Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 9
Daníel Einarsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark, kemur að uppbyggingu ferðamannastaða á Reykjanesi fyrir jarðvanginn. Nú eru fjölmörg verkefni í gangi á lifandi Reykjanesskaganum. Nokkur verkefni eru þó á bið vegna óvissu vegna jarðhræringa. Önnur eru í fullum gangi og verða tilbúin til að taka á móti ferðafólki í sumar. „Við erum núna að leggja loka- hönd á annan áfanga, útsýnispall við Brimketil, sem gert var ráð fyrir upphaflega þegar fyrsti pall- urinn var byggður, og á næstu einni eða tveimur vikum verður lokið við framkvæmdir. Við erum að stækka pallinn þannig að hann nái nær sjálfum brimkatlinum. Þetta er skemmtilegt verkefni, því þarna var ekki neitt, þetta er staður sem er búinn til og er styrktur af Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða. Við fengum góðan styrk til að fara í áfanga tvö. Á sama tíma erum við að gera úrbætur er varða öryggi og að- gengismál. Það er gott að líta til baka þegar komin er reynsla á staðinn og sjá hvað þarf að gera betur.“ Þarna eru miklir kraftar og það mæðir mikið á þessu mannvirki sem útsýnispallurinn er. „Já, það hefur heldur betur lamið á honum síðustu tvo vetur. Fólk þekkir fréttir af flóðum í Grindavík og við golfvöllinn. Þarna hefur líka gengið ýmislegt á. Það er í raun ótrúlegt að pallurinn sé ennþá jafn stöðugur og ólaskaður eftir allt sem hefur gengið á. Það urðu smá skemmdir í vetur, en ekkert stórvægilegt sem ekki er hægt að laga.“ Eldvörp viðkvæmt jarðvætti Eldvörp eru á milli tannanna á fólki þessa dagana vegna skjálftavirkni. Þið eruð að skoða einhver verkefni þar. „Eldvörp eru gríðarlega viðkvæmt jarðvætti og kominn tími á að gera innviðabreytingar þar til að geta tekið á móti fólki sem heimsækir staðinn. Það er þarna einn gígur sem er heimsóttur hvað mest af ferðafólki. Við erum núna í sam- starfi við Grindavíkurbæ að vinna að afmörkun á bílastæðum og göngu- leiðum við þennan gíg. Eins og að- stæður eru núna þá erum við með verkefnið á bið og ætlum að bíða skjálftana af okkur á sjá hvað gerist.“ Í forsvari fyrir sveitarfélögin í uppbyggingu ferðamannastaða Reykjanes Geopark er í forsvari fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum til að byggja upp ferðamannastaði. Það gerist ekki nema í samvinnu við sveitarfélögin og horft er til svæð- isins sem ein heild en ekki horft á sveitarfélagamörk. „Við erum núna að vinna að deili- skipulagsmálum við Þorbjörn, sem komst heldur betur á kortið árið 2020 og úr varð að við ákváðum að fara í ákveðna vinnu þar til að undirbúa það að taka á móti fólki. Þorbjörn hefur lengi verið bæjarfjall Grindavíkur og margir heimsækja Þorbjörn á hverjum degi til að ganga. Það var kominn tími til að líta á svæðið sem eina heild og búa til upp- lifunarsvæði og að það sé eitthvað sem tekur á móti þér, hvort sem það eru útsýnisstaðir eða skilgreindar gönguleiðir og merkja þær vel svo þú getir séð hvaða leiðir henti þér. Við erum í þessari vinnu núna með Grindavíkurbæ og erum langt komin. Í framhaldinu sjáum við fyrir okkur að fara í uppbygginguna.