Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 8
Hundruð manna sækja eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli heim á hverjum degi þó svo eldgosinu sé lokið fyrir mörgum mánuðum. „Þetta er ótrúlega tilkomumikið ennþá,“ segir Eyþór Sæmundsson, verkefna- stjóri miðla og markaðssetningar, hjá Markaðsstofu Reykjaness. „Ég fór þarna á dögunum með bandarískum blaðamönnum og þeir voru yfir sig hrifnir að sjá litina og reykinn sem leggur ennþá frá þessu og útsýnið sem er þarna uppi. Þetta er frábær göngustaður og gönguleið. Það voru miklar framkvæmdir við bílastæði og göngu- leiðirnar sem gera þetta að fullkomnum áningarstað. Frá áramótum hafa yfir 30.000 manns mætt að Fagradalsfjalli og ég hlakka til að sjá hver traffíkin verður þarna í sumar. Ég á von á því að það verði margir sem vilji skoða svæðið.“ Hvað gerði eldgosið fyrir Reykja- nesskagann og ferðaþjónustuna á svæðinu? „Þetta er stór spurning. Ef við miðum út frá okkur hjá Markaðs- stofu Reykjaness, þá jókst aðsókn að visitreykjanes.is um 400%. Við höfum verið að viðhalda upp- lýsingum um eldgosið, sem er okkar langvinsælasta efni, ennþá. Við sóttum einnig fjölda fylgjenda á okkar samfélagsmiðla. Við erum með spjall á heimasíðunni okkar og þar eru daglega tugir fyrirspurna frá fólki sem vill vita um aðstæður og hvernig það kemst á staðinn. Það er ennþá mikil spenna úti í heimi fyrir eldgosinu. Verðmætið sem umfjöllun um eldgosið skapaði fyrir Reykjanes er metið á tugi milljarða og við höfum tekið stökk áratug fram í tímann í markaðssetningu á svæðinu, bara með þessu. Í kjölfarið á þessu byggjum við vonandi upp sterkari ferðaþjónustu. Það er mikið af tækifærum í ferðaþjónustunni.“ Víkurfréttir hittu Eyþór að máli við brú milli heimsálfa, sem staðsett er upp af Sandvík á Reykjanesi þar sem Reykjaneshryggurinn verður fólki sýnilegur en brúin liggur á milli Ameríkuflekans og Evrasíuf- lekans. Síðustu tvo mánuði hefur gestafjöldinn við brúnna verið um 250 manns á dag og fer vaxandi. Ferðamálastofa setti upp teljara á gönguleiðinni að brúnni sem stað- festir gestafjöldann. Bílastæðin eru oft þétt skipuð og þarna eru tæki- færi. Brú milli heimsálfa verður 20 ára í sumar og er dæmi um hvernig áningarstaður er búinn til en engin aðstað var þarna áður og fáir sem veittu gjánni milli flekanna athygli. Háhitasvæðin Seltún og Gunnuhver Önnur perla í náttúru Reykjanesk- agans er Seltún við Kleifarvatn. „Seltún er eins og Gunnuhver, fallegt háhitasvæði sem fólk sækir í upp á hálendið og leitar oft langt yfir skammt. Seltún og Gunnuhver eru bara hálftíma frá höfuðborginni og hálftíma frá flugstöðinni. Það voru 90.000 manns sem heim- sóttu Seltún á síðasta ári. Það eru miklir möguleikar í ferðaþjónust- unni við Seltún og Kleifarvatn. Þetta er falin perla og ég bendi alltaf ferðamönnum og erlendum blaða- mönnum á að taka Krýsuvíkur- leiðina.“ Ferðaleiðir um Reykjanesskagann „Það er á áætlun hjá okkur að útbúa ferðaleiðir hér um svæðið, í ætt við Gullna hringinn eða Norðurstrandar- leið, sem er þá söluafurð fyrir ferða- þjónustuaðila, rútufyrirtæki, ferða- skrifstofur eða annað. Þá má benda fólki á staði sem gott er að heim- sækja og útbúa þjónustu í tengslum við það.