Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 23.05.2022, Blaðsíða 13
Aðstoðarskólastjóri Sandgerðisskóla Suðurnesjabær óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra Sandgerðisskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að viðhalda öflugu skólasamfélagi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans. Suðurnesjabær er næststærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 3.800 íbúa og um 280 starfsmenn. Í Suðurnesjabæ eru tveir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar. Sandgerðisskóli er heildstæður, heilsueflandi og fjölmenningarlegur grunnskóli með rúmlega 300 nemendur. Í skólastarfinu er unnið eftir stefnu um „Uppeldi til ábyrgðar“ og lögð áhersla á virðingu gagnvart umhverfinu. Lögð er áhersla á teymiskennslu í lærdómssamfélagi nemenda og starfsmanna þar sem virðing og traust ríkir. Húsnæði skólans er rúmgott og skólalóðin stór og skemmtileg til útivistar. Gott samstarf er við Tónlistarskóla Sandgerðis, Leikskólann Sólborg og félagsmiðstöðina Skýjaborg. Leiðarljós Sandgerðisskóla eru: vöxtur – virðing – vilji - vinátta Helstu verkefni og ábyrgð • Vera staðgengill skólastjóra, bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við skólastjóra. • Vera tilbúinn að taka að sér fjölbreytt verkefni í lifandi starfsumhverfi og taka þátt í mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans. • Hafa í samráði við skólastjóra umsjón með starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun, starfsþróun og nýsköpun. • Vinna náið með starfsfólki að því að skapa góðan skóla þar sem árangur og vellíðan nemenda er í fyrirrúmi. • Stuðla að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. • Meistarapróf í menntunarfræðum eða öðru fagi sem nýtist í starfi er æskilegt. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, vammleysi og jákvætt viðmót. • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf. Skipulags hæfileikar. • Þekking og færni á sviði stjórnunar skóla með áherslu á teymisvinnu og einstaklingsmiðaða nálgun er mikilvæg, ásamt áhuga á þróunarstarfi og færni í að leiða teymisvinnu. • Frumkvæði, sveigjanleiki, sjálfstæði og góð skipulagshæfni. Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2022. Nánari upplýsingar veitir Bylgja Baldursdóttir skólastjóri, sími 425-3100 og umsóknir skulu sendar á netfangið: bylgja@sandgerdisskoli.is SKÓLASLIT OG INNRITUN SKÓLASLIT Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöll, þriðjudaginn 31. maí kl.18.00. Afhending áfangaprófsskírteina. Hvatningarverðlaun Íslandsbanka veitt. Tónlistaratriði. Allir velkomnir. INNRITUN Nú er heppilegur tími til að sækja um skólavist fyrir skólaárið 2022–2023. Því fyrr sem sótt er um, því meiri líkur eru á að komast að. Sækja skal um á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Endurnýjun og nýjar umsóknir“ Skólastjóri Bryndís María Kjartansdóttir er 18 ára og kemur frá Keflavík. Bryndís er dúx Fjölbrautaskóla Suðurnesja vorannar 2022. Hún útskrifaðist af fjölgreinabraut með meðal- einkunnina 9,48. Bryndís fékk 100.000 kr. námsstyrk úr skóla- sjóði fyrir hæstu meðaleinkunn við útskrift sem og 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu ein- kunn á stúdentsprófi. Þá fékk hún einnig gjafir frá Landsbankanum og viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan námsárangur í hinum ýmsu greinum. Bryndís segir að fjölgreinabraut hafi orðið fyrir valinu vegna þess að hún myndi fá smjörþefinn af öllu og fundið út hvar áhugasvið hennar liggur. Aðspurð hvers vegna FS hafi verið fyrir valinu segir hún: „Ég valdi FS því þetta er frábær skóli með frá- bærum kennurum og ég sá enga ástæðu til þess að fara í einhvern annan skóla því ég myndi fá alveg jafn góða menntun frá FS.