“ Reykjanes Geopark hefur rekið gestastofu sem einnig hefur verið upplýsingamiðstöð Duushúsum í Reykjanesbæ. Daníel segir það hafa gengið vel en gestastofan sé barn síns tíma. „Það er tímabært að horfa fram á veginn og gera eitt- hvað stærra og betra. Við erum núna að vinna að gestastofu í Reykja- nesbæ og í Grindavík. Gestastofan í Reykjanesbæ verður yfirlitssýning yfir jarðvanginn og hvað það þýðir að Reykjanes sé jarðvangur og fólk geti komið þangað, hvort sem er við upphaf eða endi á sinni ferð um svæðið. Eins fyrir skólahópa og íbúa að fræðast betur um svæðið. Svo er hugmyndin að stækka þetta enn frekar og vera með aðra gestastofu í Grindavík sem er þematengdari og þemað þar verður eldvirkni og eldgosið í Fagradalsfjalli. Þá verður jafnvel eitthvað í tengslum við orkuna. Við sjáum fyrir okkur í náinni framtíð verði búið að opna gestastofur í öllum fjórum sveitar- félögunum þar sem hver hefur sitt þema.“ Reykjanesviti segull fyrir svæðið Reykjanesviti er ákveðinn segull fyrir svæðið og þar er mikið að sjá og upplifa. Reykjanes Geopark hefur á undanförnum árum komið að upp- byggingu í nágrenni vitans, kom að gerð bílastæðis, gönguleiðar og ak- stígs upp að Reykjanesvita. Í sumar verður svo opnað þjónustuhús í vita- varðarhúsinu en Bláa lónið kemur að uppbyggingu á svæðinu. Þá verður salernisaðstaða bætt enn frekar í sumar. Í framhaldinu opnar svo þjónustuhús á svæðinu sem allir eru sammála um að hefur vantað. Tindar Reykjaness Gönguleiðir á Reykjanesi og „Tindar Reykjaness“ er verkefni sem Reykjanes Geopark kemur að í sam- starfi við Þráinn Kolbeinsson ljós- myndara og er styrkt af Uppbygg- ingarsjóði Suðurnesja og er verkefni sem vekur athygli á þrettán tindum á Reykjanesskaganum. Það verður gert á myndrænan hátt, þannig að það sé aðlaðandi að koma hingað. „Eins erum við að endurnýja upplýs- ingar á okkar miðlum um gönguleiðir á svæðinu. Við erum í túnfætinum á þéttbýlasta svæði landsins. Það hafa allir gengið á Esjuna og nú er kominn tími til að kíkja á aðra staði. Það er nóg um að vera hér,“ segir Daníel Einarsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark. Daníel Einarsson, verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark: „Það hafa allir gengið á Esjuna og nú er kominn tími til að kíkja á aðra staði“ Smelltu á myndina til að horfa og hlusta MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA FRÁ OG MEÐ FÖSTUDEGINUM 27. MAÍ Sérfræðingur í rekstrarmálum Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta - Fagmennska Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is. *Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012. Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. • Eftirlit með útgjöldum og rekstrarverkefnum • Eftirlit með verkefnabókhaldi • Eftirlit með framkvæmd samninga • Uppgjör verkefna og innkaupa • Þátttaka í áætlanagerð og eftirfylgni • Verkefnatengd greiningarvinna • Undirbúningur, umsjón og framkvæmd útboðsverkefna • Ráðgjöf við stjórnendur, starfsfólk, verktaka og erlendan liðsafla vegna tengdra rekstrarmála • Gerð og viðhald leiðbeininga og verklagsreglna ásamt skýrslugerð Landhelgisgæsla Íslands leitar að skipulögðum og drífandi einstaklingi í stöðu sérfræðings í rekstrarmálum. Um fjölbreytt starf er að ræða í líflegu og krefjandi umhverfi og er starfsstöðin á varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu í Keflavík. Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði- eða verkfræðimenntun • Reynsla og þekking á framsetningu, úrvinnslu og greiningu talnagagna • Þekking á innkaupa- og fjárhagsumhverfi ríkisstofnana er kostur • Þjónustulund ásamt færni og lipurð í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og hæfni til að forgangsraða verkefnum • Skipulagshæfni og lausnarmiðuð hugsun • Góð íslensku- og enskukunnátta • Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg • Búseta á Suðurnesjum er kostur Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.