Rökkur - 01.09.1924, Page 37
33
inn að knýja á hurðina, rak hundur
nokkur upp gól mikið inni í húsinu.
Jeg heyrði að gengið var föstum, þung-
um skrefum um gólfið. Virtist hraka og
bresta í því. Svo var hurðinni hrint upp
af feikna afli. Á þröskuldinum stóð stór
hundur, svartur og úfinhára og grimdar-
legur, og að baki hans hár maður vexti.
Reiddi hann hægri hönd sína til höggs.
Jeg sá óglögt gráhvítt hár hans og að á
skein bjarta exi yfir höfði hans.
„Jeg viltist,11 hrópaði jeg, þó mjer
væri órótt innanbrjósts, því jeg vildi fyr-
ir engan mun hverfa aftur út á mýrina.
Óttaðist jeg og, að hurðinni mundi verða
skelt í lás fyrir augum mjer.
Öldungurinn horfði á mig fast og lengi.
Svo fæddist bros á vörum hans og hann
gaf mjer bendingu um að ganga í bæinn.
Hundurinn urraði grimmilega, er jeg
gekk inn. Jeg virti kvikindið betur fyrir
mjer, skrokkinn úfinhára, ginið með
gulhvítum, hvössum tönnum og grimdar-
leg augun. Seppi var á stærð við meðal-
kálf og var honum því þungt um gang.
3