“ Bryndís segist hafa áttað sig á því hvað í henni býr eftir að fjar- kennsla hófst vegna heimsfarald- ursins. „Covid var ákveðin áskorun en á þeim tíma náði ég að átta mig á því hvernig námsmaður ég væri. Nú þegar ég lít til baka þá er ég mjög stolt af því hvernig mér gekk í skólanum á þeim tíma, sérstaklega þegar að skólinn breyttist í fjarnám á einni nóttu.“ Þá segir hún hópvinnu í skólanum hafa verið áskorun. „Það var líka áskorun að lenda í hópvinnu með fólki sem nennti ekki að gera verkefnið og ég tel að það sé mikil- vægt að fólk leggi metnað og vinnu í það að vinna saman í hópum til að álagið sé jafnt á alla.“ Bryndís segir að á árum sínum í FS hafi hún fyrst og fremst einblínt á námið en hún nýtti lærdómspásur sínar í að fara út að hlaupa, lesa og horfa á kvikmyndir. „Ég fer reglulega út að hlaupa og ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu eins og ég hef áður gert. Ég horfi mikið á kvik- myndir, bæði eldri myndir og nýjar. Ég les mikið og er með mikinn áhuga á söngleikjum jafnvel þó ég geti ekki haldið réttri tóntegund. Fjölskyldan ferðast töluvert og þá reyni ég að draga þau með mér á söngleiki.“ Aðspurð hvert leyndarmálið sé á bak við góðan námsárangur segir hún: „Vera skipulagður og duglegur, en líka að hafa áhuga á því sem þú ert að gera og að vilja standa þig mjög vel. Ég hafði líka mjög góðan stuðning frá fjölskyldunni. Þegar að ég byrjaði að fá mjög góðar ein- kunnir þá var það orðið ávanabind- andi hjá mér að fá alltaf fleiri og fleiri níur og tíur.“ Bryndís er ánægð og stolt af sér sjálfri en segist enn vera að átta sig á aðstæðum. „Ég er enn ekki búin að átta mig á því að ég hafi orðið dúx því ég hef aldrei fengið svona stóra viðurkenningu fyrir eitthvað sem ég hef gert en ég er mjög ánægð og stolt af sjálfri mér.“ Hún ætlar að vinna í sumar og stefnir að því sál- fræðinámi við Háskóla Íslands í haust. Þrátt fyrir það segir hún ekki vita nákvæmlega hvað hún vil gera í framtíðinni. „Ég hef áhuga á mörgu, þannig að ég er til í að læra hvað sem er og leyfa lífinu að koma mér á óvart.“ Félagar í Lionsklúbbnum Æsu fögnuðu 25 ára afmæli klúbbsins þann 26. apríl sl. Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur með 33 félögum á öllum aldri. Það er öflugt starf í klúbbnum, sem styrkir mannúðar- og menn- ingarmál af ýmsum toga, aðallega hér í heimabyggð. Mikil áhersla er lögð á félagsstarfið, margvísleg fræðsla og kynningar skipa þar stóran sess og félagar eiga dýrmætar stundir saman. Aðalfjáröflun klúbbsins er Blómamarkaðurinn sem haldinn er árlega um mánaðamótin maí/júní við Ytri-Njarðvíkurkirkju. Í tilefni af afmælinu afhenti Lionsklúbburinn Æsa styrki sem samþykktir höfðu verið nú á síðari hluta starfsársins, alls að verðmæti kr. 1.420.000.- Þeir sem hlutu styrkina voru: Skammtímavistunin Heiðarholt - heitur pottur – (Snorralaug). Brunavarnir Suðurnesja – styrkur til kaupa á sjónvarpsskjáum og hljóðkerfi fyrir hermisetur. Íbúar og starfsfólk Hrafnistu, Nesvöllum - gjafir sem gleðja og efla vellíðan – hlutir til að þjálfa huga og hönd. Unglingaráð Fjörheima – styrkur til uppbyggingar á körfuboltavelli til minningar um Örlyg Aron Sturluson, körfuboltamann. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum – styrkur til að kaupa á sýnileikafatnaði handa starfsfólki. Ytri Njarðvíkurkirkja – hjartastuðtæki. BRYNDÍS MARÍA KJARTANSDÓTTIR „Er til í að læra hvað sem er og leyfa lífinu að koma mér á óvart“ Æsur fagna 25 árum með góðum gjöfum og blómamarkaði víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.