Rökkur - 01.09.1924, Page 60
56
„Jeg gœti aldrei skýrt til hlýtar, hvern-
ig mjer var innanbrjósts þá og tímann
sem á eftir kom. Fjölmargra bíða þau
öilög, að líða vegna sviksemi í ástum.
En jeg efast um, að margir hafi kvalist
meira en jeg.
„En það var lán í óláni, að skömmu
síðar gerðust atvik, sem ljetu mig
gleyma mestu sálareymd minni. Jeg var5
að sökkva mjer niður í að rannsaka or-
sakir þessara atvika. pessi atvik gerðu
almenning á þessum slóðum óttasleginn.
Bóndi nokkur hafði skilið kálf eftir á
beit úti að kvöldi. Á kálfinn hafði verið
ráðist, af — að því er virtist — fíl-elfdri
skepnu, sennilegast úlfi, ótrúlega stórum
og sterkum. Kálfurinn var bitinn á háls.
„pjer getið nú gert yður í hugarlund,
að þetta æsti fólk upp. Og hver einn og
einasti veiðimaður í bygðarlaginu heit-
strengdi, að vega á óargadýri þessu.
„pótt jeg hefði forðast að verða á vegi
konu þeirrar, sem hafði sært mig svo
mjög, fór jeg samt til hennar og hjet
liðsinni mínu. Kvaðst jeg eigi mundu
hætta leit fyr en jeg hefði veitt villi-