Rökkur - 01.09.1924, Page 44
40
Hann hafði nú alveg náð hugarjafn-
vægi sínu og hóf verk sitt aftur.
„Jeg er enginn hálfviti,“'sagði hann
og sneri sjer að mjer. „peir hafa kannske
frætt yður á því, þarna niðri í dalnum,
en það er ósatt.“
„Jeg hefi aldrei átt tal við neinn
um yður.“
„Svo?“
Hann kinkaði kolli.
„pá verðið þjer að bíða til morguns,
uns þjer komið í dalinn. peir þekkja
mig þar, bændurnir, og þeir hafa beig
af mjer. En samt koma þeir til mín í
leyni, ef einhver beljan þeirra fær doða
eða geldist fyr en þá varir. pá leita þeir
ráða minna. Og konur þeirra sendu mjer
kjöt og egg og viðbit. Kryplingurinn
kemur með það, sá hinn sami og selur
myndimar mínar. Á sumrin geri jeg við
vatnsdælur, smíða fötur og keröld og ríð
karfir úr tágum. Jeg hefi því alt, er jeg
þarfnast. En ef þjer spyrjið þetta fólk,
sem leitar ráða minna og gefur mjer
gjafir, um mig og mína hagi, þá gerir
það krossmark og talar í hvíslingum.“