Fréttablaðið - 24.01.2023, Page 6

Fréttablaðið - 24.01.2023, Page 6
Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu. Sho Ubukata og eiginkona hans eru í minnkandi hópi Japana sem ákveða að gifta sig og eignast börn. Mynd/aðsend Löngun ungs fólks í Japan til að giftast og eignast börn heldur áfram að minnka samkvæmt nýrri könnun. Japanskur markaðsfræðingur segir við Fréttablaðið að tækni og aukið sjálfstæði kvenna komi í stað gamalla hefða. helgisteinar@frettabladid.is Japan Aðeins 16,5 prósent einstakl­ inga á aldrinum sautján til nítján ára í Japan segjast staðráðin í að gifta sig í framtíðinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var af Nippon Foundation. Rúmlega 65 prósent þeirra eitt þúsund ungmenna sem spurð voru hvort þau myndu vilja gifta sig í framtíðinni sögðust hafa löngun til þess. Þegar þau voru spurð hvers vegna þau héldu að hjónaband myndi mögulega ekki ganga upp sögðu 47,3 prósent karlmanna ein­ faldlega ekki geta fundið sér maka og vísuðu margir í eigin fjárhags­ erfiðleika. Meðal kvenkyns svarenda sögðu 52,3 prósent að það að vera einhleyp væri ekki eins sálfræðilega íþyngj­ andi og að vera með maka. Margar þeirra sögðu einnig að þær vildu ekki eiga börn og vildu ekki missa persónulegt frelsi sitt. Sho Ubukata, markaðsfræðingur í borginni Nagoya, telur að aukin þægindi í lífi samlanda sinna hafi mikil áhrif á ákvarðanir þeirra í lífinu. Með tækninni sé gömlum hefðum skipt út og að fólk reiði sig ekki jafn mikið á aðra. „Það að lifa er orðið auðveldara fyrir okkur. Í gamla daga fengu giftir karlmenn til dæmis eiginkonu sína til að þrífa og elda, en nú erum við komnir með vélar sem sjá um allt þetta fyrir okkur,“ segir Sho sem minnist reyndar líka á vélmenni sem sjá um aðrar þarfir innan hjónabandsins. Sho segir einnig að japanskar konur séu í auknum mæli komnar út á vinnumarkaðinn. Þær þurfi ekki að reiða sig fjárhagslega á eigin­ mann lengur. Það sé heldur ekki óalgengt að sjá japanska karlmenn sinna börnunum heima á meðan eiginkonur þeirra eru úti að vinna. „Þetta tengist líka japanskri menningu. Við erum frekar hlé­ dræg þjóð og erum ekki mikið að tala hvert við annað. Það hafa til dæmis komið út kannanir sem sýna að rúmlega 60 til 70 prósent háskólanema hafi ekki einu sinni farið á stefnumót.“ Sho segir einnig að ungt fólk í Japan hafi ekki tíma fyrir makaleit þar sem þrítugs­ og fertugsaldurinn sé gjarnan tileinkaður atvinnulíf­ inu. „Dugnaðurinn sem fólk sýnir á þessum árum á stóran þátt í að móta feril þess þegar það er svo komið á fimmtugs­ og sextugsald­ ur,“ segir Sho. Löngun fólks til að giftast og eign­ ast börn hefur minnkað víða í Asíu á undanförnum árum. Aukið sjálf­ stæði ungs fólks og hár framfærslu­ kostnaður hefur skapað umhverfi þar sem lítill hvati er til hjónabanda eða barneigna. Einbirnisstefnan í Kína hafi til að mynda skapað nokkurs konar einbirnismenningu meðal heillar kynslóðar þar í landi. Sho, sem er sjálfur kvæntur og á tvö börn, segir að japönsk yfir­ völd hafi reynt að hvetja til barn­ eigna með barnabótum. Borgar­ stjórn Nagoya borgar fjölskyldu hans tæplega 30 þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn og eru umræður í öðrum borgum um að auka greiðslur í von um að sporna við fyrrnefndri þróun. n Japanskir karlar skipta út eiginkonum fyrir vélmenni Í gamla daga fengu giftir karlmenn til dæmis eiginkonu sína til að þrífa og elda, en nú erum við komnir með vélar sem sjá um allt þetta fyrir okkur. Sho Ubukata, markaðsfræðingur helgisteinar@frettabladid.is samfélag Grétar Lind, starfsmaður Árbæjarlaugar, segir það mun flókn­ ara verkefni að hita sundlaugar á ný eftir lokun en margir gera sér grein fyrir. Sundlaugar eru háðar mis­ munandi tækjum sem staðsett eru í kjallara lauganna og þarf að fara hægt og rólega yfir upphitunar­ ferlið. „Þú ýtir ekki bara á einn takka og þá er allt komið,“ segir Grétar og bætir við að það taki tíma fyrir vatnið í sundlaugunum að hitna og þá sérstaklega á veturna. Hann segir sundlaugar mjög við­ kvæmar fyrir frosti og er það líka ástæða þess að laugarnar eru ávallt tæmdar að sumri til þegar þær eru hreinsaðar. Myndi starfsfólk tæma sundlaugina að vetri til myndi frostið einfaldlega skemma hana. „Við erum rík að eiga þetta heita vatn, en við tökum því samt stund­ Sundlaugar þurfa tíma til að hitna Margir íbúar urðu óánægðir þegar loka varð sundlaugum sökum mikils kulda. FRÉTTaBLaðIð/Hanna um eins og sjálfsögðum hlut og svo þegar við neyðumst til að skrúfa fyrir þá eru margir mjög óánægðir.