Rökkur - 01.09.1924, Page 62
58
mál sitt, gerði mig enn áfjáðari. Jeg
skyldi sýna henni, að engi úlfnr fengi
hrætt mig. Og þannig varð það þá, jeg
var á einlægu stjákli, alveg eins og áður,
þegar jeg var að reyna að klekkja á
Miickenzáhler. Jeg var á ferli nætur og
daga, hvernig sem viðraði. En hversu
grandgæfilega, sem jeg leitaði, fann jeg
slóð eftir úlf aðeins einu sinni. pað var
á götuslóðanum á nýgræðingssvæðinu,
þar sem jeg einu sinni var með greifa-
frúnni. En þar sem gatan beygíst á
stað einum, hurfu sporin skyndilega.
„Jeg leitaði á nálægum stöðum, en án
árangurs. Ríkisskógarvörðurinn í Propst-
heim fullyrti, að hann hefði sjeð úlfinn,
er hann gekk um skóginn. En skógar-
vörðurinn var þá vopnlaus. En hann var
kunnur að ósannsögli og var því lítt
mark tekið á frásögn hans. Ráðsmaður-
inn á Fiinfstetten sagði, að hann hefði
sjeð úlfinn, aðeins um fimm skref í
burtu, en hann hefði horfið, áður en
hann hafði tíma til að miða á hann.
Hann sagði, að hann hefði verið grá-
i>rúnn að lit og gríðarstór. Hann varð