Fréttablaðið - 24.01.2023, Side 20
34,5
Ísland skoraði 34,5
mörk að meðaltali í
leikjum sínum á þessu
móti.
2
Ísland skoraði tvisvar
40 mörk eða fleiri á
mótinu. Fram að því
hafði Ísland fjórum
sinnum skorað 40
mörk eða meira í
129 leikjum á HM.
28,3
Markmenn Íslands
voru með 28,3 prósent
markvörslu í leikj-
unum sex.
14
Af sextán útileikmönn-
um Íslands á mótinu
komust fjórtán á blað.
Aðeins Ólafur Andrés
og Ýmir náðu ekki að
skora.
21,8
Bjarki Már skoraði
rúmlega fimmtung
marka Íslands á
mótinu og var með
helmingi fleiri mörk en
næsti maður.
8
Ísland fékk á sig að
meðtali 34 mörk í leik
í milliriðlinum en 26 í
riðlakeppninni.
Íslenska liðið náði ekki að
standa undir væntingum á
HM í handbolta og féll úr
leik í milliriðlunum. Tap
gegn Ungverjum í öðrum
leik mótsins reyndist örlaga-
valdurinn þetta árið.
kristinnpall@frettabladid.is
Handbolti „Það var alveg vitað að
við gætum skorað mörk en von-
brigðin í þessu er varnarleikurinn,
hvað hann hefur oft verið slakur
þótt það hafi komið góð augnablik,“
segir Halldór Jóhann Sigfússon,
aðstoðarþjálfari Tvis Holstebro,
aðspurður hvernig spilamennska
Íslands á Heimsmeistaramótinu
í handbolta horfir við honum,
sólarhring eftir að það varð ljóst að
Ísland væri úr leik.
„Ég held að það séu allir ótrúlega
svekktir með þessa niðurstöðu og
að það sé hægt að kalla þetta von-
brigði. Þótt þetta séu framfarir frá
síðasta móti, þá var HM 2021 algjört
afhroð. Við erum með gott lið og
það hafa sjaldan verið jafn margir
íslenskir leikmenn að spila í stórum
hlutverkum í stórum klúbbum í
Evrópu. Það voru leikmenn utan
hóps sem eru að spila í háum gæða-
flokki.“
Í f ljótu bragði er augljóst hvað
varð Íslandi að falli. Varnarleik-
ur Íslands brást á ögurstundu
en Halldóri fannst hann sjá
glefsur af góðum varnarleik
en það hafi liðið of langur
tími á milli.
„Guðmundur er frá-
bær þjálfari og liðið
vel undirbúið en það
er eitthvað sem fer
ú r skeiðis þa r na .
Við vorum hrika-
lega slakir varnar-
lega 7 gegn 6 þar
s e m o k k u r
tókst ekki að
st a nd a það
af okkur, sér-
staklega gegn
Grænhöfðaeyjum. Við erum að fá á
okkur 102 mörk í þremur leikjum í
Tölfræðin sýni að vörnin var ekki nægilega góð
Væntingarnar voru miklar til liðsins í aðdraganda mótsins en slæmir kaflar urðu liðinu að falli. Tapið gegn Ungverjum í annarri umferð riðlakeppninnar reyndist banabitinn Íslands. Fréttablaðið/EPa
milliriðlinum sem segir ofboðslega
margt,“ segir Halldór spurður út í
varnarleikinn og heldur áfram:
„Liðið var að hlaupa ótrúlega
mikið. Ég persónulega hefði látið
okkur bregðast við og fara í öðru-
vísi vörn og hef áður sagt það, en
þjálfarar vilja halda í stöðugleika
og Guðmundur hefur haldið í 6–0
vörnina sem hefur stundum skilað
frábærum varnarleik. Tölfræðin
sýnir hins vegar að vörnin var ekki
nægilega góð á mótinu og það á
eftir að finna útskýringar á því.
Mér fannst vörnin standa best gegn
Portúgal en svo voru þetta tíu mín-
útur hér og korter þar í mismunandi
leikjum sem hún stóð sig vel.“
Þrátt fyrir að tveir af burðarásum
sóknarleiksins hafi meiðst á mótinu
tókst Íslandi að skora að meðaltali
34,5 mörk í leik. „Tölfræðin sýnir
að Gísli er meðal bestu sóknar-
manna mótsins. Það voru auðvitað
vonbrigði að horfa á eftir Ómari
í meiðsli og Aroni. Eftir á hugsar
maður hvað þeir spiluðu mikið í
byrjun, en á sama tíma er auðvelt
fyrir þjálfara að spila leikmönnum
áfram þegar vel gengur og Ómar er
vanur þessu álagi,“ segir Halldór
sem hefði viljað sjá hófsamlegri
notkun á Aroni í upphafi móts.
„Aron er ekki vanur að spila svona
margar mínútur lengur. Hann spilar
þessa dagana um 30 mínútur í leik
með Álaborg og hefur ekki klárað
stórmót í nokkur ár. Fyrir vikið
velti ég fyrir mér álagsstjórnun þar
sem við erum með stóran hóp og
nokkra leikmenn sem geta komið
inn,“ segir Halldór sem hrósar Gísla
Þorgeiri.
„Það var ótrúlega mikið álag
á Gísla á þessu móti og hann var
hreint út sagt stórkostlegur. Hann
skilaði sínum mörkum, fiskaði fjöl-
mörg víti, gaf fullt af stoðsending-
um og dregur liðið áfram.“
Halldór segist hafa orðið var við
umræðu um hvort Guðmundur sé
kominn á endastöð með liðið.
„Maður veit ekki hvað gerist í
framhaldinu. Við gerum miklar
kröfur sem handboltaþjóð
og leikmennirnir líka. Guð-
mundur er einn færasti þjálf-
ari Evrópu og með frábært
teymi, en það er annarra
að meta hvort tími hans sé
liðinn,“ segir Halldór en
það kom honum á óvart
að sjá Guðmund skipta
sér af umfjöllun um liðið.
„Það vantar auðvitað ekki
sérfræðingana á samskipta-
miðlum og það eru margir
sem fara fram úr sér í blaðri og
rugli. Guðmundur var fljótur að
fara í að pæla í þessu, hann hefur
verið að verja sig og sitt starf síðustu
ár. Ef Alfreð væri að pæla í þessum
málum, hvað hinn almenni sér-
fræðingur í sjónvarpi væri að segja,
væri hann líklegast búinn að tapa
baráttunni. “ n
16 íþróTTir FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023
þriÐJUDAGUr