Rökkur - 01.03.1938, Page 5
RÖKKUR
37
Frægasti leikari Norðurlanda
heimsækir Island.
Poul Reumert, hinn víðfrægi, ágæti danski leikari,
sern oss Islendingum er að svo góðu kunnur frá fyrri
komum hans hingað til lands, var meðal farþega á
Lyru 16. mai. Vér íslendingar eigum þess sjaldan
kost, að fagna heimsfrægum listamönnum, slíkum sem
Poul Reumert, en þeim mun meiri og innilegri er gleði
vor, er slík tækifæri gefast. En þar sem Poul Reumert
ei>, þá fögnum vér eigi að eins heimsfrægum leikara,
heldu r og ágætum vini íslands og aðdáanda, sem ætlar
nú, ásamt frú sinni, leikkonunni frægu, frú Önnu Borg
Leumert, og bestu leikurum höfuðstaðarins, að sýna
hér tvö fræg leikrit, í því göfuga augnamiði, að það
niegi verða Islandi og þjóðleikhúsinu og framtíð ís-
^enskrar leiklistar að sem mestu o'agni. Verður hið göf-
nga tilboð Poul Reumerts og frúar hans seint metið
Sem vert er. Hér er um að ræða stórviðburð í sögu ís-
lenskrar leikmenningar.
Utgefandi Rökkurs fór
samdægurs á fund Poul Reu-
'Rert og átti tal við liann og frú
hans, á æskuheimili hennar hér
1 hænum, þar sem þau dveljast
asamt börnum sínum hjá syst-
kinum frúarinnar, uns þau að
leiksýningunum loknum fara
aUstur að Þingvöllum til nokk-
Urrar hvíldar.
Poul Reumert er vingjarnleg-
brosandi og hress, þótt ný-
^hginn sé af skipsfjöl, og lætur
1 hós mikla aðdáun á fegurð
landsins, er e. s. Lvra sigldi i
höfn.
„Innsiglingin er dásamleg“,
sagði Poid Reumert. „Er mað-
ur lítur hin fögru fjöll landsins
á sumarmorgni, vaknar ósk um
það, að þetta ætti allir í öllum
heiminum að sjá. ísland hefir
svo margt aðdáanlegt að sýna
öðrum þjóðum. Og við að tala
um þetta minnist eg þess, að i
París í fyrra var þess saknað,
að Island tók ekki þátt í heims-
sýningunni."