Víkurfréttir - 02.11.2022, Qupperneq 20
Takið vel á móti ferm-
ingarbörnum
Fermingarbörn í kirkjunum á Suð-
urnesjum muna ganga í hús 1. og
2. nóvember milli kl. 17:00–20:00
og safna fyrir vatnsverkefni
Hjálparstarfs kirkjunnar. Þetta
er árleg söfnun fermingarbarna
Þjóðkirkjunnar. Fyrir söfnunina
hafa fermingarbörnin fengið
fræðslu um verkefnið, sem snýst
um að safna fyrir vatnsbrunnum
í Eþíópíu og Úganda.
Við hvetjum bæjarbúa til þess
að taka vel á móti fermingar-
börnum, sem hafa ávallt staðið sig
vel og safnað drjúgum upphæðum
í þessu verkefni sem hefur komið
sér vel fyrir svæði þar sem vatns-
skortur er viðvarandi vandamál.
Með kærleikskveðju,
prestarnir á Suðurnesjum.
Hættum að henda, frystum og
gefum er yfirskrift verkefnis sem
Samkaup og Hjálpræðisherinn
hafa gert samning sín á milli um að
vinna að. Um ræðir verkefni sem
hverfist um að draga úr matarsóun
á matvælum hjá Samkaupum og
styðja þannig við velferðarverk-
efni Hjálpræðishersins á landsvísu.
Verkefnið er þá þegar farið af stað
og standa prófanir yfir á Akureyri
og í Reykjanesbæ fram til ára-
móta og hefst svo undirbúningur
fyrir enn umfangsmeiri prófanir á
Reykjavíkursvæðinu á nýju ári.
Auk þess að styðja við verkefnið
í formi matargjafa sér Samkaup um
að útvega verkefnisstjóra sem kemur
til móts við verkefnastjóra hjá Hjálp-
ræðishernum. Þá mun Hjálpræðis-
herinn annast fræðslu sem þykir
henta hverju sinni fyrir starfsfólk
Samkaupa er varðar verkefnið.
„Við erum að vinna í að setja upp
einfalt ferli fyrir verslanir Sam-
kaupa svo matvælin nýtist sem
best, enda er það hagur okkar allra
sem samfélag að draga sem mest úr
matarsóun og það er nokkuð sem
við höfum gert um árabil hjá Sam-
kaupum. Við fögnum þessu sam-
starfi ákaft enda deilum við hring-
rásarhugsjóninni með Hjálpræðis-
hernum og við hlökkum mikið til að
þróa frekari framtíðarsýn og áætlanir
sem snúa að innleiðingu verkefnisins
á enn fleiri stöðum á komandi miss-
erum,” segir Gunnur Líf Gunnars-
dóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-
og samskiptasviðs Samkaupa.
„Þetta samstarf er algjört tíma-
móta verkefni fyrir okkur hjá Hjálp-
ræðishernum. Við erum að taka
á móti fjölbreyttum hópi fólks til
dæmis á Reykjanesi sem virkilega
þarf á þessari aðstoð að halda. Þetta
er mjög þarft samfélagsverkefni sem
við sjáum fyrir okkur að muni aðeins
stækka á næstunni. Það er ómetan-
legt að geta gefið fólkinu okkar að
borða en ekki síður mikilvægt að
geta með þessu gefið fólki tækifæri
á að taka þátt og veita fólki hlutverk
og tilgang. Meðal þeirra sem koma til
okkar eru til dæmis kokkar, sem svo
taka þátt í að töfra fram gómsætan
mat úr hráefninu sem við fáum frá
Samkaupum og auk annarra verk-
efna í þessum dúr, ” segir Bergrún
Ólafsdóttir, verkefnastjóri Hjálp-
ræðishersins á Reykjanesi.
Samkaup og Hjálpræðisherinn
vinna saman gegn matarsóun
Bergrún Ólafsdóttir og Gunnur Líf Gunnarsdóttir við undirritun samningsins.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Akurskóli - Sérkennari, þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi
Heiðarsel - Leikskólakennari
Heiðarskóli – Starfsmaður skóla
Heiðarskóli – Starfsmaður skóla
Velferðarsvið - Félagsráðgjafi
Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?
