Rökkur - 01.09.1924, Page 55
51
hennar hvarf, eins og fugl, er rennir
hátt til flugs.
Við gengum áfram, og er við fórum
um skóginn, þar sem liann er dimmast-
ur, stóð Heinrieh Miiebenzáhler augliti
til auglitis við okkur. Andlit hans var
svartleitt a/ð venju og skein á hvítan
tanngarð hans. Með öxi sinni hjó hann
til nýjan hræristaf í þurkunarofn sinn.
„petta mun vera Miickenzáhler,“ sagði
greifafrúin og horfði á haxm. Hann ypti
loðnu, dökku hrúnunum.
„Björn eða maður?“, spurði hún og
hló.
Viðarhrenslumaðurinn stóð upprjettur
og lyfti þungum viði eins og fisi: ,Björn
í augum litla veiðimannsins þama“,
sagði hann, „en maður í yðar augum,
fagra frú“.
Aftur skein á háan, hvítan tanngarð-
inn.
Greifafrúin hló við lágt, horfði stöðug-
lega á hann og mælti svo: „Við skulum
halda áfram, Martin“.
En þegar jeg, skjálfandi af reiði,
hafði snúið mjer við og húist til göngu
4*