Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 15
Holtaskóli hreppti þriðja sætið í Skólahreysti Úrslitakeppni Skólahreysti var haldin laugardaginn 21. maí. Góður árangur grunnskóla Suðurnesja í Skólahreysti á síðustu árum hefur ekki leynt sér en fjórir af þeim tólf skólum sem kepptu til úrslita voru frá Reykjanesbæ og hreppti Holta- skóli þriðja sætið í ár. Lið Flóaskóla bar sigur úr býtum og tók Hraunvallaskóli annað sætið. Fyrir hönd Holtaskóla keppti Almar Örn Arnarson í upphífingum og dýfum, Margrét Júlía Jóhannsdóttir í armbeygjum og hreystigreip og Dagur Stefán Örvarsson og Helen María Margeirsdóttir í hraðaþraut. Almar gerði 51 dýfu og voru það flestar dýfur þetta kvöldið og því sigraði Holtaskóli þá grein. Vara- menn liðsins voru þau Ásdís Elva Jónsdóttir, Júlían Breki Elentínusson og Stella María Reynisdóttir. Einar Guðberg Einarsson og Katla Björk Ketilsdóttir voru þjálfarar liðsins. 33 Keflvíkingar í úrvalsbúðum KKÍ KKÍ stóð fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshópa í íþróttahúsi Grinda- víkur helgina 21.–22. maí. Úrvals- hóparnir eru undanfari yngri landsliða Íslands og æfa þeir undir leiðsögn reyndra þjálfara og gestaþjálfara. Samtals voru mörg hundruð iðkendur fæddir 2010 og 2011 sem tóku þátt. Alls voru sautján strákar og sextán stelpur frá Keflavík í úrvalsbúðunum. Sigurður Friðrik Gunnarsson, oftast kallaður Siddi, er þjálfari þeirra drengja sem sóttu úrvals- búðirnar, ásamt Sindra Kristni Ólafssyni. Siddi er einnig með afreksþjálfun fyrir þrettán til tuttugu ára og er í þjálfarateymi U16 karlalandsliðs Íslands sem er á leið á NM og EM í sumar. Siddi leggur áherslu á að rækta áhuga og ánægju körfuboltaiðk- enda og segir það vera lykil að velgengi. „Metnaðurinn byrjar í ánægjunni. Ef við ræktum áhuga og ánægju fyrst, leggur iðkandinn meiri ástundun í sínum frítíma á það að æfa sig án þess að finnast hann vera skyldugur til þess eða að það sé einhver kvöð. Fram- farir verða mikið til að veruleika á manns eigin tíma utan skipulagðra æfinga að mínu mati,“ segir Siddi og bætir við: „Við getum alltaf á okkur blómum bætt og því hvet ég alla krakka og unglinga á Suður- nesjum að koma og prófa að æfa körfubolta hjá sínu félagi. Körfu- bolti er drottning allra íþrótta.“ Skilaboð Sidda til upprenn- andi körfuboltastjarna eru „vertu góð(ur) í hlutunum sem krefjast engra hæfileika en hjálpa liðinu á ómetanlegan hátt. Hlutir eins og ákefð, barátta, að vera góður liðsfélagi, jákvæðni, vera ekki hræddur við mistök o.s.frv. Allir þjálfarar elska að vera með ein- staklinga sem eru með þessa eiginleika. Ofan á það skiptir mjög miklu máli að hafa þannig ást fyrir leiknum að boltinn sé sem oftast í höndunum á þér yfir daginn. Æf- ingin skapar jú meistarann.“ Katla Björk Ketilsdóttir, Ásdís Elva Jónsdóttir, Helen María Margeirsdóttir, Júlían Breki Elentínusson, Margrét Júlía Jóhannsdóttir, Dagur Stefán Örvarsson, Stella María Reynisdóttir, Almar Örn Arnarson og Einar Guðberg Einarsson. Pétur Þór Jaidee í níunda sæti á fyrsta golfmóti sumarsins Fyrsta mót sumarsins á mótaröð GSÍ fór fram hjá Golfklúbbnum Leyni um síðustu helgi. Fimm kepp- endur frá Golfklúbbi Suðurnesja voru á meðal þátttakenda, þeir Pétur Þór Jaidee, Logi Sigurðsson, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Björgvin Sigmundsson og Róbert Smári Jónsson. Völlurinn var í mjög góðu ástandi og veðrið var ágætt allan tímann. GS-ingarnir stóðu sig vel og enduðu fjórir þeirra á meðal efstu þrjátíu sem er ágætis byrjun hjá keppniskylfingunum. Pétur Þór Jaidee stóð sig best af keppendum GS og náði í fyrsta skipti á ferlinum sínum á meðal tíu efstu kylfinga. Logi átti einnig fínt mót og endaði í fimmtánda sæti. Almar Örn Arnarson að keppa í dýfum. Daníel Dagur Íslandsmeistari í júdó Daníel Dagur Árnason úr Judofélagi Reykjanesbæjar varð um síðustu helgi Íslandsmeistari í undir 21 árs aldursflokki. Hann sigraði allar sínar viðureignir örugglega á ippon. Daníel keppti einnig til úrslita um gullverð- laun í fullorðinsflokki á Íslands- móti fullorðinna sem fór fram fyrr í mánuðinum en tapaði þeirri glímu og vann silfurverðlaun. Gott gengi sundfólks ÍRB í Danmörku Ungt sundfólk frá ÍRB keppti á Tastrup Open í Danmörku með Framtíðarhópi Sundsambands Ís- lands um síðustu helgi. Allt sund- fólkið náði að bæta sig í einni eða fleiri greinum og nokkrir unnu til verðlauna – glæsilegur árangur hjá þessum framtíðarsundgörpum. Elísabet Arnoddsdóttir vann ein gullverðlaun og tvö brons og Daði Rafn Falsson vann til tveggja brons- verðlauna. Ástrós Lovís Hauks- dóttir, Nikolai Leo Jónsson og Denas Kazulis unnu ein bronsverðlaun hvert. Jafnframt voru þau Freydís Lilja Bergþórsdóttir og Árni Þór Pálmason ansi nálægt verðlauna- sætum en þau náðu náðu bæði fjórða sæti í einu eða fleiri sundum. Andy Pew skoraði fyrsta mark Þróttar í næstefstu deild Það var fyrirliðinn sjálfur, Andrew James Pew, sem skoraði fyrsta mark Þróttar Vogum í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Markið kom í leik gegn Vestra frá Ísafirði sem leikinn var síðasta laugardag. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli eftir að Vestri komst yfir með marki úr vítaspyrnu (62') en Pew sá um að jafna metin sjö mínútum síðar (69'). Andy Pew fagnaði marki sínu vel. Að ofan sést skalli Pew á leiðinni í vinkilinn eftir hornspyrnu. VF-myndir: JPK víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.