Rökkur - 01.09.1924, Page 101
97
skóla. Er þá uppi fótur og fit og flýg-
ur mörgum kapp í kinn. Liggur mjer
Stundum við að halda, að Vesturheims-
menn leggi næstum of mikla áherslu 6
íþróttalífið, on satt er gríska máltæ'kið:
„Heilbrigð sál í hraustum líkama“.
Bókasöfn eru þar ágæt, meðal annars
hið víðkunna Fiskesafn ísl. bóka, blaða
og tímarita, sem þú efalaust kannast við.
Var það eitt af því, sem laðaði hug
minn hingað. Og með því móti gat jeg
haldið andlegu sambandi við heimaland-
ið og vitað hvað var að gerast þar í and-
legum málum.
Skólanum er afbragðs vel í sveit kom-
ið. Byggingar eru hjer myndarlegar og
prýðilega úr garði gerðar, eins og þú
getur sjeð á myndum þeim, er jeg sendi
þjer. Umhverfið er yndislega fagurt,
skógivaxnar hæðir með blómskreyttum
dölum og dældum, lækjum og fossum,
enda er þetta svæði í einhverjum feg-
ursta hluta hins víðlenda og fagra New-
York-ríkis. Er þetta svæði hjer kallað
„Finger-Lake-Begion“. Ithaca er ástærð
við Reykjavík, og getur því ekki stór
7