Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 14
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á mið- og elsta stig Leikskólinn Tjarnasel - Leikskólakennarar Starf við liðveislu Velferðarsvið - Umsjón fyrir ungmenni með stuðningsþarfir Velferðarsvið - Stuðningsfjölskyldur Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Hvort lið hefur unnið einu sinni – síðast vann Njarðvík Það verður barist um bæinn á miðvikudag þegar stórveldi Reykjanesbæjar, Keflavík og Njarðvík, mætast í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Það má búast við hörðum átökum enda miklu meira en þátttaka í bikarkeppni í húfi – heiðurinn er að veði. Fyrri viðureignir Keflavík og Njarðvík hafa mæst í tvígang í bikarkeppni. Í fyrra skiptið árið 1985 þegar leikið var á heima- velli Njarðvíkinga, þá fór Keflavík með þriggja marka sigur af hólmi með mörkum frá Sigurði Björgvins- syni og Helga Bentssyni auk þess sem Njarðvíkingar skoruðu eitt sjálfsmark. Árið 2019 léku Keflavík og Njarðvík á heimavelli Keflvíkinga og þá voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en aðeins eitt mark var skorað í leiknum og var þar að verki skoski markvarðahrellirinn Kenneth Hogg. Fyrir utan bikarleiki hafa ná- grannaliðin mæst fimm sinnum í deildarkeppni, þar hallar heldur á Njarðvíkinga en Keflavík vann fjórar af þeim viðureignum en einn leikur fór í jafntefli. Gengi liðanna í sumar Njarðvík, sem leikur í 2. deild, hefur leikið þrjá leiki og er með fullt hús stiga. Njarðvíkingar eru búnir að skora tólf mörk í þessum þremur leikjum en aðeins fengið á sig eitt svo þeir eru til alls líklegir. Í vor urðu Njarðvíkingar Lengjubikarmeistarar B-deildar. Keflavík hefur leikið átta leiki, unnið tvo þeirra, gert eitt jafntefli en tapað fimm. Keflvíkingar byrjuðu brösuglega en hafa verið að finna taktinn í síðustu leikjum og í raun þeirra eigin klaufaskap um að kenna að árangur þeirra sé ekki betri en raun ber vitni. sport Keflavík og Njarðvík hafa mæst tvisvar áður í bikarnum 32 liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu Kenneth Hogg og Jóhann Þór Arnarsson [nú leikmaður Víðis] eigast við í bikarleiknum 2019. Kenny skoraði þá sigurmark Njarðvíkingar. Innan raða Njarðvíkur eru nokkrir fyrrverandi Keflvíkingar og hér má sjá fyrirliðann Marc McAusland, baráttujaxlinn Einar Orra Einarsson og að ógleymdum öðrum þjálfara liðsins, Hólmari Erni Rúnarssyni, í leik með Keflavík gegn Grindavík árið 2018. Dani Hatakka og Patrik Johannesen skoruðu mörk Keflvíkinga í sigurleiknum gegn FH um síðustu helgi. Johannesen hefur skorað fjögur mörk í deildinni og fyllt skarð Joey Gibbs í sókninni sem er frá vegna meiðsla. Oumar Diouck, sem gekk til liðs við Njarðvík fyrir þetta tímabil, hefur farið vel af stað í deildinni. Diouck er markahæstur í 2. deild með fimm mörk í þremur leikjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.