Víkurfréttir - 02.11.2022, Page 19
Síðustu tvö ár hafa verið erfið fyrir marga lista-
menn en myndlistarmanninum Lindu Björk Stein-
þórsdóttur hefur gengið vel á síðustu misserum.
Hún er búsett í Linz í Austurríki ásamt eiginmanni
sínum og tveimur börnum en í grunninn er hún
Keflvíkingur. Linda hefur verið að gera góða hluti
en á síðustu árum hafa söfn á borð við Die Kunst-
sammlung og Museum Angerlehner keypt verk
eftir hana, þá á Museum Angerlehner þrjú verk
eftir Lindu en hvernig kom það til?
„Ég var að taka þátt í Art Diagonale
í Wels hér í Austurríki og hafði sýnt
tvisvar í safninu Museum Angerle-
hner en það er eitt af þremur einka-
söfnum sem til eru í Austurríki og er
í eigu listsafnarans Heinz J. Angerle-
hner. Fjölmargir flottir listamenn
hafa verið með verk á safninu, lista-
menn á borð við Erró, sem gefur
góða mynd af því hversu flott og virt
safn þetta er. Hann hringdi í mig einn
daginn og spurði hvort hann mætti
koma á vinnustofuna mína, hann
þekkti verkin mín og keypti strax tvö
af þeim og núna fyrir stuttu keypti
hann þriðja.“
Hvernig líður þér með það að fá
að sýna verkin þín á svona stórum
vettvangi?
„Ég er náttúrlega rosalega stolt því
það er mikill stökkpallur fyrir lista-
menn að vera með verk á svona
söfnum. Heinz er sem sagt búinn að
eiga þetta safn í tíu ár og er búinn að
byggja það upp. Nýverið var opnun
sýningar með verkum sem hann sér-
valdi úr safninu sínu, sýningin mun
standa í eitt ár og þar er ég með eitt
verk.“
Hvernig er það verk?
„Það verk gerði ég með austurrískum
ljósmyndara, við unnum saman.
Ég málaði sem sagt foss og hann
prentaði síðan ljósmynd sem hann
tók á Íslandi á verkið mitt, í þessu
tilfelli er það Skógafoss, síðan vann
ég aftur yfir verkið. Þetta er svona
samstarfsverkefni sem er mjög sjald-
gæft af því að vanalega málar maður
yfir myndir en ekki öfugt.“
Hafði Covid einhver áhrif á þína
vinnu?
„Ég mátti fara á vinnustofuna, hún
er ekki mjög langt frá þar sem ég bý,
ég er í svona tíu mínútna fjarlægð
og þar sem ég er bara ein á vinnu-
stofunni mátti ég mæta til vinnu. Ég
nýtti tímann vel í að mála og plana
hvað ég vil gera og í hvaða átt ég vil
stefna. Ég mjög heppin að þegar allt
opnaði milli þess sem það var út-
göngubann bauðst mér að vera með
sýningu í Vínarborg. Ég vinn náttúr-
lega mikið ein í listinni þannig maður
fann ekki mikið fyrir þessu en fyrir
marga sem maður þekkir var erfitt
að lifa þennan tíma af fjárhagslega.“
Hverju ertu að vinna í þessa
dagana?
„Árið 2018 var ég á ráðstefnu í Wels
þar sem var verið að ræða um að jök-
ullinn Ok væri að hverfa. Út frá því
byrjaði ég að gera jöklamyndir, það
var náttúrlega mikið verið að ræða
hlýnun jarðar og hvernig jöklar væru
að hverfa svo ég byrjaði að vinna í
jöklamyndum og hef verið að þróa
það áfram. Að öðru leyti hefur Ísland
alltaf verið minn helsti innblástur,
fossarnir, náttúran, norðurljósin og
dökku strendurnar og dökku næt-
urnar. Það er minn aðalinnblástur.“
Þú sækir innblásturinn til Íslands
en ert búsett í Austurríki, hvað
heldur þér við efnið?
„Ég kem frá Keflavík, þar sem maður
er í nálægð við hafið og ég man vel
að þrátt fyrir að maður væri við
hliðina á hafinu sá maður það samt
ekki alltaf. Ég var einnig mikið í
Kerlingarfjöllum á sumrin og þegar
maður er þar sér maður svo langt
sem augað eygir. Þar er ótrúlegt út-
sýni og mikill snjór, þegar birtan skín
flatt á snjóinn koma alls konar lita-
breytingar á yfirborðið. Ég var líka í
menntaskóla á Ísafirði og þar hefur
maður sjóinn, fjöllin og snjóinn. Ég
veit ekki alveg hvernig maður á að
útskýra það en allt þetta er eitthvað
sem situr mjög sterkt í mér. Maður
er búinn að búa hérna í Austurríki
í mörg ár og þegar maður snýr svo
aftur heim þá brjótast þessar hug-
myndir svolítið út úr manni.“
Það mætti segja að þú notir listina
til að koma í veg fyrir heimþrá?
„Auðunn Atlason, fyrrverandi sendi-
herra, opnaði einu sinni fyrir mig
sýningu hérna í Linz og hann kom
og skoðaði verkin mín. Hann spurði
mig hvort ég væri með heimþrá og
ég svaraði neitandi. Þá sagði hann
að það væri svo „rosalegt Ísland í
verkunum“ mínum. Ég er alltaf með
mjög sterka tengingu við Ísland þrátt
fyrir að ég sé búin að vera lengur hér
en þar og það skilar sér greinilega í
verkunum.“
Þannig að það er ekki í kortunum
að flytja aftur „heim“?
„Ég býst ekki við því að flytja aftur
heim enda kem ég oft í heimsókn því
stórfjölskyldan er á Íslandi og það
er svo auðvelt að fljúga á milli. Það
er allavegana ekki planið en maður
veit náttúrulega aldrei hvað gerist.
Ég held í við ýmislegt frá Íslandi í
gegnum myndlistina og held það
verði svoleiðis áfram.“
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is
Verkin sem Heinz J. Angerlehner keypti af Lindu
Sækir innblástur
heim til Íslands
Verkið Skógarfoss sem Linda gerði í
sameiningu með Johann Wimmer.
vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM // 19