Rökkur - 01.09.1924, Page 87
83
í háa herrans tíð, horfði forvitnislega á
Þetta alt saman.
Loks mælti hann:
„pið fáið ekki að borða annan mat í
þessu húsi, piltar, en þann, sem Brigid
ber fram úr eigin búri. Kynlegt þætti
mjer, ef hún sjálf ætti -ekki kalt ket á
byllum og mjöð í keggi.“
petta var óbeinlínis til hennar mælt.
Farragal tók eftir því, hvemig Marcus
hagaði orðum sínum.
Brigid bar góðan mat á borð.
„Hjer býr gott fólk,“ sagði einn her-
mannanna lágt við fjelaga sína. Sjálf-
boðaliðarnir snæddu lyst sína og er þeir
höfðu það gert fóru tveir á vörð og leystu
þá, er þar voru fyrir, af hólmi.
„Óvíða annarstaðar hefir okkur verið
svo vel tekið í þessari herjans bygð,“
sagði einn sjálfboðaliðinn, allhátt.
Hugh rauði og Pjetur frá Dublinþógu
upp, og er því var lokið tók Hugh hrís-
vönd úr homi og sópaði gólfið. Hann
vildi ekki heyra það nefnt á nafn, að
„húsmóðirin sjálf sópaði“.
Faragal leit á úlnliðs-úr sitt og mælti:
6*