Rökkur - 01.01.1941, Blaðsíða 7

Rökkur - 01.01.1941, Blaðsíða 7
R Ö K K U R / inn, en að svo búnu eru kök- ur og' annað góðgæti borið á borð fyrir liann af mikilli rausn. Hann gengur að eldin- um, skarar i hann og les bless- unarorð yfir fjölslcyldunni og lieimilinu. Um leið og gneistar í eldinum segir hann: „Eins og gueistarnir eru margir, svo mörg' verði börnin, lömbin, kiðlingarnir o. s. frv.“ Yfirleitt viðhefir hann liina sömu siði og gert hefir verið á Ignats- deginum. Áður en hann fer á brott aftur, er lionum veitt kaffi eða brennivín og að lok- um leystur út með gjöfum, sokkum, vettlingum eða ein- liverju þessháttar. Aðalmáltíðina — rifjasteik af ungu svíni, lætur liúsbónd- inn sjálfur á eldinn, og' i sama augnabliki kveða við fagnað- arskot, sem skotið er í tilefni af atburðinum. Eins og á aðfangadagskvöld fer borðhaldið á jóladaginn fram á gólfinu. Vigða kertið, jólakakan og' eitt glas fult af rauðvíni er látið á miðjan dúk- inn. Húsbóndinn kveikir á kertinu, gerir fyrir sér kross- mark og gengur þrjá hringi umhverfis matinii/Og' fólkið á gólfinu með reykelsisskálina í höndunum. Ilann vígir jóla- brauðið, gefur öllum sopa úr vínglasinu og les borðbæn, er endar með þessum orðum: „Drottinn er jneðal okkar, amen!“ Þá loks er tekið til matar síns. Þegar borðhaldið er húið, er slökt á kertinu, og það er g'ert með því, að dýfa því niður i vínglas. Á sjálfan jóladáginn er mest- megnis dvalið heima, og fólk fer sem allra minnst út. í þess stað situr fólkið saman, segir hvort öðru sögur, syngur eða liefir sér eitthvað annað til dægrastyttingar. En á annan í jólum heimsækir fólk hvert annað og unga fólkið dansar. Þegar fólk hittist þessa daga, ávarpar það hvert annað með ])essum orðum: „Krislur er fæddur!“ Sá ávarpaði svarar: „Sannarlega. Hann er fædd- ur!“ A þriðja í jólum er stráinu sópað saman og borið í varp- kassa hænsnanna. Húsið er sópað mjög vandlega, og borð, stólar og' bekkir borið inn í það aftur sem tákn þess, að jólahátíðin sé um garð g'engin. þ. — Hver er munurinn á konunni þinni og' útvarpinu, Hansen minn? — Aöallega sá. aS hægt er aö loka því, en ekki henni!

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.