Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 12
Skólaslit haustannar og braut-
skráning Fjölbrautaskóla Suður-
nesja fór fram laugardaginn 21. maí.
Bryndís María Kjartansdóttir var
dúx vorannar með 9,48 í meðalein-
kunn. Alls útskrifuðust 109 nem-
endur; 79 stúdentar, 15 luku verk-
námi og 8 útskrifuðust af starfs-
námsbrautum. Þá brautskráðust
nokkrir nemendur af tveimur
námsbrautum. Alls komu 78 úr
Reykjanesbæ, 13 úr Grindavík, 12 úr
Suðurnesjabæ, 4 úr Vogum, einn úr
Garðabæ og einn úr Kópavogi. Alls
komu 107 nemendur af þeim sem
brautskráðust frá Suðurnesjum
en þess má geta að einn kom frá
Garðabæ og einn úr Kópavogi.
Bryndís María Kjartansdóttir, dúx
annarinnar, fékk 100.000 kr. náms-
styrk úr skólasjóði fyrir hæstu með-
aleinkunn við útskrift og 30.000
kr. styrk frá Landsbankanum fyrir
hæstu einkunn á stúdentsprófi.
Bryndís fékk einnig gjafir frá Lands-
bankanum fyrir árangur sinn í sam-
félagsgreinum, íslensku og erlendum
tungumálum. Skólinn veitti henni að
auki viðurkenningar fyrir góðan ár-
angur í ensku, félagsfræði, íslensku,
sögu, sálfræði og spænsku.
Dagskrá útskriftarinnar var
með hefðbundnu sniði og afhenti
Guðlaug Pálsdóttir, skólameistari,
prófskírteini og flutti ávarp. Guð-
mundur Grétar Karlsson, aðstoðar-
skólameistari, flutti yfirlit yfir störf
annarinnar. Þau Eygló Ósk Páls-
dóttir, Kristján Karl Bragason og
Sara Cvjetkovic fluttu tónlist við
athöfnina. Guðmundur Rúnar Júlí-
usson, fyrrum formaður nemenda-
félags Fjölbrautaskóla Suðurnesja,
flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra
og Ása Einarsdóttir, kennari, flutti
útskriftarnemendum kveðjuræðu
starfsfólks.
Foreldrafélag skólans og Reykja-
nesbær veittu verðlaun fyrir já-
kvæða framkomu á skemmtunum
nemendafélagsins í vetur. Að þessu
sinni voru það þau Andri Sævar
Arnarsson og Gabríela Þórunn
Gísladóttir sem dregin voru úr hópi
nemenda og fengu þau spjaldtölvu
að gjöf.
Styrktarsjóður Fjölbrautaskóla
Suðurnesja var stofnaður af Kaup-
félagi Suðurnesja og Gunnari Sveins-
syni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra
og fyrsta formanni skólanefndar
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóð-
urinn er ætlaður til þess að styðja
Bryndís María Kjartans-
dóttir dúx vorannar í FS
Bryndís María Kjartansdóttir, dúx vorannar 2022.
Tónlistarflutningur við útskriftina.
Fjölmargar viðurkenningar voru veittar við útskriftina. Nöfn allra sem hlutu verðlaun og viðurkenningar má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson.
við starfsemi sem eflir og styrkir
félagsþroska nemenda og veitir
nemendum viðurkenningar fyrir
frábæran árangur í námi og starfi.
Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti
við athöfnina styrki frá sjóðnum en
þau Georg Viðar Hannah, Eva Mar-
grét Falsdóttir, Natalía Sif Stockton
og Aswin Manoj fengu 30.000 kr.
styrk fyrir góðan árangur í tjáningu
og ræðumennsku.
Kennararnir Ása Einarsdóttir,
Axel Gísli Sigurbjörnsson, Þórunn
Svava Róbertsdóttir og Lovísa
Larsen voru kvödd við lok at-
hafnarinnar en þau láta nú af
störfum við skólann. Þau Ása og
Axel höfðu starfað við skólann í
meira en þrjá áratugi. Að lokum
sleit skólameistari vorönn 2022.
Fleiri myndir frá útskriftinni má sjá
á vef Víkurfrétta, vf.is.
12 // víkurFrÉttir á SuðurNESJuM