Rökkur - 01.09.1922, Page 46

Rökkur - 01.09.1922, Page 46
156 “Svo eru forlög mín.” Öldungurinn ypti öxlum. “En mér virðist þú of gamall til þessa starfs.” '“Herra!” sagði öldungunnn skyndilega. Rödd hans titraði og honum var mikið niðri fyrir. “Eg er mjög að þreyttur. Eg hefi reynt margt um dagana. Og þetta er einmitt það, sem eg hefi þráð mest. Eg er gamall orðinn. Eg þarfnast hvíldar. Eg vildi geta sagt við sjálfan mig: Hér skaltu dvelja fram á aldurtilastund. Loks hefirðu náð í höfn. — Herra! Það er undir yður komið. Svona tækifæri býðst mér aldrei aftur. Hvílík hepni, að eg var staddur í Pan- ama. Eg bið yður sem Guð mér til hjálpar. Eg er sem fleyið, er djúpið mun geyma, komist það ekki í höfn. Þér getið gert gamlan mann hamingjusaman. Eg sver eg er ráðvandur. Eg er þreyttur á öllu flakki.” Það skein slík einlægni úr bláu augunum öldungs- ins, að Falconbridge ræðismanni hitnaði um hjarta- ræturnar. “Gott og vel. Eg tek umsökn þína gilda. Þú ert vitavörður frá þessari stund.” “Eg þakka yður.” “Geturðu farið út í dag?” i(T/ »* Ja- “Far vel, þá. Að eins eitt: Rekirðu ekki starf þitt svo vel fari á, verður annar tekinn í þinn stað.” “Eg skil það.” Sama kvöldið, þegar sólin var hnigin til viðar, á þessum slóðum, þar sem rökkur þekkist ekki, hóf

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.