Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 6
Togarinn skráður með heimahöfn á Selfossi Ef sumarið verður jafn gott og veðurfarið er búið að vera núna í maí, þá verður gleði í hverjum bæ. Í það minnsta skárra en sumarið 2021, endalausar rigningar. Núna er ég staddur á Eyrar- bakka og ég hef haft það fyrir venju að finna einhverja tengingu Suðurnesja við þá staði sem ég er staddur á hverju sinni. Eyrarbakki og Stokkseyri eru bæir skammt frá Þorlákshöfn og eru síðustu sjávar- þorpin alla leið til Hornafjarðar. Reyndar er enginn útgerð á þessum stöðum núna árið 2022 – og ekki einu sinni fiskvinnsla. Það er þó hægt að finna eina nokkuð merkilega tengingu Eyrar- bakka við Suðurnesin. Hún er sú að togari var gerður út frá þessum tveimur bæjum. Reyndar var tog- arinn skráður með heimahöfn á Sel- fossi – og þar er nú ekki einu sinni höfn. Hvernig stóð þá á því að togari var gerður út frá þessum bæjum og af hverju var hann með heimahöfn á Selfossi – og hver er tengingin við Suðurnesin? Jú, upp úr 1975 var samið við pólska skipasmíðastöð um smíði á þremur 500 tonna togurunum. Þetta voru togaranir Klakkur VE (sem ennþá er til árið 2022 og heitir ennþá Klakkur), Ólafur Jónsson GK frá Sandgerði og síðan togari sem hét Bjarni Herjólfsson ÁR. Bjarni Herjólfsson ÁR var í eigu frystihúsanna á Stokkseyri og Eyrarbakka en skráður í heima- höfn á Selfossi og ástæðan var sú að skrifstofa útgerðarinnar sem átti togarann var á Selfossi. Bjarni Herjólfsson ÁR kom aldrei til hafnar á þessum tveimur stöðum enda hvorki höfn fyrir togarann né nægilegt dýpi. Togarinn landaði þá afla sínum í Hafnarfirði og Þorláks- höfn og var aflanum ekið á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Bjarni Herj- ólfsson ÁR kom árið 1977 og var seldur 1985 til Akureyrar og fékk þar nafnið Hrímbakur EA. Þessi togari var systurskip Ólafs Jóns- sonar GK sem var í eigu Miðness HF frá Sandgerði. Ólafur Jónsson GK var lengdur árið 1996 og seinna meir var togaranum breytt í frysti- togara. Gamli Ólafur Jónsson GK er ennþá til og heitir Viking og er gerður út frá Rússlandi. Kristinn Jónsson, eða Kiddi eins og hann var og er kallaður, var skip- stjóri á Ólafi Jónssyni GK og tog- arinn var mjög atkvæðamikill á út- hafskarfaveiðunum. Árið 1994 lenti Kiddi og áhöfn hans heldur í mok- veiði og það miklu moki að líklegast settu þeir Íslandsmet. Togarinn kom til Sandgerðis með fullfermi, eða 300 tonn, eftir aðeins sex daga höfn í höfn en hafa ber í huga að togarinn fór lengst 530 sjómílur út frá Sandgerði. Veiðidagarnir voru aðeins þrír og var aflinn því um 100 tonn á dag og stærsta holið var 75 tonn. Það má geta þess að árið 1994 veiddi Ólafur Jónsson GK þrjú þúsund tonn af úthafskarfa og var aflahæsti ísfiskstogarinn á úthaf- skarfanum á landinu það árið. Myndin sem fylgir með er tekin í Sandgerði og þar sést Ólafur Jónsson GK eftir breytingar. Framan við hann er hinn togari Miðness, Sveinn Jónsson KE. Reynir Sveinsson, faðir minn, tók myndina. Núna er enginn úthafskarfi veiddur og Bjarni Herjólfsson ÁR er ekki til því hann endaði sögu sína árið 2007 í brotajárni. Aðeins að nútímanum. Neta- báturinn Grímsnes GK er kominn á rækjuveiðar en hann var síðast á rækjuveiðum árið 2016. Báturinn fær úthlutað rækjukvóta ár hvert og núna er kvótinn á bátnum um 88 tonn af rækju og Meleyri á Hvamms- tanga vinnur aflann af Grímsnesi GK. Meleyri er í eigu Nesfisks í Garðinum. Ráðgert er að Grímsnes GK verði á rækjuveiðum fram í júlí en fari þá á ufsaveiðar í net. aFlaFrÉttir á SuðurNESJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur hjá Línu- dansi ehf., setti fram hugmyndir um hraunbrú þegar eldgosið í Fagradalsfjalli stóð sem hæst. Um er að ræða mannvirki, eða stokk, sem lagður er yfir vegi eða lagnir. Magnús segir að hraunbrú sé sérstaklega hentugur valkostur til að verja hitaveitulagnir og aðra línulega formaða innviði með varanlegum hætti. Hann segir tilraunir til að ná samtali við Almannavarnir vera árangurslausar. Ráðuneyti og nefnd til varnar mikilvægum innviðum undir stjórn forsætisráðuneytisins hafi því miður heldur ekki enn svarað erindum frá honum. Samstarfsaðilar Línudans í verkefninu eru Verkfræðistofa Suðurnesja, Lota Verkfræðistofa, Liska og Þorvaldur Þórðarson, prófessor. Hvað er hraunbrú? „Hraunbrú er ekki brú sem flytur bíla, heldur brú sem flytur hraun, yfir bíla/vegi eða annað sem þarf að verja. Hraunflæðinu er lyft yfir þá innviði sem þarf að verja. Innviðir geta verið hvað sem er, akvegur, ljósleiðari, heitavatnslagnir, annað sem er línulegt í formi og hægt er að brúa með einföldum hætti. Hún er því mikilvægur valkostur fyrir varnir lagnakerfis HS Orku og þar með mikilvægur varanlegur valkostur fyrir Almannavarnir, eini valkost- urinn sem getur talist öruggur. Þá er einnig hægt að fjarlægja hraunbrúna, á svæðum þar sem hraun flæddi ekki yfir, og endurheimta upprunalega ásýnd í umhverfinu utan svæða sem ekki fara undir hraun.