Fréttablaðið - 24.01.2023, Page 2
Væri betra að beina
vélunum annað? Eða
leggja seinna af stað?
Breki
Karlsson,
formaður
Neytendasam-
takanna
Brjáluð læti á Bocuse d´Or
Sigurjón Bragi Geirsson varð áttundi í Bocuse d’Or í gær en Danir hrósuðu sigri í þessari virtustu matreiðslukeppni heims, sem yfirleitt er kölluð heimsmeist-
arakeppni einstaklinga í matreiðslu. Fjölmargir Íslendingar fylgdu Sigurjóni, meðal þeirra var Ólafur Helgi Kristjánsson, eigandi Brasserie Kársnes í Kópavogi.
„Við höfum alltaf endað á topp tíu sem er frábær árangur fyrir litla Ísland og sýnir hvað við erum að gera vel í mat hér á landi,“ segir Ólafur. Mynd/Ólafur Helgi
- einfaldara
getur það
ekki verið!
Mikil óánægja ríkir hjá far-
þegum Icelandair sem sumir
boða lögsókn eftir langa bið
í vélum félagsins í Keflavík.
Neytendasamtökin segja
málið vekja upp áhugaverðar
spurningar.
bth@frettabladid.is
ggunnars@frettabladid.is
samgöngur Ranglega hefur verið
haldið fram að allar vistir hafi
klárast um borð í vélum Icelandair
sem urðu veðurtepptar á sunnudag.
Þetta segir framkvæmdastjóri hjá
Icelandair.
Farþegar biðu útgöngu úr vélum
á Kef lavíkurf lugvelli í allt að tíu
klukkustundir. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Isavia taka flugfélögin
ákvörðun um hvort lent skuli á flug-
velli eða ekki.
„Við upplýsum flugfélög og flug-
rekstrarfyrirtæki um veðurspá,“
segir Guðjón Helgason hjá Isavia.
Ljóst var að hans sögn að veðrið á
sunnudag yrði vont og var haldinn
sérstakur fundur á laugardags-
kvöldið þar sem aðgerðastjórn mat
aðstæður.
„En flugvöllurinn er alltaf opinn.
Alþjóðaflugvellir eru alltaf opnir,“
segir Guðjón.
Ef vindhraði fer yfir 50 hnúta
er landgangur ekki opnaður að
vélum. Stigabílar komust hvorki
lönd né strönd þar sem þeir hefðu
getað nuddast út í vélarnar í rokinu.
Vindur fór yfir 70 hnúta í hviðum
og fauk hlaðmaður hundruð metra
eftir flugbrautinni í látunum.
„Það sköpuðust þarna mjög erf-
iðar aðstæður,“ segir Guðjón.
Kristen Carr, farþegi í Ameríku-
fluginu, sat föst allan sunnudaginn.
Hún vandar Icelandair ekki kveðj-
urnar og segir að allur matur hafi
klárast um borð sem og drykkir og
salernin orðið ónothæf.
Þetta segir Jens Bjarnason,
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Icelandair, vera rangt. „Við höfum
rætt við áhafnir og í öllum vélum
voru birgðir, óáfengur vökvi til að
drekka. Þar sem vatn kláraðist var
til sódavatn.“
Jens segir að spár færustu sér-
fræðinga um veðrið hafi ekki stað-
ist.
„Versta veðrið átti að ganga yfir
klukkan níu um morguninn en
detta svo niður um hádegi. Ef það
hefði gengið eftir hefðum við alveg
getað komið vélunum til og frá
Kef lavík þarna um morguninn,“
segir Jens. Eitraður kokteill hita-
stigs, úrkomu og vinds leiddi til þess
að svo fór sem fór, að sögn Jens.
Tjón Icelandair hleypur á tugum
milljóna. Spurður hvort félagið sjái
fram á að greiða farþegum skaða-
bætur segir Jens að röskun vegna
veðurs sé undanþegin neytenda-
rétti.
Breki Karlsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, segir að málið
veki upp áhugaverðar spurningar
um hvenær farþegi sé kominn á
áfangastað og hvenær ekki. „Er það
þegar flugvélin lendir eða þegar far-
þegar stíga frá borði? Það getur haft
áhrif á mögulegar bætur.“
Breki segir að læra verði af þessari
reynslu.
„Hver nig munu f lug félög in
bregðast við næst þegar svona veður
geisar? Væri betra að beina vélunum
annað? Eða leggja seinna af stað?
Þetta er eitthvað sem f lugfélögin
hljóta að skoða.“ n
Segir vistir ekki hafa þrotið
Fárviðri gerði farþegum um borð í vélum Icelandair lífið leitt á sunnudag.
Icelandair og farþegum ber ekki saman. fréttablaðið/anton
benediktboas@frettabladid.is
skólamál Nemendur í þriðja og
sjöunda bekk í Flataskóla þurfa að
vera heima næstu tvo daga vegna
myglu í skólanum. Starfsemi leik-
skólans mun einnig liggja niðri
næstu tvo daga. Eins og fram hefur
komið greindist mygla í Flataskóla
úr sýnum sem voru tekin í október
og í kjölfarið var farið í heildarút-
tekt innan skólans.
Í bréfi sem sent var til foreldra
barna í skólanum í gær kemur
fram að Mannvit hafi upplýst um
fyrstu niðurstöður úr sýnatökum
en þær benda til þess að loka þurfi
nokkrum rýmum til viðbótar í skól-
anum. Um er að ræða matsal og leik-
skóladeild skólans en einnig tvær
kennslustofur 7. bekkjar, eina stofu
3. bekkjar, eina stofu 6. bekkjar og
sérkennslurými.
Aðrir nemendur áttu að mæta í
skólann venju samkvæmt en þurfa
að koma með nesti með sér í skól-
ann í dag. n
Nemendur heima
vegna myglu
Það fá ekki allir að mæta í skólann í
dag. fréttablaðið/Valli
odduraevar@frettabladid.is
lögreglumál Margrét Valdimars-
dóttir, dósent í af brotafræði við
Háskóla Íslands, segir að rannsóknir
á notkun lögreglu á raf byssum í
nágrannalöndum bendi til þess að
þær hafi lítið að segja um öryggi
lögreglu og almennra borgara líkt
og Jón Gunnarsson dómsmálaráð-
herra hefur fullyrt.
Reglugerð ráðherra sem heimilar
lögreglumönnum að nota rafbyssur
öðlaðist gildi í gær.
Margrét segir að sumir hafi
áhyggjur af því að rafbyssuvæðing
lögreglunnar muni auka vopnaburð
hjá glæpahópum. „Mér finnst ekki
sennilegt að þetta muni breyta ein-
hverju varðandi vopnaburð glæpa-
hópa.“ Að síðustu nefnir Margrét að
í samanburðarlöndum Íslands tíðk-
ist það gjarnan að halda vel utan um
gögn þegar svo stórtækar breytingar
verða á löggæslu.
„Önnur lönd eins og Noregur
og Bretland sem hafa farið í þessa
breytingu hafa haldið rosalega
vel utan um gögn, af því að núna á
markmiðið að vera að fækka slysum
á lögreglumönnum, þá verður líka
að vera skýrt að það sé haldið utan
um gögn þannig að það sé hægt, til
dæmis eftir eitt ár, tvö ár, að skoða
hvað gerðist.“ n
Rafbyssuvæðingin hófst í gær
Margrét Valdi-
marsdóttir,
dósent í af-
brotafræði við
Háskóla Íslands
2 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023
ÞRiÐJUDAGUR