“ Grétar segir að þrátt fyrir eitt versta kuldakast sem sést hefur í 50 ár sé Árbæjarlaug komin aftur í gott ástand. „Það getur tekið mislangan tíma að hita sundlaugina eftir því hvað hún er stór. Hitastigið er yfir­ leitt hærra hjá okkur, eða í kringum 29 gráður. Fólki finnst það bara mjög þægilegt.“ n benediktboas@frettabladid.is  stJórnsýsla Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um skil árs­ reikninga staðfestra sjóða og stofn­ ana fyrir árið 2021 vantar 290 árs­ reikninga. Alls bar 693 sjóðum og stofnunum að skila ársreikningi og höfðu 403 uppfyllt þessa skyldu Höfðu því um 58 prósent árs­ reikninga borist tæpum sex mán­ uðum eftir eindaga skila. Þá vekur athygli að 42 virkir sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi til embættisins þrátt fyrir árvissar ítrekanir þar um. „Í nýjasta áhættumati Ríkislög­ reglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka, sem gefið var út í mars árið 2021, er sér­ staklega fjallað um sjóði og stofnan­ ir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og ófullnægjandi skil þeirra á ársreikningum síðustu ár. Í áhættuflokkun Ríkislögreglu­ stjóra er áhættan af því að slíkar stofnanir eða sjóðir verði notaðar til að þvætta ólögmætan ávinning metin veruleg,“ segir í skýrslunni. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að brugðist verði við sem allra fyrst og allra leiða leitað til að bæta skil ársreikninga þessara aðila. Á undanförnum árum hefur Rík­ isendurskoðun margoft bent stjórn­ völdum á að virkari lagaúrræði þurfi til að knýja fram skil á þessum ársreikningum án þess að brugðist hafi verið við þeim ábendingum. n Ríkisendurskoðun getur ekki brugðist við lélegum skilum á ársreikningum Minningarsjóður Rúnars Júlíussonar skilaði síðast ársreikningi árið 2018. benediktboas@frettabladid.is  stJórnsýsla Af 30 aðgerðum gegn of beldi og afleiðingum þess er 18 lokið en 11 eru í vinnslu eða lokið að hluta og ein er í undirbúningi, hjá stýrihóp fjögurra ráðuneyta um framfylgd þingsályktunar um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðing­ um þess. Aðgerðir sem enn eru í vinnslu eru meðal annars fræðsla um of beldi til þeirra sem vinna með börnum í skóla­, íþrótta­ og æsku­ lýðsstarfi, fræðsluefni fyrir leik­ skóla, bætt áverkaskráning í slysa­ skrá Íslands og viðbragðsteymi um sérhæfða ráðgjöf til þolenda ofbeld­ is á landsbyggðinni. Enn er verið að undirbúa leið­ beinandi reglur um velferðarþjón­ ustu fyrir þolendur mansals. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem birt var í gær. Aðgerðaáætlunin var undir forystu þáverandi félags­ málaráðuneytis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags­ og vinnu­ markaðsráðherra, hefur kynnt stöðuskýrsluna fyrir ríkisstjórninni og áformað er í vor að skipa starfs­ hóp til að gera nýja aðgerðaáætlun. n Velferðarþjónusta fyrir þolendur mansals bíður enn undirbúnings Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnu- markaðsráð- herra ser@frettabladid.is  samfélag Ef mannfjölgun á Íslandi heldur áfram á sama hraða og und­ anfarin ár verða Íslendingar orðnir 400 þúsund undir lok næsta árs eða í byrjun árs 2025. Landsmönnum fjölgaði um 2.570 síðustu þrjá mánuði á nýliðnu ári. Samtals bjuggu 387.800 manns á Íslandi í árslok 2022, þar af voru 199.840 karlar, en 187.840 konur – og munar þar tólf þúsund manns. Þar við bætast 130 landsmenn sem skráðir voru kynsegin/annað í bókum Hagstofunnar. Um áramót bjuggu 247.590 á höfuðborgarsvæðinu, en 140.210 á landsbyggðinni. Samkvæmt uppfærðum tölum Hagstofunnar fæddust 1.040 börn á síðasta ársfjórðungi 2022, en 650 einstaklingar létust. Á sama tíma f luttust 2.120 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottf luttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 60 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkis­ borgarar voru 2.170 f leiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karl­ ar en konur fluttust frá landinu. n Tímamót nálgast í fjölda landsmanna Samtals bjuggu 387.800 manns á Íslandi í árslok 2022. FRÉTTaBLaðIð/VaLLI 6 fRéTTiR FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023 ÞRiÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.