Rökkur - 01.01.1941, Blaðsíða 3

Rökkur - 01.01.1941, Blaðsíða 3
R 0 K K U R 3 1 borgunum er næst síðasti sunnudagur fyrir jól kallaðar feðradagur; só síðasti aftur á móti kallaður mæðradagur. Þá eru feður og mæður laumulega bundin við stóla og þau verða að kaupa sig laus með eplum, Iinetum eða einhverju g'óðu munngæti. En þessi siður er aðeins til í borgunum, liann þekkist ekki til sveita. Hinn 21. desember, slysli dagur ársins, er dagur Ignats bins helga, og þá fer fram einskonar undirbúningsbátíð undir jólin. Strax árla morg- uns fer húsfreyjan út í aldin- garðinn og' brýtur grein af ein- liverju plómutrénu. Hún fer með greinina inn í búsið og segir: „Góðan dag, og gleði- lega Ignatshátið!“ Fólkið svar- ar á sama hátt og þakkar jafn- framt. Að þessu loknu gengur hún að eldstónni, kveikir eld og biður bæn: „Guð blessi heimilið, gefi lieimilisfólkinu góða heilsu og fjölgi börnun- um, kiðlingunum, lömbunum og kjúklingunum, hann gefi okkur ennfremur smjör og hunang, gnægð silfurs og gullna dúkata!“ Þá hefur hún trjágreinina til lofts, teygir úr sér eins og hún getur og segir: „Megi kornið á ökrunum, maís- inn og öll uppskera verða svona hátt.“ Svo stingur hún kvistinum i keðjuna, sem lilóð- arketillinn hangir í. Fyrsti maðurinn, sem keniur i heim- sókn þenna morgun, kemur einnig' með plómuviðargrein og endurtekur með sömu orð- um og Iiúsmóðirin bænirnar, er hún las. Yfirleitt fer enginn manneskja svo i heimsókn þénnan morgun, að hún hafi ekki plómuviðargrein meðferð- is og haldi sig í öllu við þá siðu, sem við greinina eru tengdir. Fvrsti gesturinn, sem kemur i heimsókn til einhverr- ar fjölskyldu er kallaður „po- lazajnik", og við hann er dekr- að á alla lund. Honum er boð- ið besta sætið í húsinu og fyr- ir hann eru bornir gómsætir á- vextir og annað sælg'æti. Arla morguns á aðfangadag jóla fer húsbóndinn út í skóg að svipast um eftir „badnjak“, þ. e. jólatré. Oftast velur hann sér unga eik, ekki mjög granna, en þó ekki gildari en svo, að liann geti höggvið liana í fvrsta höggi. Höggið verður að koma að sunnanverðu frá, og sömu- leiðis verður að gæta þess vandlega, að tréð falli ekki á annað tré, því það myndi leiða ógæfu yfir heimilið. Þegar bú- ið er að fella tréð, tekur bónd- inn það á öxl sér og fer með það heim. A leiðinni tekur hann strá með sér í poka.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.