Rökkur - 01.09.1924, Page 90
86
sungið var, og Marcus hafði klappað
óspart lof í lófa; til dæmis þegar Pjetur
söng „Spailpin a ruin“ og litli Jem
„Whaek fol the diddle“.
„Hún fjekk einusinni verðlaun fyrir
söng“, hvíslaði Marcus aftur að Fara-
gal.
Faragal stóð á fætur.
„Húsmóðir góð“, sagði hann. „Kann-
skle þjer vilduð syngja fyrir okkur eitt-
hvað af kvæðunum yðar, sem þjer feng-
uð verðlaun fyrir í gamla daga“.
Á þessu andartaki stóð Brigid við eld-
stóna, og bjarmann frá glæðunum lagði
á andlit henni. Auðsjeð var, að henni
var mikið í hug, og að fornar, góðar end-
urminningar höfðu vaknað skyndilega í
sál hennar. Hún kiptist við snögglega, er
Faragal mælti og leit skarplega á Mar-
cus. Hann hlaut að hafa skýrt frá því,
að hún átti söngrödd góða. Henni geðj-
aðist ekki að því, að Marcus skyldi hafa
um þetta mælt. Hún beygði andlit sitt
aftur yfir eldinn.
„Húsmóðir góð“, sagði litli Jem. „pjer
megið ekki láta dkkur verða fyTÍr von-