Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.2022, Síða 12

Víkurfréttir - 02.11.2022, Síða 12
Síðustu daga októbermánaðar var eitthvað skuggalegt í gangi í skólum á Suðurnesjum. Upp- vakningar, blóðslettur, hræðileg fréttablöð og auglýsingar um útsölur á líkamspörtum prýddu veggi skólanna á uppskeru- hátíðum vegna verkefnisins Skólaslit 2, Dauð viðvörun. Á hverjum degi í október kom út nýr kafli í sögunni sem birtist á heimasíðunni skolaslit.is. Nem- endur grunnskólanna fylgdust grannt með framgangi hroll- vekjunnar út mánuðinn og gerðu hin ýmsu verkefni samhliða því. Víkurfréttir fóru á stúfana og skoðuðu þau flottu verkefni sem nemendur grunnskólanna hafa verið að vinna í síðustu vikur. Hræðilegar myndir og skreytingar mátti finna á göngum skólanna og mikið var um metnaðarfull og flott verkefni. Sumir skólarnir tóku upp á því að hafa svo kallað Skólaslitaráð þar sem meðlimir fengu það verkefni að upplýsa hina nemendurna, koma með hugmyndir að verkefnum og kynna verkefni fyrir samnem- endum. Verkefni skólanna voru eins misjöfn og þau voru mörg en draugahús og hin ýmsu lista- verk mátti finna víða á göngum skólanna. Þess má geta að sjötti bekkur Myllubakkaskóla gerði nokkuð frumlegt verkefni þar sem nemendur bekkjarins höfðu búið til fréttablaðið FRÉTTASLIT (sjá á forsíðu Víkurfrétta) en þar var blað Víkurfrétta notað sem innblástur fyrir fréttaefni og útlit blaðsins. viðvörun aflýst Dauðri Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is Nánar verður fjallað um Skólaslit 2 í næsta þætti af Suðurnesjamagasíni. 12 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.