Rökkur - 01.09.1924, Page 67
63
hefði gert, og jeg var kominn á engið,.
þar sem hann skaut dýrið, á hálftíma.
Jeg stóð þar sem steini lostinn. petta
dýr hafði ekki verið skotið til bana.
Blóðið hafði spýst út til allra hliða.
Sumstaðar voru tætlur úr skinni, kjöt
og hár. Spor úlfsins voru sjáanleg innan
um spor dýrsins. Loks fann jeg spor
Múckenzáhler og jeg hygg, að hann hafi
staðið bak við runna og horft á úlfinn
híta dýrið á háls. Gekk hann þá sjálfur
að og hirti dýrið, annað hvort þá fyrst,.
er úlfurinn var farinn af sjálfsdáðum
eða þá, að hann hræddi hann í burtu.
„En greifafrúin hafði sagt ósatt. Hún
hafði ekki verið með Múckenzáhlcr á
enginu. Hún hafði aðeins hjálpað hon-
um úr kröggum, er jeg kom að þeim í
kofanum. En þess hefði vart verið þörf,
því það hefði verið ógerlegt að sanna,
að Múckenzáhler hefði drepið dýrið, ef'
hann hefði sagt, að hann hefði fundið
það, bitið á háls.
„Hún hafði sagt ósatt. pau unnu sam-
an að bleyðiverkum. Og hver veit, hve
lengi hún hafði verið í kofanum? Kann-