“ Hvernig er með afþreyingu á Reykjanesskaganum? „Hér er lúmskt mikið af afþrey- ingu. Ég fór nýlega með hóp af er- lendum blaðamönnum um svæðið. Þar var meðal annars farið í reiðtúr um Hópsnesið með Arctic Horses í Grindavík. Það er fjölskyldufyrir- tæki með væna hesta og skemmti- legar reiðleiðir framhjá skipsflökum og gömlum húsatóftum. Það er hægt að fara á fjórhjól í Grindavík, í kajak- ferðir frá Vatnsleysuströnd, hvala- skoðun og sjóstöng frá Reykjanesbæ. Það eru hellaferðir í boði við Kleifar- vatn. Það er endalaust af göngu- leiðum og við sjáum mikil tækifæri í þeim og að kynna Reykjanes sem útivistarsvæði og þá sérstaklega fyrir heimafólk á Íslandi. Í nágrenni höfuðborgarinnar erum við algjör útivistarparadís. Það er pláss fyrir meiri afþreyingu á svæðinu og þar eru tækifæri.“ Matarkistan Reykjanes Flóra veitingastaða hefur vaxið á síðustu misserum. „Heldur betur. Við höfum verið með verkefni hjá okkur sem kallast Mat- arkista Reykjaness og Reykjanes er orðin algjör matarkista. Það er alltaf að bætast við flóru veitingahúsa og nýjasta dæmið er El Faro á Garð- skaga, sem er að fá glimrandi start. Heimamenn eru margir að prufa staðinn og mæla með honum í há- stert. Staðsetningin er skemmtileg og Garðskagi er í mikilli uppbyggingu núna og verið að taka byggðasafnið í spennandi andlitslyftingu. Ég fór á dögunum með hóp af út- lendingum í matarferð um Reykja- nesskagann og þá kom ýmislegt skemmtilegt í ljós. Þeir voru t.d. mjög hrifnir af íslensku pulsunni og hamborgaranum hjá Villa. Við hér á svæðinu tölum um pulsurnar hjá Villa sem þær bestu og þær gerðu stormandi lukku hjá blaðamönn- unum og einnig þorskréttur hjá Höllu í Grindavík, sem heimamenn þekkja orðið ansi vel.“ Norðurljósaferðir eru vinsælar hér yfir vetrartímann. Hér eru margir staðir þar sem hægt er að komast úr ljósmengun og njóta norðurljósa. „Já, þar erum við eitt besta svæðið á landinu. Þeir segja það samstarfsað- ilar okkar í Aurora Besecamp að þeir hafi valið Reykjanesið bæði vegna nálægðar við höfuðborgina og flug- völlin en líka vegna þess að rokið er að hjálpa til við að blása skýjum í burtu, sem hjálpar í norðurljósunum. Það er auðvelt að búa til norðurljósa- hring um Reykjanesskagann.“ Reykjanesskaginn er tilvalinn án- ingarstaður fyrir Íslendinga sem fara í ferðalög innanlands í sumar á húsbílum eða með ferðavagna. „Það eru tjaldstæði hérna í hæsta klassa. Tjaldstæðið í Grindavík er t.d. stórglæsilegt og kjörið að hafa það sem valkost inni í sumarferða- laginu. Það er alveg hægt að kíkja í helgarferð með ferðavagninn Suður með sjó og gista í eina eða tvær nætur. Ég var á ferðinni með erlenda blaðamenn í fimm daga hér á Reykja- nesskaganum og við komumst ekki yfir alla þá afþreyingu sem er í boði, þannig að fólk þarf ekki að óttast það að hér sé ekkert við að vera.“ Og hér eru frábærar sundlaugar. „Já, þar er enn einn fjársjóðurinn. Við erum með frábærar sundlaugar í öllum byggðarlögunum á Suður- nesjum og þær eru á pari við það besta sem býðst í öllum þessum bað- lónum. Svo erum við með Bláa lónið sem er þetta eina sanna.“ Reykjanesskaginn útivistarparadís Eyþór Sæmundsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness: Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Smelltu á myndina til að horfa og hlusta MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA FRÁ OG MEÐ FÖSTUDEGINUM 27. MAÍ Við höfum verið með verk- efni hjá okkur sem kallast Matarkista Reykjaness og Reykjanes er orðin al- gjör matarkista. Það er alltaf að bætast við flóru veitingahúsa og nýjasta dæmið er El Faro á Garðskaga, sem er að fá glimrandi start ... Daníel Einarsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark, og Eyþór Sæmundsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness. Hverasvæði við Gunnuhver. 8 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.