Rökkur - 01.09.1924, Page 86
82
þegar tekið eftir því, að fát kom á Mar-
cus, er Brigid kom á vettvang, og að
hann ljet sjálfboðaliðana' sjálfa segja
hvað þeir vildu. En Farragal hagaði
orðum sínum svo, að hann beindi at-
hygli þeirra frá þessu. Sjálfboðaliðamir
gengu varlega inn og reyndu að forðast
að óhreinka gólfið og líkaði Brigid það
vel. Svo fóru þeir að opna pinkla sína.
Brigid skaraði nú í eldinn og setti
stóran pott á hlóðir. peir voru bráðlega
alveg eins og þeir væru heima hjá sjer.
Og hún hugsaði um það, hversu þeir
höguðu sjer alt öðra visi en aðrir her-
menn, sem stundum höfðu þyrpst inn í
eldhús hennar og drukkið þar meira en
góðu hófi gegndi.
Pjetur frá Dublin var matreiðslu-
sveinn flokksins og úr baktösku sinni
tók hann te og sykur, tvær dósir, sem
hann notaði við te-gerðina og skipaði
evo Hugh rauða, að sneiða niður tvö
brauð, er tekin voru úr tösku annars
hermanns. Marcus, sem hafði kveikt á
vegglampa, sem ekki hafði verið notaður