“ Magnús segir að unnið sé að frekari þróun hraunbrúarinnar, með hléum, í samvinnu við Háskóla Ís- lands en verkefnið er að taka á sig skýrari mynd. „Verkefnið fékk styrk frá Nýsköp- unarsjóði námsmanna og við getum fjármagnað stöðugildi í þrjá mánuði í sumar. Mest er þetta þó enn unnið í sjálfboðavinnu og í algerri útilokun frá starfshópum á vegum Almanna- varna. Hraunbrúin hefur verið til umfjöllunar í stærstu tæknimiðlum Norðurlanda, s.s. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, enda um nýja hug- myndafræði og hönnun að ræða,“ segir Magnús. Hægt að ráðast í gerð hraunbrúar núna til varnar lögnum á svæðinu „Ég undirstrika mikilvægi hraun- brúar sem varanlegrar lausnar, þ.e. hún leysir alla þá óvissu sem bundin er í varnargörðum varðandi yfirflóð hrauns og það hvernig hraun getur á fáum vikum hækkað um tugi metra. Með hraunbrú má hraun flæða og hækka eins og það vill, á því svæði sem slík lausn er notuð, lagnir og vegir haldast óskemmdir. Þetta getur átt sérstaklega við nálægt mögulegum upptökum hraunflóðs,“ segir Magnús þegar hann er spurður út í virkni mannvirkisins og bætir við: „Það er hægt að ráðast í gerð hraunbrúar núna til varnar lögnum á svæðinu. Hér má einnig nefna að hraunbrúin er manngeng, jafnvel þótt hún sé sköluð niður á smærra form, s.s. yfir lagnir og annað, þá er skynsamlegt að halda miðju mann- gengri, allir innviðir eru þá aðgengi- legir, öllum stundum, til viðgerðar og viðhalds. Hraunbrú yfir hitaveitu- lagnir er mun smærri í sniðum en brú yfir akveg, svo það sé á hreinu.“ Almannavarnir hafa hunsað samtal Magnús segir að því sé ekki haldið fram að hraunbrú sé eina lausnin, hins vegar telur hann óábyrgt hvernig Almannavarnir hafa hunsað samtal við þá sem standa að hug- myndinni. „Þær gerðu það strax í byrjun, lík- legast vegna þess að ráðgjafarnir, stóru ráðgjafarfyrirtækin sem þeir leita til og hafa af því atvinnu nú að veita ráðgjöf um öryggisvarnir á eldgosasvæðum, telja ekki þarft að leita til sérfræðinga utan síns hóps. Gagnvart íbúum á Reykjanesskaga þykir mér þetta ekki rétt, það veit enginn hvaðan besta lausnin mun koma og því ekki rétt að útiloka eitthvað eitt. Það er merki um veik- leika að geta ekki einu sinni rætt frumlegar, verkfræðilegar lausnir. Menn virðast sammála um að halda samtali uppi um að „varnar- garðar“ séu eina lausnin, þrátt fyrir að vitað sé að varnargarðar hafa eingöngu takmarkað notkunargildi og veita ekki endanlega eða varan- lega vörn í lengra gosi. Þetta hafa eldfjallafræðingar útskýrt. Mörg þekkt gos sýna enda hegðun sem varnargarðar munu aldrei ráða við. Óvissan er mikil, kannski verður þetta lítið gos en kannski ekki. Er ekki betra að hafa öryggið sín megin og að minnsta kosti skoða betur og undirbúa hraunbrú sem valkost til varnar mikilvægum innviðum?,“ spyr Magnús. Með hraunbrú má hraun flæða og hækka eins og það vill Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Gagnvart íbúum á Reykjanesskaga þykir mér þetta ekki rétt, það veit enginn hvaðan besta lausnin mun koma og því ekki rétt að útiloka eitthvað eitt ... Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, BJÖRN BJÖRNSSON Lágseylu 25, Njarðvík, lést á Hrafnistu Nesvöllum fimmtudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 30. maí klukkan 13. Steinunn Ása Björnsdóttir Gunnar Magnússon Björn Björnsson Þórdís Kristinsdóttir Sigríður Björnsdóttir Þorsteinn Valur Baldvinsson Magnús Sigurður Björnsson Bryndís Skúladóttir Salbjörg Björnsdótttir Jón Snævar Jónsson Stefanía Helga Björnsdóttir Arnbjörn Arnbjörnsson barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. Ástkæri bróðir okkar, mágur og frændi, BJÖRN EGGERT KJARTANSSON Birkiteigi 1, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 31. janúar síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks HSS og heimahjúkrunar fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ólöf Jóhanna Kjartansdóttir Young Alan Ernest Young Katrín Kjartansdóttir Farren William James Farren börn og barnabörn. Hraunbrú er ekki brú sem flytur bíla, heldur brú sem flytur hraun, yfir bíla/vegi eða annað sem þarf að verja. 6 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.