Fréttablaðið - 24.01.2023, Síða 22
Hvernig getum við notað
þetta afl til að okkur líði
betur?
Hafdís Hanna Ægisdóttir
Ástkær móðir okkar, systir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Jóhanna Hermannsdóttir
frá Vestmannaeyjum,
andaðist 14. janúar sl. í Bandaríkjunum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helgi Hermann Hannesson
Jón Kristinn Hannesson
Herdís Hannesdóttir
Agnes Sandra Hannesdóttir
Edda Sigríður Hermannsdóttir
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Jónas Helgason
Sautjándajúnítorgi 1, 210 Garðabæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítala 10. janúar. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Eyþóra V. Kristjánsdóttir
Hjördís Lóa Ingþórsdóttir
Ingunn Vattnes Jónasdóttir Sverrir Óskarsson
Kristján Vattnes Jónasson Linda Rós Birgisdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, dóttir,
systir, mágkona og amma,
Halldóra Björg Ström
lést þann 18. desember sl.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey
5. janúar síðastliðinn.
Stefán Ásgeir Arnarsson Vigdís Margrét Jónsdóttir
Viktor Örn Arnarson Karen Margrét Bjarnadóttir
Sigrún Ström, Lúðvík Ólason, Stefán Ström, Helga
Bjarnadóttir, Gabríela Móey Stefánsdóttir, Axel Ström
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ólöf Elínbjört Gísladóttir
Ollý, Elín
áður til heimilis að Selási 6,
Egilsstöðum,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Skógarbæ, sunnudaginn
8. janúar. Hún verður jarðsungin frá Lindakirkju
föstudaginn 27. janúar kl. 15.00. Athöfninni verður streymt
á vefslóðinni: Lindakirkja.is/utfarir
Gylfi Már Hilmisson Philippa Stokes
Margrét Friðriksdóttir Guðmundur Óli Ragnarsson
Gísli Friðriksson Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Loftslagsleiðtogahópurinn við ísklifur. Mynd/Aðsend
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun. Mynd/ Helen MAybAnks
Loftslagskvíði – Hvernig lifum við
með honum? er yfirheiti hádegis-
fundar Loftslagsleiðtogans og
Stofnunar Sæmundar fróða um
sjálfbæra þróun.
arnartomas@frettabladid.is
Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra
þróun og Loftslagsleiðtoginn standa
fyrir hádegisfundi á morgun, miðviku-
dag, þar sem loftslagskvíði verður rædd-
ur og hvernig hægt er að lifa með honum.
Þar verða áhrif loftslagskvíða tekin fyrir
í erindum og opnum umræðum.
„Við komum að þessu verkefni, Lofts-
lagsleiðtoganum, sem fékk styrk úr
Loftslagssjóði 2021,“ segir Hafdís Hanna
Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar
Sæmundar fróða um sjálf bæra þróun.
„Loftslagsleiðtoginn miðar að því að
vald efla ungt fólk til að takast á við lofts-
lagsmálin í bland við útivist og leiðtoga-
þjálfun.“
Umræðuefni fundarins segir Hafdís
Hanna tilkomið vegna þess hve mikið
loftslagskvíði herjar á ungt fólk í dag.
„Það eru auðvitað þau sem munu erfa
jörðina,“ segir hún. „Við ákváðum þemað
með því að spyrja þau sem útskrifuðust
hjá okkur úr Loftslagsleiðtoganum hvað
ungt fólk vildi helst tala um og þetta er
það sem kom upp.“
Getur verið valdeflandi
Erindi á fundinum á miðvikudag flytja
þau Sverrir Nordal rithöfundur og Arn-
hildur Hálfdánardóttir, dagskrárgerðar-
maður á RÚV, sem hafa bæði fjallað um
loftslagskvíða í sínum verkum. Þá verða
einnig fjölbreyttar umræður, meðal
annars með aðkomu frá sálfræðingi hjá
sálfræðiþjónustu Háskóla Íslands og frá
háskólanema sem tók þátt í Loftslags-
leiðtoganum.
Hafdís Hanna segist ekki alveg viss
um hvenær hugtakið loftslagskvíði
dúkkaði fyrst upp en segir það orðið
statt og stöðugt meira áberandi á allra
síðustu árum.
„Við erum ekki síst að taka þetta fyrir
svo fólk geti fundið leiðir til að takast
á við loftslagskvíðann,“ útskýrir hún.
„Hann er raunverulegur og eitthvað sem
ungt fólk, og auðvitað eldra fólk líka,
finnur fyrir í sífellt meiri mæli.“
Hvað getum við gert til að takast á við
kvíðann?
„Það er til dæmis hægt að vera virk í
umræðunni um loftslagsmál eða nota
list til að tjá sig,“ svarar Hafdís Hanna.
„Það er hægt að valdefla sjálfan sig til
að takast á við þetta. Ég held að það sé
aldrei gott að sópa loftslagskvíðanum
bara til hliðar.“
Hafdís Hanna bætir að lokum við að
þótt kvíðinn geti haft hamlandi áhrif
þá megi líka nýta hann sem afl til breyt-
inga.
„Hann getur gefið okkur kraft til þess
að halda áfram að finna lausnir á þess-
ari miklu áskorun sem við jarðarbúar
stöndum frammi fyrir. Hvernig getum
við notað þetta af l til að okkur líði
betur? Við viljum endilega fá umræður
um þetta í salnum svo við getum heyrt
hvernig fólki líður með þetta allt saman
og lært hvert af öðru.“
Fundurinn fer fram í Odda, stofu 101,
í Háskóla Íslands milli klukkan 12 og 13
á morgun og er öllum opinn. n
Lifað með loftslagskvíða
Merkisatburðir |
1802 Napoléon Bonaparte er kjörinn forseti Ítalska lýð-
veldisins á Norður-Ítalíu.
1855 Kirkjan á Hvanneyri í Siglufirði fýkur af grunninum
og hafnar á hliðinni í kirkjugarðinum.
1908 Fjórar konur eru kjörnar í bæjarstjórn í Reykjavík.
Þetta er í fyrsta sinn sem konur hafa almennan
kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum.
1962 Brian Epstein tekur að sér umboð Bítlanna.
1984 Fyrsta Apple Macintosh-tölvan kemur í verslanir.
2008 Ólafur F. Magnússon tekur við embætti borgar-
stjóra Reykjavíkur.
18 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 24. jAnúAR 2023
ÞRIÐJUDaGUR