum íbúa þjónustu miðað
við síðustu fimmtán ár.
Samkvæmt skýrslu Deloitte
kemur afar skýrt fram að geta stofn-
unarinnar til að veita hverjum íbúa
þjónustu hefur minnkað um 22%
miðað við fjárveitingu á hvern íbúa.
Á sjúkrasviði HSS sem sinnir m.a.
slysa- og bráðaþjónustu hefur lækk-
unin numið 45% á hvern íbúa.
Helstu forsendur skýrslu Delo-
itte eru þær að 88% af rekstrarút-
gjöldum HSS fylgja þróun launa og
12% fylgir þróun vísitölu neyslu-
verðs. Það þýðir að ef stofnunin eigi
að hafa tök á að veita sömu þjón-
ustu og áður þyrftu fjárveitingar
til stofnunarinnar að fylgja þessari
þróun kostnaðar, ásamt fjölgun íbúa.
Til viðbótar þarf einnig að taka
fram að kröfur til heilbrigðis-
stofnana um veitingu þjónustu hafa
aukist verulega, t.d. rekstur geð-
heilsuteyma. Af þeim sökum hefur
skerðing annarrar þjónustu stofn-
unarinnar verið enn meiri en kemur
fram í ofangreindum tölum.
Að mati HSS er mikilvægt að fjár-
veitingar til stofnunarinnar taki mið
af ofangreindu og koma þannig í veg
fyrir að erindin séu leyst í dýrari
úrræðum á höfuðborgarsvæðinu.
Á næstu árum má búast við frekari
uppbyggingu á Suðurnesjum,
fjölgun íbúa og atvinnutækifæra
og er vandinn því vaxandi. Þetta
snýr því ekki einvörðungu að rétti
íbúa Suðurnesja til að fá fullnægj-
andi heilbrigðisþjónustu í héraði,
heldur einnig að sóun á dýrmætu
almannafé.“
Auknar fjárveitingar í héraði
draga úr sóun í heilbrigðiskerfinu
D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra
og B-listi Framsóknarflokksins hafa
komist að samkomulagi um sam-
starf á komandi kjörtímabili 2022-
2026 í Suðurnesjabæ. Samkomulag
þess efnis var undirritað sunnu-
daginn 22. maí af bæjarfulltrúum
beggja framboða.
Samstarfið mun byggja á stefnu-
skrám framboðanna. Lögð verður
áhersla á gott samstarf allra kjör-
inna fulltrúa, starfsmanna sveitar-
félagsins og bæjarbúa.
Einar Jón Pálsson, oddviti
D-listans, verður forseti bæjar-
stjórnar og Anton Guðmundsson,
oddviti B-listans, verður formaður
bæjarráðs.
Stefnt er að því að boða til fyrsta
fundar nýrrar bæjarstjórnar í næstu
viku.
Meirihlutasamstarf í Suðurnesjabæ
Listamennirnir Gabríela Kristín Friðriksdóttir og
Björn Roth opna sýninguna Sporbaugur/Ellipse,
hjá Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 28. maí
klukkan 14:00.
Gabríela Friðriksdóttir og Björn Roth eru bæði vel
þekkt fyrir ævintýralegan myndheim þó með ólíkum
hætti sé. Ein kynslóð listamanna skilur þau að en á
sama tíma tilheyra verk þeirra sömu fjölskyldu. Bæði
eru þau þekkt fyrir súrrealíska túlkun á heiminum, ásamt
pönkuðu viðhorfi til heimsins.
Sýningin er gerð sérstaklega fyrir rými Listasafns
Reykjanesbæjar.
Listamennirnir hafa ákveðið að vinna með hið þekkta
fyrirbæri sem flest börn á vesturlöndum þekkja, en það
eru litabækur.
Um efnistök þeirra Björns Roth og Gabríelu Friðriks-
dóttur, segir listfræðingurinn Jón Proppe:
„Litabækur fyrir börn eru í raun mjög undarleg fyrir-
bæri. Til hvers eru þær? Þær þroska ekki sköpunar-
kraftinn því það er bannað að lita út fyrir og eina sjálf-
stæða ákvörðun barnsins liggur í litavalinu. Kannski er
uppeldislegt gildi þeirra ekki flóknara en þetta: Að kenna
barninu að fylgja reglum og sætta sig við að fá ekki að
ráða nema því sem minnstu skiptir í lífinu.
Litabók Gabríelu og Björns virðist fylgja þessum fyrir-
myndum en hér skiptir samhengið þó öllu. Bókin er sett
fram sem þáttur í listsýningu og litaðar útgáfur þeirra
af myndunum hanga á veggjum safnsins: Bókin er orðin
listaverk og opinberuð gestum safnsins á svipaðan hátt
og þegar barn kemur hlaupandi til mömmu til að sýna
henni hvað það litaði flott í litabókina sína. Þetta er allt
eins og í ævintýri og þannig losnar ímyndunaraflið úr
fjötrum. Innsetningar og myndbandsverk taka svo við
og leiða okkur enn lengra inn í dularfullan heim þar sem
allt getur gerst og allt getur orðið að list.“
Gabríela Friðriksdóttir (1971) vinnur gjarnan þvert á
listform inn í innsetningar, þar sem óhefðbundinn efni-
viður sameinast listmiðlum eins og teikningum, mál-
verki, skúlptúr og hreyfimyndum. Í verkunum birtast
jafnan súrrealískir smáheimar í einstöku myndmáli á
mörkum náttúru og draumkenndrar fantasíu í stöðugum
umskiptum, með vísanir í táknfræði og andleg kerfi sem
framsett eru í hennar eigin goðafræði.
Björn Roth (1961) hefur starfað við myndlist frá seinni
hluta áttunda áratugarins, ferill sem hófst í samruna tón-
listarsköpunar og gjörningalistar með Freddy and the
Fighters (1975-1978) og Bruna BB (1979-1982). Hann
vinnur í stöðugu flæði tilrauna, þar sem hversdagsleikinn
rennur saman við listsköpun, með miðla eins og teikn-
ingu, málverk og skúlptúr í innsetningum sem jafnan eru
unnar beint inn í rými.
Listasafn Reykjanesbæjar, gefur út bók af tilefni sýn-
ingarinnar Sporbaugur/Ellipse sem þjónar bæði sem
sýningarskrá og litabók, gripurinn er númerað mynd-
verk gefið út í 500 eintökum sem gestir safnsins geta
eignast á hóflegu verði.
Sýningin Sporbaugur/Ellipse, er styrkt af Myndlista-
sjóði. Sýningin stendur til og með sunnudeginum 13
nóvember 2022.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Einar Jón Pálsson og Anton Guðmundsson handsala
samkomulagið. Á myndinni eru einnig Magnús Sigfús Magnússon og Oddný
Kristrún Ásgeirsdóttir af D-lista og Úrsúla María Guðjónsdóttir af B-lista.
Ný sýning hjá Listasafni Reykjanesbæjar
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf.,
kt. 710183-0319
Afgreiðsla og ritstjórn:
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbæ,
sími 421 0000
Prentun:
Landsprent
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0004,
pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 898 2222,
hilmar@vf.is
Blaðamenn: Jóhann Páll
Kristbjörnsson og Thelma
Hrund Hermannsdóttir.
Auglýsingastjóri:
Andrea Vigdís
Theodórsdóttir,
sími 421 0001,
andrea@vf.is
Útlit og umbrot:
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Hilmar Bragi Bárðarson
Dagleg stafræn útgáfa:
vf.is og kylfingur.is
2 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM