Rökkur - 01.01.1941, Qupperneq 16

Rökkur - 01.01.1941, Qupperneq 16
lí) R O K K U R Nazionale, urðu tveiin mönnum að bana og særðu fleiri. Loftvarnasveitirnar eru á ítölsku nefndar „Unita Nazion- ale Per Protezione Anti Aerea“ og er það í daglegu tali stytt í „UNPA“. Ef tir spreng j ubro tasl jrsin, sem ofar getur, fann einhver gárungi upp á nýrri þýðingu á UNPA — „Unico Nostro Peri- colo Aereo“, sem þýðir „eina hætta okkar úr loftinu“. Eg er mjög mikill aðdáandi Rómaborgar. Eg vona að sú dá- samlega borg verði aldrei fyrir sprengjuárás, en eg er þeirrar skoðunar, að Bretar ætti ekki að hika við að gera árás á flug- völl hersins hjá Campagna og hina mörgu benzín og olíu- gevma í úthverfum borgarinn- ar. h. Til áskrifendanna: Vegna lasleika og anna á út- gef. Rökkurs ósvarað allmörg- um bréfum áskrifenda og verð- ur öllum slíkum bréfum svarað næstu 2—3 vikur. — Ráðgert er að senda Greifann framvegis mánaðarlega með Rökkri. — — Mér sárleiðist þetta jafnrétt- isþvaður! Hvað eigum við konur að gera við kosningarrétt og alla þá vitleysu! Ekki baun! Nei, það, sem okkur vantar, er vald til þess, að láta setja karlana okkar í stein- inn, ef þeir sýna okkur óhlýðni og þrjósku! * Hún: Mig dreymdi í nótt, að eg væri komin að falli. Er það ekki voðalegt ? Hann: Verra var það, sem mig dreymdi. Mér þótti þú vera orðin konan mín. . * — Ætlarðu nú að taka af mér giftingarhringinn, Hannibal minn, þegar eg er dáin? — Ójá — heldur het’i eg hugs- að mér það. Maður veit nefnalega aldrei hvað fyrir kann að koma. ★ —■ Eg lyfti glasinu og bið ykk- ur öll að drekka skál brúðhjón- anna. En jafnframt bið eg ykkur að óska þess með mér, að þau megi eiga marga brúðkaupsdaga framvegis! Þau lifi! Húrra! * 1700 bjargað. Atlantic City í New Jersey, Bandaríkjunum, er mjög vinsæll baðstaður. Síðastliðið sumar björguðu baðverðir 1700 manns frá druknun þarna. Aðeins ein manneskja druknaði. Útgefandi: Axel Thorsteinson. Afgreiðsla: 1 Félagsprentsmiðjuhúsinu, opin 9—11.

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.