Rökkur - 01.09.1924, Page 109
105
fjallinu — cn þar vex ekkert. par er
ekkert, nema grjót og snjór.“
En það eru fjöllin sem eru búr fjalla-
búanna. Nægtabúr þeirra, nú, eins og í
fyrri daga. Hafið þið tekið cftir því, að
elstu bæir fjallabygðanna eru oft efst í
bliðunum? Hvers vegna? Jú, það var
hægara að hafa auga með búfjenu og
þar var skamt á beitarlöndin ágætu.
Og þar voru hreindýr, rjúpur, hjsrar
og önnur dýr. Heldimir þeirra voru
hlýir og peninga virði. Vötn full af
fiski. I fyrri daga grófu menn dýra-
grafir og veiddu dýrin í þær eða spjót
og önnur vopn voru notuð. Stundum
bogar og örvar. J?að var nóg í þessu
nægtabúri. pað var nóg um kjöt og fisk,
sem var reyktur eða saltaður. Aðeins
skorti mjölmat. Fjallinu átti fólkið það
að þakka að það var sjálfbjarga að
kalla.
Svona líf, mann fram af manni, dró
fram og þroskaði alt það besta, sem
kemur fram hjá mönnum. En það var
erfitt líf, og margir þeir, sem veikbygð-
ir voru, biðu ósigur í baráttunni.