Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.2022, Side 24

Víkurfréttir - 02.11.2022, Side 24
Mundi Hvort er betra að fara í pottinn eða á Paddy’s til að hitta Jodie? TÍMABUNDIÐ LEYFI TIL SÖLU SKOTELDA Í SMÁSÖLU OG LEYFI TIL SKOTELDASÝNINGA Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu og leyfis til skoteldasýninga frá og með 28. desember 2022 til og með 6. janúar 2023. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölustað skotelda í smásölu í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum fyrir og eftir áramót 2022–2023, ber að sækja um slíkt leyfi til lögreglunnar á Suðurnesjum í síðasta lagi miðvikudaginn 30. nóvember fyrir kl. 14:00. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Athugið: • Umsóknaraðilar skila inn umsókn í síðasta lagi 30. nóvember 2022, til lögreglu að Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ. • Fylgigögn umsókna skulu berast slökkviliði viðkomandi sveitarfélags. • Umsóknir um sölustaði sem berast eftir 30. nóvember 2022 verða ekki teknar til afgreiðslu. • Umsóknaraðilar skulu vera komnir með leyfin í hendur föstudaginn 23. desember 2022. • Óheimilt er að hefja sölu, nema söluaðilar hafi í höndum leyfisbréf frá lögreglu. • Söluaðilar sæki leyfisbréf á lögreglustöðina við Hringbraut föstudaginn 23. desember 2022, fyrir kl. 12:00. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn viðkomandi slökkviliðs til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaði. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef um- sækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, föstudaginn 16. desember 2022 svo lokaúttekt geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 fermetrar og búnir samkvæmt kröfum slökkviliðs við- komandi sveitarfélags. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað, sem hefur sérþekkingu á skoteldum og hefur náð 18 ára aldri. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að sala og meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember 2022 til og með 6. janúar 2023. Gjald fyrir sölustað skotelda í smásölu er kr. 6.000, skoteldasýningar er kr. 11.000 og greiðist við innlögn umsóknar hjá lögreglu. Sækja þarf um skoteldasýningar með fimm vikna fyrirvara. Athugið: Kynningarfundur með væntanlegum umsækjendum verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember 2022, kl. 18:00 í húsakynnum Brunavarna Suðurnesja að Flugvellir 33, Reykjanesbæ. Reykjanesbær 2. nóvember 2022. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Börnin í Innri-Njarðvík eru dugleg að klæða sig upp á hrekkjavökunni og ganga á milli húsa og bjóða upp á grikk eða gott. Yfirleitt fá börnin gott, því fullorðnir taka enga áhættu þegar kemur að grikk barnanna. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari blaðsins, Hilmar Bragi, af flottum krökkum og fylgdarfólki en öll gáfu þau góðfúslegt leyfi fyrir mynda- tökunni. Grikk eða gott? Fyrirmyndarlandið Eins og ekki hefur farið framhjá dyggum lokaorðalesendum fluttum við fjölskyldan til Parísar fyrir rúmu ári. Við lifum eins og blóm í eggi, ég hef sagt það og segi það enn að ég er algjör forréttindapési. Ég er í draumavinnunni minni þar sem ég hef tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun og þróun mikilvægra málaflokka og leiða fólk saman sem allt hefur það að meginmarkmiði að gera heiminn að betri stað. Ég er umkringd fólki sem bætir mig upp alla daga og veit miklu meira en ég um alls konar. Þannig fæ ég tækifæri til þess að læra nýja hluti, aðferðir, kynnast stórkostlegu fólki og ferðast til framandi menningar- heima. Ég segi bara eins og Gummi Ben forðum „…aldrei vekja mig af þessum draumi“. Það skemmir svo ekki fyrir að vinnustöðin er í París, þvílík borg. Og okkur fjölskyldunni líður vel, allir strákarnir komnir í spennandi skóla og verkefni og Lubbi orðinn algeltandi á frönsku. Tempóið er annað og við litla fjölskyldan náum einhvern veginn að kjarna okkur, svo ég grípi til Hjallastefnuorðalags. Það er hollt að taka sig upp og skoða sig um í heiminum. Auðvitað saknar maður fólksins síns og vina…sem eru þó búin að vera ótrúlega dugleg að koma og heimsækja okkur. En svo saknar maður líka allskonar skrýtinna hluta, mjög „random“ hluta sem af einhverjum ástæðum fást ekki hér. Margt af því er auðvitað matartengt – og hreint ótrúlegt að í þessari miklu matarkistu, Frakklandi, finnum við ennþá ekki smjör sem toppar ís- lenskt smjör, við flytjum Chilli Mæjó frá Fabrikkunni með okkur í lítratali og íslenski brauðosturinn er ein- faldlega alltaf bestur. Maður verður auðvitað aldrei meiri Íslendingur en þegar maður býr í útlöndum. Það er til dæmis, eins og ég hef áður gert að umtalsefni, einhver „þetta reddast“ þjóðarsál sem ég sakna mjög í Frökk- unum – það að ganga bara í verkin án þess að ofhugsa þau og láta vaða. Svo eru löngu sturturnar, heitur mið- stöðvarofn og opinn gluggi eitthvað sem mann dreymir um. En það sem við höfum hér og ég myndi sakna er í fyrsta sæti auð- vitað veðrið, það eru þvílík lífsgæði í því fólgin að búa við logn og þægi- legt hitastig nánast allt árið, geta borðað úti á svölunum og gengið í vinnuna. Svo er það bíllausi lífstíllinn sem við tókum upp alveg óvart. Við ætluðum að kaupa okkur bíl þegar við værum búin að koma okkur fyrir, en áttuðum okkur á því mörgum mánuðum síðar að við hefðum aldrei þurft á bíl að halda. Á þessu rúma ári höfum við tvisvar leigt okkur bíl, annars förum við allra okkar ferða gangandi, í metró eða í leigubíl þegar það þarf. Og það eru lífsgæði. Fyrirmyndarlandið er svo eitt- hvert sambland af þessu öllu saman – þar sem menningarheimarnir mætast. LO KAO RÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR Upplifðu – Vertu – Njóttu OPNUNARTÍMAR Mán–Fös 12–18 Lau 11–16 Hólmgarður 2A 230 Keflavík s. 861 7681 marionehf@gmail.com Við erum hér!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.