Rökkur - 01.09.1924, Blaðsíða 51
47
Og svo kom sá dagur, er við stóðum öll
í röð, til þess að taka móti henni.
Hún kom á póstvagninum upp dal-
inn, og gott var það, að þetta var á
fögrum sumardegi. pað hefir þó glatt
hana, því á miðsumri er jafnvel Seið-
konumýri fögur. Hún kom um nónbil,
og það vildi svo til, að það var jeg, sem
aðstoðaði hana út úr vagninum.
]?að var upphaf ógæfu minnar.
Hún var fegursta konan, sem jeg hefi
nokkurntíma sjeð; munnurinn var lítill,
varirnar rauðar, augun skær.
Hárið var ljóst, en óvenju fagurt, og
það eins og sló á það gullblæ, þegar
sólin skein á það. pó, ef skugga sló á
það, virtist það svo einkennilega grátt.
pegar hún steig niður af vagninum
brosti hún og horfði á mig lengi. Og með
hönd sinni, er hún studdi á öxl mína,
þrýsti hún hægt að, og það fór sælu-
skjálfti um mig allan. Og þegar ráðs-
maðurinn lauk ræðu sinni og stúlkumar
fengu henni blómvönd, leit hún á mig
«nnþá einusinni.
Jeg vissi vel, hve háborin hún var, og