Rökkur - 01.01.1941, Blaðsíða 2
R Ö Iv K U R
jafnvel aftur til heiðni. Yið ná-
kvæma rannsókn, hefir komið
í ljós, að sumar venjurnar
standa í nánu sambandi við
venjur clstu indó-evrópiskra
þjóða, sem sögur fara af.
A undan sjálfri jólahátíðinni
liefst fjörutíu daga fasta. Á að-
fangadag föstunnar, sem hefst
14. nóvemher, er efnt til veislu,
sem fjölskyldan tekur öll þátt
í með gleði og glaumi. Víða um
landið er þessi veisla lika hald-
in á Marteinsmessu (11. nóv-
ember), því vikan næsta á eft-
ir er merkisvika í hjátrú þjóð-
arinnar. Þá daga má maður
helst elcki fara út fyrir húsdyr,
hnífar og skæri er vandlega
falið og engum leyft að taka
sér þau verkfæri i liönd. Kon-
ur mega ekki kemba né
spinna ull, og þær mega heldur
ekki vefa. Þær eru margar,
þessar reglur, og í ýmsum til-
gangi gerðar.
Slavneskur hringdans