Rökkur - 01.09.1924, Page 93
89
„Við ættum ekki að kvarta, því þeir,.
sem á undan gengu, áttu enn erfiðara
en við. Sjaldan er liurð óopnuð látin,.
þar sem við knúum á.“
Brigid var glöð yfir þögn þeirra, því
hún vissi, af því hún átti viðkvæmni
listamannsins í ríkum mæli, að1 hún bygð-
ist á hrifni og skilningi. Og þegar hún.
heyrði þá hvísla „aris“ þá var hún
reiðubúin til þess að syngja meira fyrir
þá. Hún söng söng, sem margar endur-
minningar voru við tengdar, Siubhail 4
Ghra. —
I would I were on yonder hill,
It’s there I would sit and cry my fill,.
Till levery tear would turn a mill —
But you may go, mavourneen, safe.
Og þegar vísan þessi hljómaði um stof-
una, varð Faragal þess var, að Marcus.
lagði hönd sína á öxl hans og þrýsti að..
Brigid var óspart klappað lof í lófa, en
á meðan á því stóð, kom annar varð-
maðurinn inn og hvíslaði einhverju í
eyra Faragal.