Rökkur - 01.01.1941, Blaðsíða 4

Rökkur - 01.01.1941, Blaðsíða 4
4 R O- K K U R En á meðan bóndi ’er úti í skógi að leita eftir jólatrénu, Svartfjallabúi. keppist kvenfólkið við að baka jólabrauðið heima. Eru það kökur af allskonar gerðum og stærðum. Aðalkakan er „af- mæliskaka Drottins vors Jesú Krists“. Áður en kvöldar er hver einn og einasti stóll bor- inn út úr húsinu, og sömuleið- is allir hnífar og gafflar, sem ekki eru blátt áfram nauðsyn- legir við jólaborðhaldið, Á kvöldborðið á aðfangadag er barinn fiskur, baunir, súr- kál og loks sæt kaka fylt með hnetum. Máltíðinni er að öllu leyti hagað eins og gert er yf- irleitt við föstumáltíðir, án kjöts, án feiti og án eggja. Þegar kvöldar ketæiur aitl heimilisfÖIkið sam-aa i stofú.. Á stórum opnum arni hrennv- ur eldur. Þá leggur húsbóisid'- inn út til að sækja jÖIatréð. en áður verður hann að láta á sig glófa, því það má ekki snerta jólatréð með berarn höndum.. Á meðan bíður húsmóðirin viffi dyrnar og heldur á sigti, fyltn með maís- og hveitikjörnum. Um leið og húsbóndinn knýr á hurðina, eru dyrnar opnað- ar; hann býður gott kvöld og óskar gleðilegra jóla, en hus- freyjan hristir kjarnana rir sigtinu yfir jólatréð og segir um leið við bónda sinn: „Guð blessi þig, og við þökkum þér.“ Þá lætur húshóndinn neðri og gildari enda trésins i eld Slavnesk stúlka.

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.