Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 16
Skemmtum okkur Sumarið er tíminn, þegar hjartað verður grænt, kvað Bubbi Mortens. Kannski voru úrslit sveitarstjórnar- kosninganna svolítið í þeim dúr. En sumarið er líka tíminn þegar að hjörtun fara á stjá. Það verður allt eitthvað svo miklu auðveldara þegar sólin og hitinn taka yfir eftir langan vetur. Hið daglega argaþras víkur fyrir gleðinni sem blómstrandi gróður og sólargeislarnir veita okkur. Það er kominn tími fyrir hvern og einn að njóta sumarsins, njóta feg- urðar náttúrunnar, taka fram grillið og vera með sínum nánustu. Sleppa svolítið fram af sér beislinu og lifa í núinu. Sumarið er líka tími framkvæmda þar sem við dittum að því sem utan- dyra er, málum það sem þarf að mála, fegrum tré og runna og sinnum blómunum í kringum okkur, sláum grasið og reytum arfa. Sumarið er líka tími gulu vest- anna, þar sem hluti unglinga fær sína fyrstu snertingu við atvinnu- lífið í gegnum Vinnuskólann. Fara í hópum um bæinn, hreinsa stéttar, laga blómabeð, og tala saman. Trakt- orar og sláttuvélar bruna um tún bæjarins og reynt er eftir bestu getu að halda bænum okkar sem snyrti- legustum. Gulu vestin gera bæinn okkar fallegri og skemmtilegri – og við getum hjálpað til með að gæta öryggis í umferðinni þar sem þau eru á ferð, þannig að allir komi heilir heim frá vinnu. Sumarið er minn tími. Eitt það notalegasta sem ég geri í garðinum á sumrin er að reyta arfa. Leggjast á hnén með klóruna og stilla á nú- vitund. Hlusta á fuglasönginn og njóta lífsins, þó einfalt sé. Um það á sumarið að snúast. Að hver og einn njóti sumarsins á sínum forsendum. Skemmtum okkur. Mundi Gulu vestin leggjast líka stundum á bakið í næsta runna og njóta lífsins, steinsofandi ... :-) LO KAO RÐ HANNES FRIÐRIKSSON Reykjanesskaginn útivistarparadís Fulltrúar Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark ræða tækifæri ferðaþjónustu á Suðurnesjum í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 19:30 FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Sigurbjörn Daði er ekki bara dagskrárgerðarmaður fyrir Suðurnesjamagasín í Grindavík. Hann er einnig liðtækur söngvari og tónlistarmaður. Við sjáum þá hlið á kappanum í þættinum. Burkni Birgisson sjóntækjafræðingur. Sérfræðingur í sjónmælingum og smíði á gleraugum í 24 ár. Verið velkomin til Burkna á Hafnargötu 45 í Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.