Viðburðir í nóvember
ROKKSAFN ÍSLANDS
Úrklippusafn Kela
(síðustu forvöð)
Rokksafn Íslands opnaði í ágúst nýja
sýningu sem fjallar um Sævar Þorkel
Jensson, betur þekktur sem Keli, og
úrklippubókasafn hans en hann hefur
frá því að hann var ungur strákur safnað
úrklippum og eiginhandaráritunum
tónlistarfólks.
BÓKASAFNIÐ 10 NÓV - KL. 20:00
Strand í gini
gígsins - erindi
Ásmundur Friðriksson, alþingismaður,
og höfundur bókarinnar Strand í gini
gígsins verður með erindi úr bókinni.
Sagðar eru gamansögur af eftir-
minnilegum karakterum og átakanlegum
sorgarstundum lýst. Erindið er ókeypis
og öll hjartanlega velkomin.
Visit Reykjanesbær
Á Visit Reykjanesbær má finna margvíslegar upplýsingar um Reykjanesbæ
og þá afþreyingu sem þar er í boði fyrir börn og fullorðna.
www.visitreykjanesbaer.is
Fögnum pólskri
menningarhátíð
Fögnum fjölbreytileikanum saman og fáum innsýn
í pólska menningu með skemmtilegum hætti.
Dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni
visitreykjanesbaer.is en viðburðir verða m.a.
haldnir í Bókasafninu, SBK húsinu Grófinni og
Fjörheimum.
Vena Naskręcka (1986) og Michael
Richardt (1980) búa og starfa á Íslandi,
Vena í Reykjanesbæ og Michael í
Reykjavík. Ef lífið er ferðalag þá hafa
Vena og Michael tekið það föstum
tökum, en röð atburða hefur leitt til þess
að þau mætast í rými Listasafnsins.
LISTASAFNIÐ 26. NÓV - KL. 14:00
You Are here / Du
er her / þú ert hér
Það er af nægu að taka í nóvember þegar
kemur að menningu og viðburðum. Við
fögnum fjölbreyttu samfélagi Reykjanesbæjar
með Pólskri menningarhátíð og einnig
með opnun nýrra sýninga í Listasafni
Reykjanesbæjar sem enginn má láta framhjá
sér fara. Við sama tilefni verður Súlan,
menningarverðlaun Reykjanesbæjar, afhent
þeim sem unnið hefur vel að menningarmálum
í sveitarfélaginu. Boðið er upp á nýjan ratleik um
Músa og Dúsu í Byggðasafni Reykjanesbæjar
og fjölbreytta dagskrá er að finna í bókasafninu
þar sem Ásmundur Friðriksson verður m.a. með
erindi, eins og honum er einum lagið, um bók
sína Strand í gini gígsins og hitað verður upp fyrir
jólavertíðina með Bókakonfekti barnanna. Það er
því um að gera að lyfta sér á kreik í skammdeginu
og taka þátt í kraftmikilli menningardagskrá.
Listamaðurinn Guðrún Gunnarsdóttir
lítur yfir farinn veg en samtímis fram
á við og enn á ný mætast í verkunum
abstrakt innsæi og náttúra. Töfrandi
sýning sem vert er að skoða og njóta.
LISTASAFNIÐ 26. NÓV - KL. 14:00
Refill og
víravirki
Hulunni verður svipt af menningar-
verðlaunahafa ársins við hátíðlega
athöfn í Duus Safnahúsum Við sama
tilefni opnar Listasafn Reykjanesbæjar
nýjar og glæsilegar sýningar.
DUUS SAFNAHÚS 26. NÓV - KL:14:00
Hver hlýtur
Súluna 2022?
Komdu í skemmtilegan ratleik um
sýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar
í Duus safnahúsum. Músi og kötturinn
Dúsa eru komin á kreik í Bíósalnum og
Bryggjuhúsinu. Dúsa hefur mjög gaman
af því að veiða og oft á Músi fótum
sínum fjör að launa. Getur þú fundið
Músa áður en Dúsa nær honum?
BYGGÐASAFNIÐ - DUUS SAFNHÚS
Músi og Dúsi
(nýr ratleikur)
20 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM