Rökkur - 01.01.1941, Blaðsíða 8
8
ROKKUR
Vígbúnaður U.S.A.
Y ÍGBÚNAÐUR Bandaríkj -
anna eykst með degi hverj-
um. Nýjar verksmiðjur eru
reistar til að framleiða hergögn,
og gömlum verksmiðjum er
breytt, því að rikið krefst þess
af eigendum þeírra, að þær sé
notaðar í þágu vígbúnaðarins.
Bandarikin liafa nú um skeið
verið fremst á sviði flugvéla-
tækninnar. Þau hafa lengi átt
f ullkomngs tu f arþegaflugvél-
arnar og liraðskreiðustu orustu-
flugvélamar. Var löngum, hann
á útflutningi nýrra flugvéla frá
Bandaríkjunum, til þess að aðr-
ar þjóðir gæti ekki lært af þeim,
og þá jafnvel farið fram úr
þeim. Þessu banni var aflétt fyr-
ir nokkuru, til þess að hjálpa
Bretum.
Visir hirti fyrir skemmstu
mynd af stærstu sprengjuflug-
vél í heimi, sem er í smíðum í
Bandaríkjunum. Þeir hafa auð-
vitað fjölda annara nýrra flug-
vélategunda í smíðum, sem að
hraða og öðrum útbúnaði eru
miklu betri en aðrar þjóðir geta
leflt fram.
¥
J Dayton í Ohio liafa t. d. far.
ið fram að undanfömu
reynzluferðir á sprengjuflugvél-
um, sem eiga að geta flogið í
40—50.000 feta hæð, með full-
fermi af sprengjum.
Þegar flogið er svo hátt, er
loftið orðið svo þunnt, að engin
lifandi vera getur lifað þar,
vegna súrefnisskorts. Þurfa
menn þá að nota súrefnisgrím-
ur. Þær eru liinsvegar flug-
mönnum mjög til trafala og eru
því þessar sprengjuflugvélar
Iiafðar svo loftþéttar, að loft-
þrýstingurinn í þeim er litlu
minni en niður við yfirborð
jarðar.
Kosturinn við að geta flogið
svo hátt, er sá, að loftvarna-
byssur eru þá gagnslausar, því
að þær draga vart hærra en 18
þúsund fet. En svo háu flugi
fylgir líka sá galli, að erfiðara
ei- að hæfa markið á jörðinni
með sprengjunum. Bandaríkja-
menn segjst þó hafa sigrast á
þeim erfiðleika með miðunar-
tæki, sem ,,verpi eggjunum“
þar sem ætlazt er til.
*
INA vörnin gegn slíkum
sprengjuflugvélum eru or-
ustuflugvélar, sem geta hækkað
flugið mjög hratt. Hafa Banda-
ríkjamenn þegar smíðað or-
ustuflugvél, sem getur hækkað